„Ég er í rauninni blanda af Íslendingi og Pólverja. Fyrst ég hef búið hér á Íslandi, að þá finnst mér ég vera Íslendingur,“ segir hinn 16 ára gamli Adam Bernardsson, nemi við rafiðnaðarbraut í Tækniskólanum. „En foreldrar mínir eru pólskir og þá finnst mér ég líka vera pólskur.“
Alls eru 24.745 pólskir innflytjendur á Íslandi, eða um 6,3% þjóðarinnar. Samfélag Pólverja er því nokkuð stórt og hafa margir hverjir skotið föstum rótum hér á landi. Menning, siðir og jafnvel matur sem koma frá Póllandi hafa frjóvgað íslenskt samfélag síðustu áratugi.
Nú geta landsmenn til að mynda verslað í búðum sem selja eingöngu pólskar vörur, sótt nám í Háskóla Íslands um tungumálið og tekið þátt í menningarhátíðum og viðburðum til heiðurs Póllandi.
Treysta á hvert annað
Móðir Adams, Marianna K. Kristofersdóttir, flutti til Íslands fyrir 17 árum. Hún ákvað snemma að senda börn sín í Pólska skólann í Reykjavík. Þar …
Athugasemdir (1)