Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hin sögulega hefnd 2: Demmin

Síð­ari heims­styrj­öld­inni var að ljúka. Ad­olf Hitler bjóst til að skjóta sig í neð­anjarð­ar­byrg­inu í Berlín. Vit­stola af skelf­ingu biðu íbú­ar Demm­in í Norð­ur-Þýskalandi eft­ir komu Rauða hers­ins.

Hin sögulega hefnd 2: Demmin
Í kennarastofu gagnfræðaskólans í Demmin 1932. Gerhard Moldhauer er standandi lengst til vinstri en Wilhelm vinur hans Damann stendur lengst ti hægri.

Þetta var blíðasta vor í manna minnum. Vikum saman hafði sólin hellt geislum sínum yfir sveitir og þorp Pommeraníu í Norður-Þýskalandi. Kirsuberjatrén höfðu blómstrað óvenju snemma og bæði peru- og eplatrén sýndu merki þess að vera farin að undirbúa ávexti sína þótt enn væri bara síðasti dagur apríl.

Fuglalífið var fjörugt á bökkum hins lygna og bugðótta Peenefljóts og þveráa hennar og skurða og síkja sem höfðu verið grafin þvers og kruss um gamalt mýrlendið. Mistilþröstur og vallskvetta voru í morgunsárið að búa sér hreiður í skógarlundum þar sem heggurinn bærðist í mildum blænum. Hvítstorkar tveir stóðu á þaki Bartólómeusarkirkjunnar við aðalgötuna í bænum Demmin við bugðu á Peene, virðuleg hjón sem höfðu átt sér ból á kirkjuþakinu árum saman og voru nú að snurfusa hreiðrið fyrir egg vorsins 1945.

Í svolitlu skoti í vegg hússins númer 6 við Treptower Straße var húsaskotta nýbúin að verpa þegar framandlegur hávaði barst sunnan úr strætinu sem lá suður úr bænum. Óvenju hávær ökutæki nálguðust, skrölt og hvellir og skellir og reykjarstrókar stóðu frá þeim. Húsaskottan í veggnum sá mann þeyta upp glugga á annarri hæð og beina byssu að ökutækjunum sem nálguðust í mildri morgunbirtunni.

„Orrustan um Demmin“

Maðurinn hrópaði eitthvað og ef húsaskottan hefði látið sig mál mannanna einhverju varða, þá hefði hún heyrt að hann hrópaði til nágrannakonu inni í húsinu:

„Ég var að enda við að skjóta konuna mína og börn. Nú ætla ég að taka með mér nokkra Rússa í dauðann.“

Norður-Þýskaland 1945Fjarlægðin milli Demmin og Berlínar í beinni loftlínu er 155 kílómetra, álíka og bein loftlína milli Reykjavíkur og Víkur í Mýrdal. Borgin Stettin heitir nú Szczecin og er í Póllandi.

Maðurinn skaut nokkrum sinnum að gráleitum ökutækjunum sem staðnæmdust, nokkrir menn stukku út og svöruðu skothríðinni, aðrir hlupu sem hraðast að útidyrum hússins númer 6. Húsaskottan sá sitt óvænna og flaug af hreiðrinu til að lenda ekki í þessum látum. Hún flögraði hring um húsið og aðgætti svo hvort henni væri óhætt að snúa aftur í holu sína. Þá sá hún manninn í glugganum bera byssuna upp að höfði sér og hleypa af. Hann féll niður á gluggasylluna og sólin baðaði lík hans hlýrri vorbirtunni.

Þetta var orrustan um Demmin 30. apríl 1945. Einn maður skaut af byssu í átt að skriðdrekum og herflutningabílum Rauða hersins en skaut sig svo sjálfur áður en hann hitti nokkurn óvinanna.

Stráklingar í hermannafötum

Á veginum í suðri, nokkurn spöl frá bænum, höfðu skriðdrekar Rauða hersins mætt ómarkvissri skothríð úr fáeinum loftvarnarbyssum sem reynt var að nota sem stórskotalið en skriðdrekarnir voru fljótir að þagga niður í þeim og fella hina þýsku skotliða. Sovésku hermennirnir, þrautreyndir menn úr 2. belarússneska hernum, sem höfðu flestir barist upp á hvern einasta dag í tæp fjögur ár, sáu að þýsku hermennirnir sem þeir höfðu fellt voru stráklingar, sumir varla af barnsaldri, allir dauðir, og færu aldrei aftur í skólann þar sem þeir áttu þó helst heima.

En inni í Demmin mætti Rauði herinn engri mótspyrnu nema þessum eina manni í húsinu númer 6 við Treptower Straße. Það vildi svo til að þetta var skólastjórinn í bænum, Gerhard Moldenhauer, lærimeistari litlu strákanna sem höfðu verið settir á loftvarnarbyssur fyrir sunnan og sagt að stöðva með því framrás Rauða hersins.

Moldenhauer hafði sem ungur kennari í Demmin á síðustu misserum Weimar-lýðveldisins skorið sig svolítið úr á kennarastofunni, hann og vinur hans, Wilhelm Damann. Bærinn Demmin hafði lengi verið eitt höfuðvígi allra íhaldssömustu aflanna í þýskri pólitík og þegar Adolf Hitler og Nasistaflokkur hans tóku að eflast á árunum kreppunnar miklu, þá gengu bæjarbúar flestir glaðbeittir Hitler á hönd.

Sá í gegnum loddarabrögð Hitlers

Jafnvel áður en sá Gyðingahatari náði raunverulegum völdum í Þýskalandi voru íbúar í Demmin farnir að sniðganga fyrirtæki Gyðinga og þeir héldu mikinn og eldmóðugan útifund Kristalsnóttina 1938 þegar Gyðingahatur nasismans sprakk út fyrir alvöru eins og kirsuberjatré á vori.

Þeir vinirnir Moldenhauer og Damann höfðu hins vegar megnustu skömm á Hitler. „Hann var of gáfaður til að sjá ekki í gegnum loddarabrögð Hitlers,“ útskýrði Damann um vin sinn. En þegar Hitler var kominn tryggilega til valda og bæjarstjórnin í Demmin búin að nefna aðalgötu bæjarins eftir honum, þá fóru vinirnir ólíkar leiðir. Damann var rekinn úr vinnunni og átti síðan undir högg að sækja í bænum en Moldenhauer tók þá ákvörðun að snúa við blaðinu og ganga í Nasistaflokkinn. 

Sálarfriður og sjálfsvirðing?

„Hann var þá of ungur og of metnaðargjarn til að hann vildi eða gæti sætt sig við að verða annars flokks,“ sagði Damann síðar. „Frú Moldenhauer og hin þrjú ungu börn þeirra gerðust líka eindregnir stuðningsmenn Hitlers, sérstaklega stelpurnar.“

Því var það að líkt og milljónir annarra Þjóðverja varð Moldenhauer nú að velja milli þess að „fylgja línunni og þagga niður í innri rödd sinni eða vera trúr sannfæringu sinni og lenda utangarðs“, skrifaði þýski sagnfræðingurinn Florian Huber. „Öðrum megin var framtíð hans og samheldni innan fjölskyldunnar, hinum megin sálarfriður og sjálfsvirðing.“

Og Huber vitnar til Damanns sem orðar það svo að kennarinn ungi hafi ákveðið að veðja á „hið nýja Þýskaland“ fremur en að spyrna móti þrýstingi umhverfisins og væntinga fjölskyldunnar. Og í tilfelli Moldenhauers skiluðu sinnaskiptin (þó á yfirborðinu væru) árangri, hann varð nokkrum árum síðar skólastjóri í gagnfræðaskólanum í Demmin og var tryggilega kominn í hóp betri borgara.

Valskvettan kemur úr vetrarstöðvum

Leið nú og beið. Stríðið hófst og nasistarnir í Demmin fögnuðu frábærum árangri hinna sigurvissu hermanna undir innblásinni leiðsögn foringjans. Sýnagógunni í bænum hafði verið breytt í vöruhús. Enginn spurði hvað hefði orðið um Gyðinga í bænum. Þeir fóru eitthvað.

Svo hallaði undan fæti og í ársbyrjun 1945 voru herir óvinanna komnir að landamærum Þýskalands. Þeir virtust hafa ofurefli liðs en bæjarbúar biðu þolinmóðir eftir undravopnum þeim sem foringinn og hinn síbjartsýni Goebbels höfðu boðað að myndu snúa stríðsgæfunni aftur Þjóðverjum í vil. Umhleypingasamur vetur leið og það fór að hilla í óvenjufagurt vor í Demmin, hveitið var byrjað spretta á ökrunum, farfuglar eins og vallskvetta og hvítstorkur og húsaskotta birtust hver af öðrum en aldrei kom stríðsgæfan fljúgandi aftur.

Snemma að morgni 30. apríl lagði þýskur herflokkur í Demmin á flótta vestur. Eina alvöru herliðið í bænum. Þegar flokkurinn var kominn yfir Peene og þverárnar tvær Tollense og Trebel voru allar brýr sprengdar í loft upp. Með hermönnunum flúðu allir æðstu toppar Nasistaflokksins í bænum en skildu eftir skýrar fyrirskipanir um að bæjarbúar ættu að verjast til síðasta manns.

Nemmersdorf, Nemmersdorf!

Hitler var þagnaður, hafði ekki heyrst í honum í útvarpinu lengi, hann var sagður stjórna vörnum Berlínar, það var ein lygin enn, en skólastrákarnir í gagnfræðaskólanum í Demmin höfðu verið dubbaðir í hermannabúninga og sagt að vera tilbúnir við bæjarmörkin þegar skriðdrekar Stalíns kæmu bröltandi, jafnvel Goebbels var hættur að boða öruggan sigur heldur útmálaði sífellt hvílíkar hörmungar myndu bíða Þjóðverja ef ekki tækist að stöðva Rauða herinn, Nemmersdorf var á allra vörum í fréttatímunum, lítið þorp í Prússlandi, fjöldamorðin þar voru útmáluð æ sterkari litum, í dag kom bókfinkan frá vetrarstöðvum sínum suðrí Afríku, í Nemmersdorf hafði öllum konum víst verið nauðgað, ilmurinn af stör á bökkum Peene var orðinn svo sterkur og höfugur, sautján þungir ISU-122 skriðdrekar Rauða hersins voru komnir alla leið til þorpsins Utzedel fimm kílómetra suðaustur af Demmin og nálguðust hratt, ætli strákarnir á loftvarnarbyssunum yrðu þess umkomnir að stöðva þá ef þeir hrópuðu „Heil Hitler!“ nógu oft?

Presturinn í Bartólómeusarkirkjunni við Adolf Hitler-Straße virtist ekki hafa trú á því. Storkahjónin á kirkjuþakinu fylgdust með því sér til undrunar þegar meðhjálparinn klöngraðist upp í kirkjuturninn og breiddi út hvítt lak eins og uppgjafarfána. Skrölt heyrðist úr suðaustri. Í húsinu númer 6 við Treptower Straße skaut Gerhard Moldenhauer börnin sín þrjú og konuna sína.

Þetta var bara byrjunin. Sjá næsta blað. Það kemur eftir viku.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Fransis skrifaði
    Árið 2018 gerði þýski leikstjórinn Martin Farkas heimildarmynd um dauða óbreyttra borgara í Demmin. Í viðtali Deutsche Welle benti hann á: "Fólk var háð hræðilegu áróður. Þjóðernissósíalistar hvöttu til ótta við " skrímsli úr austri."Hins vegar sögðu allir eftirlifendur sem ég tók viðtal við Að Rússar hjálpuðu þeim."

    Ritstjórnarnefndin Deutsche Welle, sem tjáir Sig um Farkas borði, staðfestir að flestir borgarar hafi ekki upplifað neinar "glæpi" Rauða Hersins. Að auki viðurkennir Deutshe Welle að margir Íbúar Demmin Sem frömdu sjálfsmorð hafi ekki verið fórnarlömb ofbeldis eða ráns. Þeir frömdu sjálfsmorð af dýrahræðslu Við Sovéska herinn – þeir trúðu því ranglega að þeir, fjölskyldur þeirra yrðu að svara fyrir blóðsúthellingarnar sem þýskir Hermenn Á Yfirráðasvæði SOVÉTRÍKJANNA stóðu fyrir.
    1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það vantaði bara Hitlers hormottuna á þennan Gerhard Moldenhauer.
    ☻g þá hrfði hann getað gerst tvífari (staðgengill), Hitlers.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár