Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrverandi aðstoðarmaður Kristjáns Þórs í stjórn Arctic Fish

Gunn­ar Atli Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, er á leið­inni í stjórn Arctic Fish á Ísa­firði. Síld­ar­vinnsl­an, upp­sjáv­ar­arm­ur Sam­herja, keypti sig inn í hlut­hafa­hóp­inn í fyrra.

Fyrrverandi aðstoðarmaður Kristjáns Þórs í stjórn Arctic Fish
Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi í stjórnina Fyrrverandi aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra mun setjast í stjórn Arctic Fish. Hann heitir Gunnar Atli Gunnarsson. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrrverandi aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, Gunnar Atli Gunnarsson, mun setjast í stjórn laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði. Tillaga um þetta liggur til samþykktar á hluthafafundi norska eignarhaldsfélags Arctic Fish AS sem heldur utan um hlutabréfin í ísfirska laxeldisfyrirtækinu. Tillagan er birt í norsku kauphöllinni. 

Eini tilgangur fundarins er að skipa nýja stjórn yfir félagið. Ef tillagan verður samþykkt þá verður Gunnar Atli eini íslenski stjórnarmaður félagsins en fyrir var enginn Íslendingur í stjórn þess. Fundurinn fer fram á fimmtudaginn 2. nóvember.

Síldarvinnslan með þriðjungshlut

Síldarvinnslan, sem meðal annars er í eigu útgerðarfélagsins Samherja sem Kristján Þór var stjórnarformaður hjá á sínum tíma, er stærsti íslenski hluthafi Arctic Fish. Norski laxeldisrisinn Mowi, stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, er hins vegar stærsti norski hluthafinn og fer Mowi með meirihluta í félaginu.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • AK
    Anna Kjartansdóttir skrifaði
    Á hvaða tíma var maðurinn aðstoðarmaður Kristjáns?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár