Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf

Brjósta­gjöf hef­ur tek­ið mikl­um breyt­ing­um síð­ustu ár og með út­gáfu sér­stakr­ar hand­bók­ar vilja höf­und­arn­ir, sem all­ar eru ljós­mæð­ur, vald­efla kon­ur í brjósta­gjöf.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf
Ljósmæður Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Hildur Ármannsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir vilja valdefla konur með fræðslu um brjóstagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ljósmæður undirbúa útgáfu handbókar um brjóstagjöf. Þær safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund þar sem allar bókaútgáfurnar sem þær leituðu til neituðu. „Þeim fannst þetta algjörlega óþarfi,“ segir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, sem stendur að útgáfu bókarinnar ásamt Hallfríði Kristínu Jónsdóttur, Ingibjörgu Eiríksdóttur, Hildi Ármannsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Þær eiga það sameiginlegt að búa að áratuga reynslu þegar kemur að brjóstagjafaráðgjöf og hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að skrifa bók. 

Sár á geirvörtum ekki eðlileg

„Við finnum að okkur langar að valdefla konur af því að þær fá misvísandi skilaboð. Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt. Sem dæmi má nefna sár á geirvörtum, það er fullt af fólki sem segir að það sé eðlilegt, sem er ekki rétt. Þær eiga að geta leitað sér hjálpar ef þær ná ekki tökum á þessu sjálfar,“ segir Hulda Lína. 

„Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt“

Bókin er hugsuð fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Bókin miðar að því að útskýra ferli brjóstagjafar og leiða foreldra í gegnum hvert tímabil í brjóstagjöfinni ásamt þeim helstu áskorunum sem foreldrar mæta. „Hún er á mannamáli en ætti líka að gagnast fagfólki sem vill styrkja sína þekkingu,“ segir Hulda Lína. 

Árlega fæðast um fimm þúsund börn á Íslandi og er tíðni brjóstagjafar ekki há, miðað við Norðurlöndin. „Það er margt í brjóstagjöf sem hefur breyst á síðustu 20 árum af því sem við erum að kenna, segja og gera. Við finnum svolítið fyrir því að við þurfum að koma þessari þekkingu áleiðis, það er ekki allt eins og það var fyrir 30 árum eða 50 árum. Það eru ekki allar ráðleggingar eins. Við erum búnar að vinna lengi sem brjóstagjafaráðgjafar og langar að miðla okkar þekkingu,“ segir Hulda Lína.

Þá segir hún skipta máli að miðla þekkingunni þar sem við lifum í samfélagi þar sem finna má misvísandi upplýsingar og ráð víða. „Þess vegna ákváðum við að setjast niður og skrifa þessa bók.“ 

Heita má á útgáfu bókarinnar á Karolina Fund og stendur söfnunin yfir til 11. nóvember.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár