Tafarlaust vopnahlé: Þingsályktunartillaga utanríkismálanefndar samþykkt

Rétt í þessu var þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, um af­stöðu Ís­lands vegna átaka fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs, sam­þykkt á Al­þingi. Í henni er kall­að eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Tafarlaust vopnahlé: Þingsályktunartillaga utanríkismálanefndar samþykkt
Formaður utanríkismálanefndar Diljá Mist Einarsdóttir er formaður utanríkismálanefndar sem lagði fram þingsályktunartillöguna fyrir þingið. Mynd: Bára Huld Beck

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu utanríkismálanefndar um „afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs“ um að án tafar „skuli komið á vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza-svæðinu“ svo tryggja megi öryggi almennra borgara, „jafnt palestínskra sem ísraelskra“. 

Tillagan er sú þriðja sem hefur litið dagsins ljós í þessari viku en á mánudaginn var þingsályktunartillögu Pírata útbýtt á Alþingi þess efnis að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla sömuleiðis eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tvær þingkonur Vinstri grænna voru á meðal þeirra tíu þingmanna sem stóðu að henni.

Daginn eftir lagði þingflokkur Viðreisnar fram aðra þingsályktunartillögu sem var samhljóða breytingartillögu Kanada við ályktun Jórdana, sem lögð var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 27. október en náði ekki tveimur þriðja hluta stuðnings sem þurfti til samþykktar. Í breytingartillögu Kanada kom fram fordæming á „hryðjuverkaárás af hálfu Hamas,“ …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár