Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pólskir foreldrar eignast íslensk börn

Sam­fé­lag Pól­verja á Ís­landi er marg­brot­ið og al­gengt er að börn að­fluttra Pól­verja upp­lifi sig sem Ís­lend­inga. „For­eldr­ar son­ar okk­ar eru frá Póllandi en hann er frá Ís­landi,“ seg­ir Piotr Pawel Jaku­bek, eig­andi Mini Mar­ket. Lyk­ill­inn að ís­lensku sam­fé­lagi er í gegn­um tungu­mál­ið og segja skóla­stjórn­end­ur Pólska skól­ans nem­end­um sín­um ganga bet­ur í ís­lensku en ella.

Pólskir foreldrar eignast íslensk börn
Viðmælendur Menning, siðir og venjur Pólverja hafa frjóvgað íslenskt samfélag síðustu áratugi og nú búa tæplega 25 þúsund þeirra hérlendis.

„Ég er í rauninni blanda af Íslendingi og Pólverja. Fyrst ég hef búið hér á Íslandi, að þá finnst mér ég vera Íslendingur,“ segir hinn 16 ára gamli Adam Bernardsson, nemi við rafiðnaðarbraut í Tækniskólanum. „En foreldrar mínir eru pólskir og þá finnst mér ég líka vera pólskur.“  

Alls eru 24.745 pólskir innflytjendur á Íslandi, eða um 6,3% þjóðarinnar. Samfélag Pólverja er því nokkuð stórt og hafa margir hverjir skotið föstum rótum hér á landi. Menning, siðir og jafnvel matur sem koma frá Póllandi hafa frjóvgað íslenskt samfélag síðustu áratugi. 

Nú geta landsmenn til að mynda verslað í búðum sem selja eingöngu pólskar vörur, sótt nám í Háskóla Íslands um tungumálið og tekið þátt í menningarhátíðum og viðburðum til heiðurs Póllandi. 

Treysta á hvert annað

Móðir Adams, Marianna K. Kristofersdóttir, flutti til Íslands fyrir 17 árum. Hún ákvað snemma að senda börn sín í Pólska skólann í Reykjavík. Þar …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár