Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Eitt líkhús til sölu og annað „sprungið“

Smári Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Kirkju­garða Ak­ur­eyr­ar, hef­ur sett lík­hús kirkju­garð­anna á sölu eða leigu. „Þetta er ekki létt­væg ákvörð­un, fjarri því,“ seg­ir Smári. Hann seg­ir kirkju­garð­ana hafa ver­ið í nauð­vörn síð­an 2006, þeg­ar þeir hættu að rukka not­end­ur um lík­hús­gjald.

Eitt líkhús til sölu og annað „sprungið“
Úr sér gengið líkhús Líkhúsið sem Kirkjugarðar Reykjavíkur rekur er samkvæmt framkvæmdastjóranum úr sér gengið vegna aldurs og auk þess allt of lítið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Líkhús og athafnarými hjá kirkjugörðum Akureyrar til sölu eða leigu. Áhugasamir setji sig í samband við okkur.“ 

Svona hljóðar auglýsing frá kirkjugörðum Akureyrar sem hefur tekið þá ákvörðun, eins og kemur fram í auglýsingunni, að selja eða leigja líkhúsið sem kirkjugarðarnir starfrækja. „Það væri óábyrgt að halda áfram rekstrinum og eiga ekki fyrir honum,“ segir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðanna á Akureyri, í samtali við Heimildina og bætir við að „við treystum okkur ekki lengur til að reka þetta. Ég er nú þegar búinn að skera niður inn að beini, segja upp starfsfólki og fresta viðhaldi.“ Hann segir að fjárhagur kirkjugarðanna hafi farið „mjög versnandi“ undanfarin ár. 

Hann segir ákvörðunina ekki léttvæga, „fjarri því“, en reksturinn sé og hafi verið í nauðvörn frá árinu 2006 þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðaði að ekki væri lagaheimild fyrir því að innheimta líkhúsgjald og kirkjugarðarnir ákváðu að hætta að innheimta það þangað til heimild fengist til …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Á að einkavæða dauðann núna líka? Stofnunin hefur ekki lagaheimild fyrir að rukka líkhússgjald en einkafyrirtæki má líklega setja upp gjaldskrá að vild.
    0
    • Guðný Bjarnadóttir skrifaði
      Útfararþjónustur eru einkareknar, en hver nákvæmlega borgar fyrir rekstur líkhusa, ekki veit ég .
      0
  • Herbert Guðmundsson skrifaði
    I nauðvörn síðan 2006. Það getur varla verið að umsýslufólk útfara hafi staðið vaktina sómasamlega? Í 17 ár! Þarna er pottur mölbrotinn ... Eða á þetta eingöngu við um líkhús sem Þjóðkirkjustofnanir standa að? Trúlega ...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár