Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Pólskir foreldrar eignast íslensk börn

Sam­fé­lag Pól­verja á Ís­landi er marg­brot­ið og al­gengt er að börn að­fluttra Pól­verja upp­lifi sig sem Ís­lend­inga. „For­eldr­ar son­ar okk­ar eru frá Póllandi en hann er frá Ís­landi,“ seg­ir Piotr Pawel Jaku­bek, eig­andi Mini Mar­ket. Lyk­ill­inn að ís­lensku sam­fé­lagi er í gegn­um tungu­mál­ið og segja skóla­stjórn­end­ur Pólska skól­ans nem­end­um sín­um ganga bet­ur í ís­lensku en ella.

Pólskir foreldrar eignast íslensk börn
Viðmælendur Menning, siðir og venjur Pólverja hafa frjóvgað íslenskt samfélag síðustu áratugi og nú búa tæplega 25 þúsund þeirra hérlendis.

„Ég er í rauninni blanda af Íslendingi og Pólverja. Fyrst ég hef búið hér á Íslandi, að þá finnst mér ég vera Íslendingur,“ segir hinn 16 ára gamli Adam Bernardsson, nemi við rafiðnaðarbraut í Tækniskólanum. „En foreldrar mínir eru pólskir og þá finnst mér ég líka vera pólskur.“  

Alls eru 24.745 pólskir innflytjendur á Íslandi, eða um 6,3% þjóðarinnar. Samfélag Pólverja er því nokkuð stórt og hafa margir hverjir skotið föstum rótum hér á landi. Menning, siðir og jafnvel matur sem koma frá Póllandi hafa frjóvgað íslenskt samfélag síðustu áratugi. 

Nú geta landsmenn til að mynda verslað í búðum sem selja eingöngu pólskar vörur, sótt nám í Háskóla Íslands um tungumálið og tekið þátt í menningarhátíðum og viðburðum til heiðurs Póllandi. 

Treysta á hvert annað

Móðir Adams, Marianna K. Kristofersdóttir, flutti til Íslands fyrir 17 árum. Hún ákvað snemma að senda börn sín í Pólska skólann í Reykjavík. Þar …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár