Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: Miður að ekki náðist samstaða um að fordæma Hamas

Ís­land sat hjá þeg­ar álykt­un um taf­ar­laust vopna­hlé fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs var sam­þykkt á neyð­ar­fundi alls­herj­ar­þings Sam­ein­uðu þjóð­anna í gær. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir það ekki breyta skýrri af­stöðu Ís­lands um taf­ar­laust mann­úð­ar­hlé, að kom­ið verði á friði og að byggt verði á tveggja ríkja lausn­inni. „Ís­land ger­ir skýra kröfu til Ísra­els um að far­ið sé að mann­úð­ar­lög­um.“

Bjarni: Miður að ekki náðist samstaða um að fordæma Hamas
Utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra fyrr í þessum mánuði. Mynd: Golli

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi á neyðarfundi ályktun um tafarlaust vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs. Ályktunin fól einnig í sér að hjálpargögn komist til þeirra sem eru í neyð og að almennum ísraelskum borgurum sem Hamas hafi tekið í gíslingu verði sleppt, en hermálayfirvöld í Ísrael segja að Hamas hafi nú að minnsta kosti 224 Ísraela í haldi. Þeirra á meðal séu 20 börn. 

120 lönd samþykktu ályktunina, sem er ekki bindandi, á allsherjarþinginu, og 14 greiddu atkvæði gegn henni. 45 sátu hjá. Þeirra á meðal Ísland og öll hin Norðurlöndin nema Noregur sem samþykkti ályktunina. 

Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá hefur verið harðlega gagnrýnd víða á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem það gerðu er fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem gegndi því embætti á árunum 2007 til 2009. Í færslu á Facebook sagði hún: „Ísland greiddi því miður ekki atkvæði í dag með tillögu um tafarlaust vopnahlé í Gaza af mannúðarástæðum. Það gerðu heldur ekki hin Norðurlöndin - nema Noregur. Hvernig geta friðelskandi lýðræðisþjóðir fylgst álengdar og hlutlausar með þessum hræðilega Hildarleik?“

Sátu hjá vegna þess að ályktunin fordæmdi ekki Hamas

Utanríkisráðuneytið brást við í gærkvöldið með því að birta tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem því var haldið fram að ómögulegt hefði verið „að ná samstöðu um texta ályktunarinnar sem tók ekki til grimmdarverka Hamas og tók ekki með beinum hætti á gíslatöku Hamas, en yfir 200 manns eru enn í haldi, þar af 30 börn.“  Ísland hefði lagt áherslu á mannúðarhlé „til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð, harmaði gríðarlegt mannfall óbreyttra borgara og ítrekaði að þá yrði að vernda.“ 

Bjarni Benediktsson, sem tók við embætti utanríkisráðherra fyrr í þessum mánuði, tjáði sig svo um málið í færslu á Facebook í morgun. Þar ítrekar hann að sendinefnd Íslands á allsherjarþinginu hafi kallað skýrt eftir mannúðarhléi til að tryggja tafarlausa mannúðaraðstoð til óbreyttra borgara á Gaza. Á fundinum hafi Jórdanía lagt fram ályktun um ástandið á svæðinu fyrir hönd ríkja Arabahópsins, en ályktunin hafi ekki verið bindandi. „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd. Samstaða náðist ekki um það á þinginu og sat Ísland því hjá ásamt á fimmta tug ríkja, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum. Það er miður að ekki hafi náðst samstaða á þinginu um að fordæma hryðjuverk.“

Bjarni segir það þó ekki breyta „skýrri afstöðu Íslands um tafarlaust mannúðarhlé, að komið verði á friði og byggt á tveggja ríkja lausninni. Ísland gerir skýra kröfu til Ísraels um að farið sé að mannúðarlögum.“

Fyrir þessu verður áfram talað af fullum þunga. Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Samkvæmt þessu þá þarf ekki að fordæma ÍSRAEL fyrir þeirra glæpi!
    Þvílík hræsni!
    0
  • Mummi Týr skrifaði
    Sorgleg þessi handónýta ríkisstjórn sem jú rúmlega helmingur þjóðarinnar kaus... þá!
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Eru engin takmörk fyrir því hvað Bjarnabandið fær að gera?
    Fyrst rústa efnahag samfélagsins í skjóli pabba svo,
    rústa áliti heimsbyggðarinnar á Íslandi með einu pennastriki.
    Talar einhver um að kjósa Sjálfgræðisflokkinn?
    Hverjir???
    1
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Ömurleg niðurstaða hjá B Ben. Washington stjórnar utanríkismálum okkar þegar stríðsbrölt er annarsvegar. Ömurlegt.
    -1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Ísland studdi ályktunina að því gefnu að breytingartillaga Kanada yrði samþykkt, þar sem hryðjuverk Hamas yrðu jafnframt fordæmd."
    - Það var hægt að fordæma hryðjuverkin með annari sjálfstæðri tillögu. En ályktarnir SÞ hafa aldrei haft neitt gildi svo það hefði ekki breytt neinu.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skömm ! Noregur á heiður skilinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár