Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf

Brjósta­gjöf hef­ur tek­ið mikl­um breyt­ing­um síð­ustu ár og með út­gáfu sér­stakr­ar hand­bók­ar vilja höf­und­arn­ir, sem all­ar eru ljós­mæð­ur, vald­efla kon­ur í brjósta­gjöf.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf
Ljósmæður Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Hildur Ármannsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir vilja valdefla konur með fræðslu um brjóstagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ljósmæður undirbúa útgáfu handbókar um brjóstagjöf. Þær safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund þar sem allar bókaútgáfurnar sem þær leituðu til neituðu. „Þeim fannst þetta algjörlega óþarfi,“ segir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, sem stendur að útgáfu bókarinnar ásamt Hallfríði Kristínu Jónsdóttur, Ingibjörgu Eiríksdóttur, Hildi Ármannsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Þær eiga það sameiginlegt að búa að áratuga reynslu þegar kemur að brjóstagjafaráðgjöf og hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að skrifa bók. 

Sár á geirvörtum ekki eðlileg

„Við finnum að okkur langar að valdefla konur af því að þær fá misvísandi skilaboð. Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt. Sem dæmi má nefna sár á geirvörtum, það er fullt af fólki sem segir að það sé eðlilegt, sem er ekki rétt. Þær eiga að geta leitað sér hjálpar ef þær ná ekki tökum á þessu sjálfar,“ segir Hulda Lína. 

„Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt“

Bókin er hugsuð fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Bókin miðar að því að útskýra ferli brjóstagjafar og leiða foreldra í gegnum hvert tímabil í brjóstagjöfinni ásamt þeim helstu áskorunum sem foreldrar mæta. „Hún er á mannamáli en ætti líka að gagnast fagfólki sem vill styrkja sína þekkingu,“ segir Hulda Lína. 

Árlega fæðast um fimm þúsund börn á Íslandi og er tíðni brjóstagjafar ekki há, miðað við Norðurlöndin. „Það er margt í brjóstagjöf sem hefur breyst á síðustu 20 árum af því sem við erum að kenna, segja og gera. Við finnum svolítið fyrir því að við þurfum að koma þessari þekkingu áleiðis, það er ekki allt eins og það var fyrir 30 árum eða 50 árum. Það eru ekki allar ráðleggingar eins. Við erum búnar að vinna lengi sem brjóstagjafaráðgjafar og langar að miðla okkar þekkingu,“ segir Hulda Lína.

Þá segir hún skipta máli að miðla þekkingunni þar sem við lifum í samfélagi þar sem finna má misvísandi upplýsingar og ráð víða. „Þess vegna ákváðum við að setjast niður og skrifa þessa bók.“ 

Heita má á útgáfu bókarinnar á Karolina Fund og stendur söfnunin yfir til 11. nóvember.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
6
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
5
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár