„Þetta eru mjög alþjóðlegar umsagnir sem endurspeglar kannski að þetta eru stofnar sem eru ekki einkaeign Íslands heldur flökkustofnar um allt Atlantshafið,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það er kannski eðlilegt að fólk víða um heim hafi skoðun á því hvernig við umgöngumst þá.“
Enn eru Alþingi að berast umsagnir og athugasemdir um frumvarp Andrésar og nokkurra annarra stjórnarandstöðuþingmanna um bann við hvalveiðum. Virðast umsagnirnar vera orðnar rúmlega 3.500 talsins, samkvæmt svari frá Hildi Evu Sigurðardóttur – sviðsstjóra nefndar- og greiningasviðs skrifstofu Alþingis.
Eru það talsvert fleiri umsagnir en borist hafa nokkurn tímann áður um nokkuð annað mál á Alþingi.
„Á 149. þingi bárust yfir 1.500 erindi um samgönguáætlun til fimm ára og samgönguáætlun 2019-2033. Það voru þó ekki frumvörp heldur þingsályktunartillögur,“ segir í svarinu frá Hildi Evu.
Það frumvarp sem á metið sem frumvarp Andrésar og félaga …
Athugasemdir