Tónninn líður kyrrlátur út í gegnum verkið, mjúk áferðin gárast, í hlátri eða gruni um yfirvofandi ofbeldi ... Þessi orð eru úr lofsamlegum dómi The New York Times um skáldsöguna Hér og lýsa vel einstakri rödd Kristínar Ómarsdóttur.
Við Kristín hittumst við svo að segja óviðeigandi aðstæður, á óviðeigandi tíma, en best að fara ekki nánar út í þá sálma. Samt, við töluðum um að rithöfundar geta aldrei tekið frí, heldur ekki kvenrithöfundar í kvennaverkfalli, eina sem við gátum gert var að fara frá skrifborðinu og setjast inn á gamalt bókasafn.
Enginn tekur hvort sem er eftir því þegar rithöfundur fer í verkfall, sagði ég.
Nema í Hollywood – sagði Kristín.
Og þá spurði ég: Hvernig er nú þegar fólk úti í bæ heldur heilt virðulegt málþing um mann?
Og Kristín svaraði: Sko, ég veit ekki hvernig það er. Ég er ekki búin að vera á málþingi. En þetta …
Athugasemdir