Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf

Brjósta­gjöf hef­ur tek­ið mikl­um breyt­ing­um síð­ustu ár og með út­gáfu sér­stakr­ar hand­bók­ar vilja höf­und­arn­ir, sem all­ar eru ljós­mæð­ur, vald­efla kon­ur í brjósta­gjöf.

Valdefla konur með handbók um brjóstagjöf
Ljósmæður Hulda Sigurlína Þórðardóttir, Hildur Ármannsdóttir og Ingibjörg Eiríksdóttir vilja valdefla konur með fræðslu um brjóstagjöf. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ljósmæður undirbúa útgáfu handbókar um brjóstagjöf. Þær safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund þar sem allar bókaútgáfurnar sem þær leituðu til neituðu. „Þeim fannst þetta algjörlega óþarfi,“ segir Hulda Sigurlína Þórðardóttir, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, sem stendur að útgáfu bókarinnar ásamt Hallfríði Kristínu Jónsdóttur, Ingibjörgu Eiríksdóttur, Hildi Ármannsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Þær eiga það sameiginlegt að búa að áratuga reynslu þegar kemur að brjóstagjafaráðgjöf og hafa gengið með þá hugmynd í maganum í nokkur ár að skrifa bók. 

Sár á geirvörtum ekki eðlileg

„Við finnum að okkur langar að valdefla konur af því að þær fá misvísandi skilaboð. Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt. Sem dæmi má nefna sár á geirvörtum, það er fullt af fólki sem segir að það sé eðlilegt, sem er ekki rétt. Þær eiga að geta leitað sér hjálpar ef þær ná ekki tökum á þessu sjálfar,“ segir Hulda Lína. 

„Við viljum valdefla konur svo að þær geti greint hvað er ekki eðlilegt áður en það verður orðið sjúklegt“

Bókin er hugsuð fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Bókin miðar að því að útskýra ferli brjóstagjafar og leiða foreldra í gegnum hvert tímabil í brjóstagjöfinni ásamt þeim helstu áskorunum sem foreldrar mæta. „Hún er á mannamáli en ætti líka að gagnast fagfólki sem vill styrkja sína þekkingu,“ segir Hulda Lína. 

Árlega fæðast um fimm þúsund börn á Íslandi og er tíðni brjóstagjafar ekki há, miðað við Norðurlöndin. „Það er margt í brjóstagjöf sem hefur breyst á síðustu 20 árum af því sem við erum að kenna, segja og gera. Við finnum svolítið fyrir því að við þurfum að koma þessari þekkingu áleiðis, það er ekki allt eins og það var fyrir 30 árum eða 50 árum. Það eru ekki allar ráðleggingar eins. Við erum búnar að vinna lengi sem brjóstagjafaráðgjafar og langar að miðla okkar þekkingu,“ segir Hulda Lína.

Þá segir hún skipta máli að miðla þekkingunni þar sem við lifum í samfélagi þar sem finna má misvísandi upplýsingar og ráð víða. „Þess vegna ákváðum við að setjast niður og skrifa þessa bók.“ 

Heita má á útgáfu bókarinnar á Karolina Fund og stendur söfnunin yfir til 11. nóvember.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Karolina Fund

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
3
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár