Starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures hafa sent samtals um tuttugu kvartanir vegna kjarabrota til stéttarfélagsins Leiðsagnar. Að stærstu leyti er um að ræða kvartanir frá erlendum starfsmönnnum, eða um 2/3 hluti. Fyrrverandi starfsmaður Arctic segir að fyrirtækið mismuni starfsmönnum eftir þjóðerni og að óánægja sé útbreidd hjá starfsmönnum þess. Málin snúast meðal annars að því að laun séu ekki greidd samkvæmt kjarasamningum, meðal annars yfirvinna, og að starfsmennirnir séu látnir vinna of langar vaktir án þess að fá pásur. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar.
„Það er komið fram við okkur eins og skít“
Leiðsögn segir um 30 kjarabrotamál til skoðunar
Umræddur starfsmaður Arctic Adventures, Rodrigo Ruiz-Esquide, sem er frá Argentínu, sendi nú í sumar bréf til forstjóra fyrirtækisins, Jóhanns Ásgeirs Baldurs, ásamt átta öðrum samstarfsmönnum sínum þar sem kvartað var yfir meðferð fyrirtækisins á starfsfólki. Bréfið var einnig sent til Ferðamálastofu, stéttarfélagsins Leiðsagnar, Vinnueftirlitsins og Samtaka …
Athugasemdir (4)