Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Brottvísun Hussein-fjölskyldunnar frestað

Hus­sein-fjöl­skyld­an sem er á flótta frá Ír­ak og vísa átti frá Ís­landi í næstu viku, hef­ur í kjöl­far úr­skurð­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu feng­ið stað­fest­ingu Út­lend­inga­stofn­un­ar á því að brott­vís­un sé frest­að.

Brottvísun Hussein-fjölskyldunnar frestað
Fjölskylda Bræðurnir Hussein og Sajjad ásamt systrum sínum, Yasameen og Zahraa, og móður sinni, Maysoon. Myndin er tekin í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útlendingastofnun hefur staðfest að brottvísun írösku Hussein-fjölskyldunnar, sem til stóð að framkvæma í næstu viku, hafi verið frestað. Er það gert í samræmi við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu.

„Það eina sem við viljum er að fá að búa á Íslandi, vinna hér og læra eins og venjulegt fólk því við elskum þetta land,“ segir Yasameen Hussein við Heimildina. Hér hafi þau eignast marga góða vini sem séu allir af vilja gerðir að styðja þau og hjálpa. Yasameen og systir hennar eru í námi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. En endalausar áhyggjur af því sem gæti verið í vændum hefur tekið sinn toll af þeim öllum. „Við erum auðvitað að reyna að einbeita okkur að náminu en það hefur verið erfitt.“

Þetta er í annað sinn sem vísa á fjölskyldunni úr landi. Fyrri brottvísunin var framkvæmd með valdi í fyrra og vakti það reiði margra er lögreglumenn tóku Hussein Hussein, sem er fatlaður og notar hjólastól, úr stólnum og komu honum fyrir í bíl sem ekki var til þess búinn að flytja fólk í hjólastól. Fjölskyldan, sem telur auk Husseins tvær systur hans, bróður og móður, var að því búnu skipað um borð í flugvél og send í fylgd lögreglumanna til Grikklands.

Fjölskyldan kom fyrst til Íslands í leit að vernd fyrir um þremur árum. En þar sem þau höfðu áður fengið vernd í Grikklandi ákváðu íslensk stjórnvöld að synja þeim um vernd hér og vísa af landi brott. Í byrjun nóvember beið lögreglan eftir systrunum er þær komu heim úr skólanum. Og síðan hófst atburðarás sem fjölskyldan hefur lýst sem hræðilegri.

Fjölskyldan kom hins vegar aftur til Íslands eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun stjórnvalda um brottvísun til Grikklands úr gildi. Þá hafði kærunefnd útlendingamála gert Útlendingastofnun að taka umsókn um vernd aftur til meðferðar.

Ríkið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hefur enn ekki kveðið upp sinn dóm. Hins vegar komst kærunefndin nýverið að þeirri niðurstöðu, að fjölskyldan skuli yfirgefa landið – enn einu sinni.

LögmaðurClaudia Wilson er lögmaður Hussein-fjölskyldunnar.

Til stóð að þau færu 7. nóvember en Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, kærði brottvísunina fyrir þeirra hönd til Mannréttindadómstóls Evrópu. Samkvæmt bráðabirgðaúrskurði dómstólsins, sem birtur var fyrr í vikunni, skulu yfirvöld fresta brottflutningi fjölskyldunnar til 21. nóvember sem nú hefur verið fallist á.

Dómstóllinn krefur jafnframt stjórnvöld um svör varðandi hvernig eigi að standa að brottflutningi Husseins og hvað verði gert til að tryggja að hann fái viðeigandi vistarverur og heilbrigðisþjónustu í Grikklandi.

Spurð um næstu skref segir Claudia í samtali við Heimildina að hún vænti þess að fá tækifæri til að bregðast við svörum íslenska ríkisins til Mannréttindadómstólsins áður en hann svo kveður upp endanlegan úrskurð um hvort framlengja skuli frest á flutningi fjölskyldunnar til Grikklands.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
3
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár