Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Algjörlega hræðilegt að þetta hafi verið gert“

Formað­ur Geð­hjálp­ar seg­ist aldrei hafa heyrt áð­ur af við­líka máli og greint var frá í Heim­ild­inni ný­ver­ið þar sem hunda­rækt­andi fór heim til konu sem hafði keypt hvolp og tók hann til baka af þeirri ástæðu að kon­an væri með al­var­leg­an geð­sjúk­dóm.

„Algjörlega hræðilegt að þetta hafi verið gert“
Ásta með hundana sína, Prins og Röskvu. Prins er af papillontegundinni eins og hvolpurinn sem var tekinn af henni. Mynd: Heida Helgadottir

„Fullt af fólki hefur haft samband við mig og sagt hvað það sé ömurlegt að svona fordómar séu í þjóðfélaginu,“ segir Ásta María H. Jensen, sem greindi frá því í viðtali við Heimildina í síðustu viku að hunda­rækt­andi sem hún keypti hvolp af hafi mætti heim til henn­ar og tekið hvolp­inn til baka. Upp­gef­in ástæða var að Ásta væri með al­var­leg­an geð­sjúk­dóm og lít­ill hvolp­ur væri því ekki ör­ugg­ur hjá henni. Þá hafi viðkomandi „frétt úti í bæ“ að hún legðist reglulega inn á geðdeild.

Stoppuð úti á götu

Ásta er með geðhvörf með geðrofseinkennum, hún tekur lyf til að halda sjúkdómnum niðri og nýtir sér þjónustu geðheilsuteymis. Níu ár eru síðan hún fór síðast í geðrof og þurfti að leggjast inn á geðdeild.

Fyrir átti Ásta tvo hunda, þau Prins og Röskvu. „Um daginn þegar ég var úti …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár