„Við erum búin að vera svo upptekin af því að stoppa eitthvað hræðilegt að við höfum ekki fengið tækifæri til þess að fara í umræðuna og svara spurningunni: Hvað viljum við gera?“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, um málefni hælisleitenda hér á landi.
Fréttir af fólki sem hefur verið svipt þjónustu, fólki sem hefur búið hér í áraraðir þegar því er loks vísað úr landi, börnum sem þurfa að snúa aftur í erfiðar aðstæður í heimalandinu hafa verið daglegt brauð fyrir íslenska fjölmiðlaneytendur síðustu mánuði.
Málaflokkur hælisleitenda hefur sífellt stækkað og umræðan um hann hefur vaxið í takt við aukinn fjölda sem hefur leitað hingað eftir alþjóðlegri vernd. Umsóknarfjöldinn hefur margfaldast á undanförnum árum en umsóknir voru á bilinu 650 til ríflega 1.000 á árunum 2016 til 2021. Í fyrra rauk fjöldinn svo upp í um …
Athugasemdir (1)