Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aðeins fjórðungur vatns færi um fossa í Vatnsdal

Það eru „brýn­ir al­manna­hags­mun­ir að bæta stöðu orku­mála á Vest­fjörð­um,“ seg­ir í rök­stuðn­ingi Orku­bús Vest­fjarða fyr­ir því að fá að reisa virkj­un í Vatns­dal, á svæði sem not­ið hef­ur vernd­ar í tæpa hálfa öld. Birki­skóg­ur, foss­ar, fisk­ar og skessukatl­ar yrðu fyr­ir áhrif­um af fram­kvæmd­inni.

Drangar í Vatnsdalsá Vatnsdalsá á að stærstum hluta upptök sín í Flókavatni og með virkjun yrði stíflað fyrir rennslið. Áin fær einnig vatn úr hliðarám á leið sinni til sjávar. Mynd og myndband: Ólafur Már Björnsson.

3-4 hektarar af birkiskógi myndu raskast, vörður á fornri þjóðleið mögulega sömuleiðis og skert rennsli í ám, um allt að 74 prósent, myndi gjörbreyta ásýnd fossa. Þá má búast við raski á sérstæðum jarðmyndunum, m.a. skessukötlum. Að auki myndu miðlunarlón skerða óbyggð víðerni.

Þetta eru meðal umhverfisáhrifa sem vænta má af mannvirkjum, vegagerð, pípulögnum, gangagreftri og miðlunarlónum ef virkjun yrði byggð í Vatnsdal á Vestfjörðum – á svæði sem nú er innan friðlandsins í Vatnsfirði. Orkubú Vestfjarða, sem áformar virkjunina, telur hins vegar brýna almannahagsmuni vera til staðar sem réttlæti slíkt inngrip. Bæta þurfi raforkukerfi Vestfjarða. Auka framleiðsluna innan svæðisins. Fyrirtækið hefur því farið þess á leit við ráðherra umhverfis-, orku- og loftlagsmála að reglum um friðlandið verði breytt svo þar geti risið orkuver. Að mati Orkubúsins er nú „mikilvægt næsta skref að skoða raunhæfi Vatnsdalsvirkjunar“ og bera saman við aðra virkjunarkosti í rammaáætlun, líkt og það er orðað í greinargerð um hina áformuðu framkvæmd og áhrif hennar sem send hefur verið ráðuneytinu til umfjöllunar.

Hugmyndir um virkjun á þessum slóðum hefur vakið undrun margra, m.a. fólks sem býr á þessum slóðum eða þekkir þar vel til. Þótt slíkar hugmyndir hafi fyrst verið settar fram árið 1977, tveimur árum eftir að Vatnsfjörður var friðaður, þykir ýmsum áformin skjóta skökku við; að breyta friðlandi í iðnaðarsvæði til orkuvinnslu, svæði sem til skamms tíma stóð til að breyta í þjóðgarð, á tímum þar sem ósnortin víðerni eru að verða stórkostlegt fágæti á heimsvísu. Bent hefur verið á aðra orkukosti innan Vestfjarða og að vandamálið snúist um flutningslínur en ekki orkuöflun. Þá hefur einnig verið spurt: Þarf virkilega að virkja meira yfir höfuð?

Markmið Orkubús Vestfjarða er að sama skapi skýrt: Að auka orkuframleiðslu innan svæðisins í þeim tilgangi að tryggja afhendingaröryggi rafmagns, svara aukinni eftirspurn fyrirtækja í vexti eftir orku og hafa til reiðu „grænt varaafl“ svo ekki þurfi að brenna olíu. Þá mætti líka nýta virkjunina til jöfnunar á móti vindorku.

Eftir að hafa lagst yfir marga virkjanakosti á Glámuhálendinu í miðju Vestfjarðakjálkans telja forsvarsmenn fyrirtækisins virkjun í Vatnsdal fýsilegasta með tilliti til hagkvæmni og umhverfisþátta – þrátt fyrir að hún yrði innan svæðis sem friðað var fyrir hartnær fimmtíu árum.

En það er ekki mögulegt að virkja innan friðlandsins í Vatnsfirði líkt og skilmálar friðlýsingarinnar eru í dag. Markmið friðlýsinga er enda líkt og orðið ber með sér að friða fyrir raski af flestum mannanna verkum. Leyfa náttúrunni að þróast á sínum forsendum.

BirkiskógurVatnsdalur er vel gróinn. Þar er m.a. að finna birkiskóg sem nýtur sérstakrar verndar náttúruverndarlaga.

Og náttúran í Vatnsfirði er sérlega fjölbreytt og að sumu leyti einstök sem varð einmitt til þess að ákveðið var að stofna þar friðland árið 1975. Vatnsdalur er vel gróinn, umlukinn bröttum lítt grónum skriðum. Vatnsdalsvatn er umfangsmikið og einkennandi í landslaginu sem og Vatnsdalsá sem rennur eftir dalsbotninum ofan af heiðinni. Í henni er fjöldi fossa og sérstæðar jarðmyndanir, s.s. berggangar og drangar. Í dalnum renna fleiri ár niður skriðurnar og mynda margar þeirra fossa. Þar má  nefna Stóragilsá, Austurá og Útnorðursá. Engin mannvirki eru í dalnum utan vegslóða og eitt sumarhús.

Landslag á leiðinni upp á heiðina er sömuleiðis margbreytilegt. Þar er að finna þétt birkikjarr, votlendi, sérstæðar hraunmyndanir og mikil gljúfur og fossa. Á Glámuheiði, hálendinu ofan dalsins, er landið hrjóstugt og stórgrýtt. Þar er töluverður fjöldi vatna í ólíkum stærðum sem setja sterkan svip á landslagið. Fuglalífið er einstaklega fjölskrúðugt frá fjöru til fjalla, allt frá músarindlum til hafarna.

Stangast á við áherslur friðlýsingar

Að hreyfa við friðlýsingarskilmálum svæða svo innan þeirra sé hægt að ráðast í framkvæmdir á borð við virkjanir gerist ekki með einu pennastriki. Þá breytir engu hvort til stendur að breyta skilmálum eða afnema þá – affriða svæði að hluta eða í heild.

Eftir því sem Heimildin kemst næst er aðeins eitt dæmi um friðlýst svæði þar sem orkuöflun er heimil: Reykjanesfólkvangur. Að sama skapi er eitt vel þekkt dæmi um affriðun svæðis: Hluta Kringilsárrana, hins mikla griðlands hreindýra, vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Niður dalinnVatnsdalur er allur innan Friðlandsins í Vatnsfirði. Myndband: Ólafur Már BJörnsson

Umhverfisstofnun, sem annast rekstur náttúruverndarsvæða, getur samkvæmt lögum um náttúruvernd veitt undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar ef það stríðir ekki verulega gegn markmiði friðlýsingarinnar og hefur óveruleg áhrif á verndargildi þeirra náttúruminja sem friðlýsingin beinist að. Það sama getur hún gert ef öryggissjónarmið eða mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess.

Niðurstaða greinargerðar Orkubúsins, sem VSÓ ráðgjöf vann, er að ýmsir þættir hinnar áformuðu virkjunar stangist á við áherslur friðlýsingar Vatnsfjarðar. Því eru það samfélagshagsmunir sem eftir standa.

Að breyta eða afnema friðun

Heimild til að afnema eða breyta friðlýsingu er sömuleiðis bundin við tvenns konar tilvik í náttúruverndarlögum: Ef verndargildi svæðis hefur rýrnað eða mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess.

Síðarnefnda atriðið skal túlka mjög þröngt og ekki ætti að beita því „nema í þágu samfélagslegra hagsmuna sem geta talist mun ríkari en þeir sem liggja vernd svæðisins til grundvallar,“ segir í lögskýringum um lagagreinina.

Ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmálaGuðlaugur Þór Þórðarson.

Á þessu vakti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra athygli Orkubúsins er það sóttist eftir íhlutun hans í fyrra vetur. Hann óskaði svo eftir ítarlegri rökstuðningi fyrirtækisins fyrir breytingu á friðlýsingarskilmálunum. Sá rökstuðningur er nú fram kominn í greinargerð.

Í henni er hinni fyrirhuguðu framkvæmd lýst og farið yfir helstu áhrif sem af henni myndu hljótast. Samantekið, segir í greinargerðinni, kæmi virkjun „til með að raska náttúrufars- og menningarþáttum sem hafa hátt verndargildi samkvæmt lögum og skilmálum friðlýsingar“. En, segir þar ennfremur, áhrifin yrðu staðbundin og varða í einhverjum tilfellum „þætti sem eru útbreiddir á svæðinu“.

Og niðurstaðan: Miðað við „brýna almannahagsmuni sem felast í að mæta orkuþörf Vestfjarða, er talið mikilvægt að skoða raunhæfi Vatnsdalsvirkjunar“.

Áður en ráðherra tekur ákvörðun um afnám eða breytingu friðlýsingar þarf hann að leita umsagna ýmissa stofnanna, sveitarfélaga og náttúruverndarsamtaka. Einnig skal hann taka mið af skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðasamningum.

Þessi vinna er þegar hafin.

Fallið niður í dalinn yrði virkjað

Með virkjun yrði tveimur heiðarvötnum breytt í miðlunarlón. Flókavatn yrði stíflað og öllui vatni veitt úr því með skurði yfir í Hólmavatn sem stendur nokkru neðar. Þaðan yrði svo vatninu miðlað um niðurgrafna þrýstipípu að dalsbrún og um lóðrétt göng, 220 metra há, niður að stöðvarhúsi sem til stendur að sprengja inn í kletta í dalnum.

Áformuð virkjunFlókavatn og Hólmavatn yrðu stífluð og gerð að miðlunarlónum. Þau sjást efst á myndinni. Græna línan sýnir þrýstipípu sem grafin yrði niður og myndi leiða vatnið að lóðréttum göngum, 220 metra háum, ofan stöðvarhússins sem yrði neðan dalsbrúnar, sprengt inn í bergið. Yrði það gert til að lágmarka sýnileika mannvirkja.

Fleiri göng yrðu boruð því vatninu yrði að lokum veitt frá stöðvarhúsinu um 500 metra löng göng út í Vatnsdal á ný, skammt ofan við áreyrar Austurár.

En framkvæmdaþættirnir yrðu fleiri. Efnistaka á hálendinu er einn þeirra, vegagerð um Vatnsdalinn og heiðina annar.

Gera þyrfti „burðarhæfan og uppbyggðan veg“ inn Vatnsdal sem yrði, miðað við frumhönnun virkjunarinnar, tæplega 7 kílómetra langur. Fyrstu 4,8 kílómetrana yrði hann byggður ofan á slóða að Stóragili en þaðan þyrfti að ryðja fyrir nýjum vegi, um 2 kílómetra, og gera auk þess brýr eða ræsi yfir Stóragilsá og Vatnsdalsá.

Vegir að efra virkjunarsvæðinu, þ.e. miðlunarlónum og inntaki, yrðu „að mestu“ byggðir ofan á gömlum þjóðvegi upp Þingmannadal og slóðum sem gerðir voru vegna byggingar Vesturlínu. Alls gætu þessir heiðarvegir, slóðar eins og Orkubúið kallar þá, orðið tæplega 9 kílómetrar að lengd.

„Samantekið þá kemur virkjun til með að raska náttúrufars- og menningarþáttum sem hafa hátt verndargildi samkvæmt lögum og skilmálum friðlýsingar en áhrifin eru staðbundin og varða í einhverjum tilfellum þætti sem eru útbreiddir á svæðinu.“
Úr greinargerð Orkubús Vestfjarða

Umhverfisáhrifin

Í greinargerð Orkubúsins er farið yfir þá umhverfisþætti sem virkjunin myndi hafa áhrif á og eru þeir helst þessir:

  • Virkjun myndi hafa í för með sér rask á birki (3-4 hektara) sem nýtur sérstakrar verndar og stangast á við áherslur friðlýsingar um að skerða ekki gróður.
  • Virkjun myndi valda „vatnsformfræðilegu álagi á yfirborðsvatnshlot“ og hafa áhrif á vatnalíf. Breyting yrði á rennsli áa og miðlunarlón kæmu til með að breyta búsvæðum lífvera í vötnum uppi á hálendi. Virkjunin myndi einnig hafa áhrif á rennsli úr Vatnsdalsvatni til sjávar. Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála má ástand vatns ekki hnigna.
  • Virkjun yrði líkleg til að hafa í för með sér rask á búsvæðum dýra sem einnig stangast á áherslur friðlýsingar.
  • Virkjun hefði í för með sér áhrif á rennsli Vatnsdalsár og Austurár. Rennsli í Vatnsdalsá myndi skerðast að meðaltali um 49-74 prósent. Austurá myndi skerðast um 49 prósent. Breyting á rennsli hefði því áhrif á fjölmarga fossa sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Breyting á rennsli vegna virkjunarinnar er líkleg til að hafa áhrif á veiðar.
  • Vegna vegagerðar mætti búast við raski á jarðmyndunum, t.a.m. á skessukötlum. Slíkt stangast á við áherslur friðlýsingar um að skemma ekki jarðmyndanir.
  • Helst myndi áhrifa virkjunar gæta í Vatnsdal, vegna uppbyggingu vegar og gangagerð. Einnig á Þingmannaleið upp á heiðina vegna uppbyggingu vegar, og virkjanasvæðinu á hálendinu vegna stíflugerðar, vegslóða og tengdra framkvæmda. Miðlunarlón kæmu til með að skerða óbyggð víðerni.
  • Virkjun hefði í för með sér breytta landnotkun. Landnotkun yrði endurskilgreind frá því að vera friðlýst svæði í iðnaðarsvæði fyrir orkuvinnslu.

Af hverju Vatnsdalsvirkjun?

Raforkukerfi Vestfjarða er veikt og það þarf að bæta með ýmsum ráðum. Þetta var m.a. niðurstaða starfshóps orkumálaráðherra sem kom út í fyrra. Ekki væri nóg að tvöfalda einu flutningslínuna inn á firðina, líkt og þegar er nú áformað, heldur þyrftu nýjar virkjanir innan svæðisins að koma til. Þetta hefur Orkubúið gripið á lofti og segir svarið, að minnsta kosti að stórum hluta, liggja í byggingu virkjunar í Vatnsdal.

Í núgildandi rammaáætlun eru tveir vatnsaflsvirkjanakostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Hvorugur þeirra er á forræði Orkubúsins sem telur, að því er fram kemur í greinargerðinni, virkjun í Vatnsdal æskilegri. Hún gæti orðið 20-30 MW að afli og ekki þyrfti að raska miklu til viðbótar til að auka það í 40 MW. Um 20 kílómetrar yrðu frá virkjun að Mjólkárstöð sem gæti þýtt lægri tengikostnað en fyrir aðra virkjunarkosti sem eru fjær flutningskerfinu. Rannsóknir vegna virkjunar í Vatnsdal hafa að sögn Orkubúsins verið í gangi í áratugi og „óvissa því minni“ en varðandi aðra kosti sem ekki hafi verið rannsakaðir jafn mikið.

„Umhverfisáhrif vegna virkjunar í Vatnsfirði kunna einnig að vera minni en annarra vatnsaflskosta sem eru í rammaáætlun þar sem þegar eru innviðir í Vatnsdal s.s. vegslóðar og raflína,“ segir í greinargerð Orkubúsins. Og svo: „Samkvæmt forathugun fyrirtækisins er „Vatnsdalsvirkjun hagkvæmur virkjunarkostur“.

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, sagði við Morgunblaðið í sumar að það gæti alveg komið til greina að vatnsaflsvirkjun verði reist i friðlandinu í Vatnsfirði. Hann hefur sagt orkumál Vestfjarða brýnt verkefni, að vinna þurfi að því hratt og í anda þeirra orða liðu ekki nema örfáir dagar frá því að greinargerð Orkubúsins var komin á hans borð í ráðuneytinu að hún var send stofnunum og náttúruverndarsamtökum til umsagnar.

Frestur til að skila þeim er til 9. nóvember.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IGV
    Ingibjörg Guðrún Viggósdóttir skrifaði
    Hörmulegt umhverfisslys ef af verður.
    2
  • Andrés Hugo skrifaði
    Á náttúran samt ekki að nota vafans ?
    0
  • BGÓ
    Björn Gunnar Ólafsson skrifaði
    Hvers vegna eru Íslendingar áratugum á eftir öðrum þjóðum í nýtingu vindorku? Það er hægt að leysa úr orkuskorti á Vestfjörðum með nokkrum vel staðsettum vindmillum. Hagsmunir verktaka eiga ekki að ráða för í orkumálum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár