Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tafarlaust vopnahlé: Þingsályktunartillaga utanríkismálanefndar samþykkt

Rétt í þessu var þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, um af­stöðu Ís­lands vegna átaka fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs, sam­þykkt á Al­þingi. Í henni er kall­að eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Tafarlaust vopnahlé: Þingsályktunartillaga utanríkismálanefndar samþykkt
Formaður utanríkismálanefndar Diljá Mist Einarsdóttir er formaður utanríkismálanefndar sem lagði fram þingsályktunartillöguna fyrir þingið. Mynd: Bára Huld Beck

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar um „afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs“ um að án tafar „skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu“ svo tryggja megi öryggi almennra borgara, „jafnt palestínskra sem ísraelskra“. 

Tillagan er sú þriðja sem hefur litið dagsins ljós í þessari viku en á mánudaginn var þingsályktunartillögu Pírata útbýtt á Alþingi þess efnis að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla sömuleiðis eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tvær þingkonur Vinstri grænna voru á meðal þeirra tíu þingmanna sem stóðu að henni.

Daginn eftir lagði þingflokkur Viðreisnar fram aðra þingsályktunartillögu sem var samhljóða breytingartillögu Kanada við ályktun Jórdana, sem lögð var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 27. október en náði ekki tveimur þriðja hluta stuðnings sem þurfti til samþykktar. Í breytingartillögu Kanada kom fram fordæming á „hryðjuverkaárás af hálfu Hamas,“ …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár