Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Glímt við drauga fortíðar

Sverr­ir Nor­land spinn­ur í sögu sinni ýmsa for­vitni­lega þræði en opn­að er á of mörg og stór mál­efni og ekki kaf­að nægi­lega djúpt í þau.

Glímt við drauga fortíðar
Sverrir Norland Kletturinn er þriðja skáldsaga höfundar. Mynd: Kristinn Magnússon
Bók

Klett­ur­inn

Höfundur Sverrir Nordal
Forlagið -JPV útgáfa
212 blaðsíður
Gefðu umsögn

Í upphafi sögu kemur Einar Torfason óvænt auga á Brynjar Fludel, gamlan vin sinn, og kærustu hans, Tinu Birnu. Þetta snertir hann illa og þegar hann fær í kjölfarið boðskort í brúðkaup skötuhjúanna er honum öllum lokið. Ljóst er að eitthvað hefur gerst á milli þeirra, einhver gamall draugur er vakinn og Einar hefur ekki nokkurn áhuga á því að horfast í augu við hann.

Kletturinn er samtímasaga og hefst í Reykjavík um miðjan apríl 2022, en það sem allt hverfist um átti sér stað í Hvalfirði tuttugu árum fyrr. Einar, Brynjar og Gúi, félagi þeirra úr Menntaskólanum í Reykjavík, fóru saman í útilegu um verslunarmannahelgi og þar lét Gúi lífið við grunsamlegar aðstæður. Þetta situr skiljanlega í þeim sem eftir lifa og í sögunni er síðan leitt til lykta hvað það var eiginlega sem gerðist í útilegunni. 

Einar er um fertugt, heimavinnandi faðir þriggja barna, atvinnulaus handritshöfundur og eiginmaður þingkonunnar Emblu, sem er á hraðri uppleið í lífinu og stefnir á enn frekari frama í stjórnmálum. Einar stússar vitaskuld mikið í kringum börnin, nærvera þeirra er áþreifanleg í sögunni og barnamál tekur á köflum yfir textann. Að heyra sagt frá draumum um að fara í „rússíbanana“ í „Kjötmannahöfn“ og horfa á „sónvabbið“ er auðvitað hluti veruleika þess sem er mikið einn heima með börnum, þótt slík orð séu raunar frekar þreytandi í lesmáli.

Einar bakar sítrónumúffur og pantar hluti frá IKEA, Embla birtir myndir af börnunum á samfélagsmiðlum og uppsker „tvö hundruð og sautján hjörtu og fjörutíu og átta athugasemdir á borð við: Þvílíkir gullmolar, Embla! Og þú ert flottust!“(bls. 46) eins og lög gera ráð fyrir. Einar er heimavinnandi, sem fyrr segir, og ef til vill ekki alsáttur við það.

„Það hafði meira að segja birst grein í Mannlífi með undirfyrirsögninni „Við bakið á ofurkonunni Emblu Eiðsdóttur styður traustur eiginmaður“. (Ég var nafngreindur síðar í textanum.) Hinn bitri sannleikur var hins vegar sá að fæstir sóttust eftir hlutskipti mínu og þá allra síst aðrir karlmenn; ég sá vorkunn í augum þeirra frekar en aðdáun.“ (bls. 47)

Einari nægir ekki hlutverk húsföðurins og yfirlýst verkefni hans er því að hann sé að skrifa bók. „Glæpasögu – Nordic noir. Það var bæði söluvænlegt og karlmannlegt; fólk kinkaði samþykkjandi kolli.“ (bls. 48) 

Það er ljóst strax í upphafi sögu að Einar virðist ekki „hvíla almennilega í sjálfum sér“ eins og sagt er. Eftir því sem sögunni vindur fram kemur svo smám saman í ljós að þetta er hreint ekki nýtt vandamál og lesendur fá að kynnast margvíslegum fortíðardraugum hans og basli við að tengjast öðru fólki.

Kletturinn er bók sem að stærstum hluta snýst um sambönd. Vináttusambönd á milli karlmanna, samband (eða skort á sambandi) sonar við föður, samband þess sem ekki hefur „fundið sig í lífinu“ við eiginkonu sem skarar fram úr, og ekki síst samband manns við sjálfan sig þegar hann stendur frammi fyrir ákvörðun um að gera hreint fyrir sínum dyrum eða sleppa því.

Persónur sögunnar eru nokkuð langt frá því að vera einhliða. Engin þeirra er algóð eða alslæm, þær eru eins og manneskjur eru flestar, meingallaðar en engu að síður elskuverðar. Eða hvað? Ein af þeim spurningum sem verkið krefur lesendur sína svara við er hvort hægt sé að vinna grimmdarverk en vera samt sem áður fúnkerandi manneskja, sem á skilið ást og virðingu.

Sverrir Norland skrifar fjörlegan stíl og spinnur í sögu sinni ýmsa forvitnilega þræði. Ef til vill mætti segja að í verkinu sé opnað á of mörg og stór málefni og kannski ekki kafað nægilega djúpt í þau. Kletturinn er engu að síður saga sem veltir upp fjölmörgum áhugaverðum spurningum án þess að taka sig allt of hátíðlega.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár