Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf

Brjósta­gjöf hef­ur tek­ið mikl­um breyt­ing­um síð­ustu ár og með út­gáfu sér­stakr­ar hand­bók­ar vilja höf­und­arn­ir, sem all­ar eru ljós­mæð­ur, vald­efla kon­ur í brjósta­gjöf.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf
Ljósmæður Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Hildur Ármannsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir vilja valdefla konur með fræðslu um brjóstagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ljósmæður undirbúa útgáfu handbókar um brjóstagjöf. Þær safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund þar sem allar bókaútgáfurnar sem þær leituðu til neituðu. „Þeim fannst þetta algjörlega óþarfi,“ segir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, sem stendur að útgáfu bókarinnar ásamt Hallfríði Kristínu Jónsdóttur, Ingibjörgu Eiríksdóttur, Hildi Ármannsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Þær eiga það sameiginlegt að búa að áratuga reynslu þegar kemur að brjóstagjafaráðgjöf og hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að skrifa bók. 

Sár á geirvörtum ekki eðlileg

„Við finnum að okkur langar að valdefla konur af því að þær fá misvísandi skilaboð. Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt. Sem dæmi má nefna sár á geirvörtum, það er fullt af fólki sem segir að það sé eðlilegt, sem er ekki rétt. Þær eiga að geta leitað sér hjálpar ef þær ná ekki tökum á þessu sjálfar,“ segir Hulda Lína. 

„Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt“

Bókin er hugsuð fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Bókin miðar að því að útskýra ferli brjóstagjafar og leiða foreldra í gegnum hvert tímabil í brjóstagjöfinni ásamt þeim helstu áskorunum sem foreldrar mæta. „Hún er á mannamáli en ætti líka að gagnast fagfólki sem vill styrkja sína þekkingu,“ segir Hulda Lína. 

Árlega fæðast um fimm þúsund börn á Íslandi og er tíðni brjóstagjafar ekki há, miðað við Norðurlöndin. „Það er margt í brjóstagjöf sem hefur breyst á síðustu 20 árum af því sem við erum að kenna, segja og gera. Við finnum svolítið fyrir því að við þurfum að koma þessari þekkingu áleiðis, það er ekki allt eins og það var fyrir 30 árum eða 50 árum. Það eru ekki allar ráðleggingar eins. Við erum búnar að vinna lengi sem brjóstagjafaráðgjafar og langar að miðla okkar þekkingu,“ segir Hulda Lína.

Þá segir hún skipta máli að miðla þekkingunni þar sem við lifum í samfélagi þar sem finna má misvísandi upplýsingar og ráð víða. „Þess vegna ákváðum við að setjast niður og skrifa þessa bók.“ 

Heita má á útgáfu bókarinnar á Karolina Fund og stendur söfnunin yfir til 11. nóvember.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár