Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líf móður og flókið samband mæðgna

Í Konu, sem kom fyrst út ár­ið 1987, seg­ir Annie Ernaux frá lífi móð­ur sinn­ar og flóknu og djúp­stæðu sam­bandi þeirra mæðgna. Það er mik­ill feng­ur að þýð­ingu þess­ar­ar raun­sönnu frá­sagn­ar um líf konu.

Líf móður og flókið samband mæðgna
Nóbelskáld Annie Ernaux hlaut í fyrra, fyrst franskra kvenna, bókmenntaverðlaun Nóbels. Mynd: afp
Bók

Kona

Höfundur Annie Ernaux í þýð­ingu Þór­hild­ar Ólafs­dótt­ur
Ugla
112 blaðsíður
Gefðu umsögn

Bók franska rithöfundarins Annie Ernaux Kona er komin út í einkar vandaðri íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur, rithöfundar og þýðanda, en útgefandi er Ugla. Í Konu, sem kom fyrst út árið 1987, segir Annie Ernaux frá lífi móður sinnar og flóknu og djúpstæðu sambandi þeirra mæðgna. Hún bregður upp mynd af því hvernig þær fjarlægjast í takt við aukna menntun dótturinnar, en jafnframt því sem stendur í stað hvað sem á dynur – þeirri staðreynd að þær tengjast böndum sem verða aldrei slitin. Hún lýsir því einnig hvernig hinir látnu lifa áfram með ástvinum sínum, „þar sem nærvera móður [hennar] er magnaðri en raunveruleg fjarvera hennar“, eins og hún orðar það (bls. 101).  Annie Ernaux hélt áfram með þessa frásögn í bókinni Je ne suis pas sortie de la nuit (1999) eða Ég kemst ekki undan nóttinni, en þar rekur hún með ítarlegum hætti hvernig Alzheimer hreif móður hennar frá henni á sama tíma og sjúkdómurinn gerði á mótsagnakenndan hátt samband þeirra innilegra og nánara. Annie Ernaux hafði áður sagt fábrotna sögu foreldra sinna, sögu alþýðufólks, en þá með áherslu á lífshlaup föðurins í bókinni Staðnum, eða La place, (1984) sem kom út í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur árið 2022, en þau ráku litla matvöruverslun og kaffihús í smábænum Yvetot í Normandí-héraði. 

Annie Ernaux hlaut í fyrra, fyrst franskra kvenna, bókmenntaverðlaun Nóbels. Hún er sextándi Frakkinn sem hlýtur þau – átta árum eftir Jean Patrick Modiano árið 2014, og 14 árum eftir að Jean-Marie Gustave Le Clézio veitti þeim viðtöku árið 2008. Í rökstuðningi Nóbelsnefndar Sænsku akademíunnar segir að hún hafi hlotið verðlaunin fyrir hugrekki og skarpskyggni í skrifum sínum, sem „afhjúpa rætur, fráhvörf og sameiginlega fjötra persónulegra minninga“. Við afhendingu verðlaunanna sagðist Annie Ernaux skrifa til að „hefna fyrir kynþátt sinn og kyn“ – en þar á hún við að hún vildi hefna fyrir stétt sína og konur. Hún kvaðst hafa skrifað eftirfarandi setningu, en hún væri bergmál af þekktri yfirlýsingu franska ljóðskáldsins Rimbaud, í dagbók sína þegar hún var 22 ára gömul: „Ég verð af lægri kynþætti um alla eilífð.“  „Ég hélt þá – af svolítilli fífldirfsku,“ sagði hún svo, „að það að skrifa bækur, að verða rithöfundur – sem arftaki fátækra bænda, verkamanna og smákaupmanna, fólks sem er fyrirlitið fyrir siði sína og hætti, fyrir talsmáta sinn og menningarleysi, nægði til að leiðrétta félagslegt óréttlæti upprunans.“ Frá upphafi hafi markmið hennar verið að „rista rödd [sína], rödd konu og stéttsvikarans, í bókmenntirnar –  þennan stað sem frelsar“. 

Bækur Annie Ernaux, sem eru um 30, eru í senn persónulegar og samfélagslegar „sjálf-sögur“ sem hún hefur sjálf skilgreint sem „sjálf-félags-sögur“. Þær eru bræðingur af bókmenntum, félagsfræði og sagnfræði. Hún notar reynslu sína til að segja sögu fleiri kvenna. Hún skrifar um félagslegt óréttlæti, stéttir og stéttamismunun. Hún sér bókmenntirnar sem pólitískt verkefni og sjálfa sig sem „stéttsvikara“ eða „stéttskipting“.  Það er þó fremur hið strípaða tungumál Annie Ernaux sem einkennir verk hennar en tilvistarlegar spurningar eða félagsfræðilegar lýsingar. Hún gaf þessum rithætti heiti í Staðnum og kenndi hann við „flatan stíl“. Sumir kynnu að segja fátæklegan stíl – en það var kannski einmitt ætlun hennar að hann endurspeglaði reynslu af skorti og vanefnum líkt og hjá fransk-alsírska rithöfundinum Albert Camus.

Það er mikill fengur að þýðingu þessarar raunsönnu frásagnar

Annie Ernaux hefur í höfundarverki látið sig samfélagshóp varða sem hefur verið útilokaður frá sýnileika. Hún hefur farið inn á þetta ókannaða svæði sem lýtur sínum eigin lögmálum með sína lítt þekktu siði og óþekkta tungumál og tjáningarform. Hvernig er hægt að gera grein fyrir þessum hópi án þess að hækka róminn – segja honum til syndanna, tala niður til hans? Með hvaða hætti verður sársaukanum, niðurlægingunni og skömminni sem fylgir því að vera á skjön eða jaðarsettur best komið til skila? Hvernig verður uppburðarleysið best skráð, hógværðin og blygðunarsemin – án þess að gripið sé til skáldskaparmáls hinna valdamiklu? Það var strax í fyrstu bókum hennar – og einkum þegar hún tókst á við sögu föður síns í Staðnum – að hún áttaði sig á því að til þess að „svíkja ekki“ uppruna sinn þyrfti hún að beita vísindalegri nákvæmni við skrifin. Hún gæti ekki gengist við skilyrðum útgefenda, menntaelítunnar og borgarastéttarinnar og einsetti sér að skila stéttarskömminni. Bækur Annie Ernaux afbyggja fyrir fram gefnar hugmyndir um það hvernig á að skrifa – þær fara gegn kerfislægum hugmyndum um það hvernig eigi að sjá hlutina eða hugsa þá, hvað má segja og hvað ekki. Í stuttu máli ræðst hún gegn hlutverkaskipaninni á hinu samfélagslega taflborði. Hún gerir sýnilega krafta í samfélaginu sem hafa verið hljóðir – hjá henni tala hinir mállausu, þeir sem ekki höfðu sinn „talsmann“ eða skáld. 

Með þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur fylgir knappur en efnisríkur eftirmáli þar sem sagt er frá höfundarferli Annie Ernaux og helstu einkennum og umfjöllunarefnum skáldverka hennar. Það er mikill fengur að þýðingu þessarar raunsönnu frásagnar um líf konu sem eins og dóttirin kemst að orði í bókinni „varð að verða að sögu svo mér finnist ég ekki vera eins einmana og gervileg í heimi sem drottnar yfir öðrum með orðum og hugmyndum og þangað sem ég, að hennar ósk, er farin“ (bls. 103). 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár