Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Síðsannleikur og samsæri á Austurvelli - „Klámið burt“

Mót­mæl­end­ur gegn kyn­fræðslu barna mættu enn stærri hópi sem taldi þá vega að mann­rétt­ind­um trans fólks. „Við vor­um börn“ sagði trans mað­ur með regn­boga­fána. Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or seg­ir fólk far­ið að ef­ast um stað­reynd­ir: „Fólk er ekki leng­ur bara að skipt­ast á skoð­un­um held­ur stend­ur deil­an um hvað telj­ast vera stað­reynd­ir.“

Síðsannleikur og samsæri á Austurvelli - „Klámið burt“
Ólíkir hópar komu saman á Austurvelli, fólk sem viðurkennir ekki tilvist trans barna, og svo trans fólk og stuðningsfólk þess. Mynd: EH

„Við mótmælum klámvæðingu barna í skólum landsins,“ sagði Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, við upphaf mótmælafundar sem haldinn var á Austurvelli í lok október. Það sem mótmælendur kölluðu „klámvæðingu barna í skólum“ er almenn kynfræðsla í takt við áherslur Menntamálastofnunar. Fundargestir héldu því fram að í kynfræðslunni væri verið að rugla börn í ríminu með því að fræða þau um tilvist trans fólks. Auk þess væri verið að kenna leik- og grunnskólabörnum sjálfsfróun. Það er rangt. 

Mótmælin hófust raunar á Hlemmi klukkan eitt laugardaginn 21. október þar sem um fimmtán manns söfnuðust saman og gengu niður Laugaveg, allt niður á Austurvöll, með íslenska fánann og mótmælaspjöld sem á stóð til að mynda „Klámið burt“, „Látið börnin okkar í friði“ og „Ekki segja barni mínu hver það er“.

Fundurinn á Austurvelli var rétt að hefjast, og fólk hafði safnast þar saman í lítinn hring, þegar þangað fór skyndilega að …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár