Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“

Stein­arr Lár, formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands, seg­ir í um­fjöll­un í enska blað­inu The Guar­di­an að hann telji að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfuss sé að ganga er­inda námu­fjár­festa í sveit­ar­fé­lag­inu út af fram­kvæmd­um við nýja land­fyll­ingu. Hann seg­ir að það angi af spill­ingu að Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri búi í húsi sem námu­fjár­fest­arn­ir eigi.

Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“
Gagnrýnir Elliða og vænir um spillingu Steinarr Lár , formaður Brimbrettafélags Íslands, gagnrýnir Elliða Vignisson og vænir hann um spillingu út af landsfyllingarmálinu í Þorlákshöfn. Mynd: Heimildin

„Að mati okkar lítur út fyrir að þeir séu að gera landfyllinguna fyrir námufjárfestanna í bænum,“ segir Steinarr Lár, formaður Brimbrettafélags Íslands, í viðtali við enska blaðið The Guardian í frétt sem birtist á vefsíðu miðilsins í gær. Í fréttinni er fjallað um deilur Brimbrettafélags Íslands við Sveitarfélagið Ölfus út af umdeildri landfyllingu sem verið er að gera i Þorlákshöfn.

„Hvernig geturðu búið frítt í einhverju húsi sem er í eigu aðila sem á beina hagsmuni af landfyllingunni?“
Steinarr Lár,
formaður Brimbrettafélags Íslands

Brimbrettafélagið telur að landfyllingin muni eyðileggja ölduna við ströndina og að hún sé einstök á landsvísu. Áhugavert er að erlent stórblað eins og The Guardian fjalli um slíkt deilumál í íslenskum bæ. Steinarr Lár segir hins vegar að þetta sé ekkert svo skrítið þar sem málið snýst um skemmdir á náttúrulegum gæðum á heimsvísu: Öldunni í Þorlákshöfn: „Það eru ekkert svo margar svona öldur til í heiminum. Þetta eru verðmætin sem fólk á Íslandi áttar sig ekki almennilega á. Þess vegna er ekkert skrítið að The Guardian fjalli um þetta. Aldan er náttúruperla sem ekki bara Íslendingar nota.

Landfyllingin liggur að hafnarsvæði þar sem fyrirtæki námufjárfestanna Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar flytur út jarðefni. Þessir sömu fjárfestar eiga fasteignir á jörðinni Hjallla í Ölfusi sem Elliði Vignisson bæjarstjóri býr í og segist vera að kaupa af fjárfestunum fyrir verð sem hann vill ekki gefa upp.  Fjárfestarnir hafa staðfest að eigi húsið sem Elliði býr í ennþá. 

Segir landfyllinguna gerða fyrir námufjárfesta í ÖlfusiSteinarr Lár, formaður Brimbrettafélags Íslands, ræðir um landfylllinguna í Ölfusi í viðtali við enska blaðið The Guardian. Þar segir hann að hann telji að landfyllingin í Þorlákshöfn sé gerð fyrir námufjárfesta í bænum.

Segir málið sýna spillingu

Að mati Steinarrs Lár angar málið og aðkomu Elliða að því af spillingu. „Elliði býr frítt í húsi námufjárfestanna. Hann borgar ekki skatt eins og við hin til að borga af sínu húsnæði, hvort sem er í formi leigu eða kaupa á fasteigninni. Þetta er mjög sérstakt. Þetta blasir við: Þetta er spilling, hrein og klár spilling. Hvernig geturðu búið frítt í einhverju húsi sem er í eigu aðila sem á beina hagsmuni af landfyllingunni?,“ segir hann við Heimildina. „Hvað þá það að þýða að hann búi frítt í þessu húsi? Hann ver sig svo með því að þykjast ekki vera kjörinn fulltrúi.

Steinarr segir að Brimbrettafélagið hafi reynt að ræða við starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa í Ölfusi en að svo virðist sem allir standi og sitji eftir því sem Einar Sigurðsson námufjárfestir vill. „Það beygja sig allir bara undir hann Einar.

Í samtali við Heimildina segir Elliði Vignisson, aðspurður um hvernig hann svari þessari gagnrýni Steinarrs: „Ég hef ekkert um þetta að segja. En ég spyr mig að því hvort þeir telja þetta líklegast til árangurs í máli sem reynir á samvinnu.

Framkvæmdasvæði Einars og HrólfsFramkvæmdasvæði Einars og Hrólfs Ölvissonar liggur að strandlengjunni í Þorlákshöfn og flytja þeir meðal annars út vikur þaðan.

Einar hringdi út af hafnarframkvæmdunum

Heimildin hefur áður fjallað um afskipti Einars Sigurðssonar af framkvæmdum við höfnina í Þorlákshöfn.

Í viðtali við blaðið í byrjun ársins sagði bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir,  að Einar Sigurðsson hafi hringt í hana og skammað hana eftir að hún gagnrýndi að fyrirhugaðar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn á þeim forsendum gætu skemmt fyrir brimbrettafólki. „Hann hringir í mig. Ég hélt fyrst að hann ætlaði bara svona að fara að ræða þetta og allt í lagi. Ég átti bara ágætis samtal við hann til að byrja með. Nema svo segir hann við mig: En þú veist það að þú hefur verið ágætlega liðin í þessu samfélagi fram að þessu en það mun breytast ef þú heldur þessum áróðri áfram. Hann sagði þetta svona, bara orðrétt.“

Í viðtalinu við Heimildina sagði Ása Berglind enn frekar að hún hafi fyrst ekki áttað sig almennilega á því hvað Einar ætti við en svo hafi hún gert sér grein fyrir því að hann hafi verið að hóta henni. „Þetta tók svona smá tíma að súnka inn, þessi orð. Og það var ekki fyrr en ég hætti að tala við hann sem ég áttaði mig á hvað hann var raunverulega að segja við mig. Ég lít bara svo á að þetta hafi verið hótun. Að með því að tala um þetta mál þá myndi mannorð mitt hljóta skaða af. Ég veit ekki hvernig hann ætlaði að framkvæma það, eða hvernig hann ætlaði að sjá til þess, en þetta sagði hann. Og svo var það ekki fyrr en aðeins seinna sem ég setti þetta í samhengi við það að hann náttúrlega á þetta fyrirtæki sem er þarna á hafnarbakkanum.“ 

Steinarr Lárr segir að Brimbrettafélag Íslands muni halda áfram að berjast gegn landfyllingunni í Þorlákshöfn þar til yfir lýkur. „Við erum bara núna að vinna með lögfræðingum. Málinu er ekki lokið af okkar hálfu, langt í frá.“ 

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár