Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Afplánun tók tvö ár – Afleiðingar stóðu ævina á enda“

Beitt ljóð­ræna not­uð til að kjarna mál­efni sem rýnt er í á 254 síð­um í skýrslu Reykja­vík­ur­borg­ar um Vöggu­stof­urn­ar en Ljóð­sag­an Vöggu­dýra­bær kem­ur beint inn í um­ræðu um Vöggu­stof­urn­ar al­ræmdu.

„Afplánun tók tvö ár – Afleiðingar stóðu ævina á enda“
Kristján Hrafn Guðmundsson Bókin Vöggudýrabær eftir Kristján Hrafn er tileinkuð móður hans og ömmu.
Bók

Vöggu­dýra­bær

Höfundur Kristján Hrafn Guðmundsson
Bjartur
88 blaðsíður
Gefðu umsögn

Ljóðsaga Kristjáns Hrafns Guðmundssonar, Vöggudýrabær, kemur beint inn í umræðu um Vöggustofurnar alræmdu sem reknar voru á síðari hluta 20. aldar í Reykjavík í þeim tilgangi að fóstra börn einstæðra mæðra svo þær gætu stundað launavinnu. Nefnd sem Reykjavíkurborg setti á fót til að rannsaka starfsemina komst að þeirri niðurstöðu að börnin hafi sætt illri meðferð á vöggustofunum en reyndar þurfti ekki nefnd til, því sjálf höfðu mörg þeirra barna sem þarna dvöldu – og mæður þeirra – borið vitni um tilfinningalega vanrækslu og grimmdarlegan aðskilnað barna frá móður sem skildu eftir sig óafmáanleg spor.

Höfundur tileinkar móður sinni og ömmu ljóðsöguna og ljóst er að þær mæðgur eru meðal fórnarlamba slíkrar stofnunar þótt engin gögn finnist lengur um tveggja ára dvöl móðurinnar; hún er „eyða í gögnum stjórnvalda“ og við fyrirspurn berst um síðir svarið: „málinu hefur verið lokað“.

„Vagga ber í sér merkinguna líf. Von. Framtíð. / Stofa …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár