Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.

„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
Víkur ekki „Þegar hringt er í Samfylkingarfólk og spurt hvort þau vilji að ég hætti, það kemur mér ekki á óvart hvernig því er svarað,“ segir Bjarni um könnun Maskínu sem bendir til þess að 70% Íslendinga vilji að Bjarni hætti alfarið í ríkisstjórn. Það ætlar hann ekki að gera. Mynd: Golli

Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð arftaki hans ræddust við daglega síðastliðna viku. Þau tóku þó ekki endanlega ákvörðun um sætaskiptin fyrr en í gær. 

Spurður hvort hann hafi verið búinn að taka ákvörðun um að skipta við sæti við Þórdísi, sem er þá fráfarandi utanríkisráðherra, áður en hann sagði af sér síðastliðinn þriðjudag, segir Bjarni: „Nei, nei, nei.“ En Þórdís var þó fyrsti kostur hans þegar kom að skipan í embætti fjármálaráðherra.

Tilefni afsagnar Bjarna var álit umboðsmanns Alþingis um að Bjarni hafi verið vanhæfur í sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka í mars 2022 þar sem faðir Bjarna keypti hlut í lokuðu útboði.

Mun ekki aðstoða Þórdísi við að selja frekari hlut ríkisins í bankanum

Fólk auðvitað spyr sig: Er hann að taka fulla ábyrgð ef hann er bara að skipta um ráðherrastól? 

„Ég hef mörgum skyldum að gegna. Ég setti í fyrsta sæti til að byrja með að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu. Ég lagði bara fyrir mitt leyti það mat á stöðuna að það yrði mjög flókið fyrir mig að sitja þar áfram meðal annars vegna þess að við erum áfram með það á prjónunum að losa um hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Að það gæti gefið andstæðingum stjórnarinnar færi á að trufla framgang mála, einfaldlega þetta álit og vera mín í ráðuneytinu. Það var í fyrsta sæti fyrir mig,“ segir Bjarni og bætir því við að ríkisstjórnin hafi viljað senda út skilaboð um að hún „standi saman og veiti pólitískan stöðugleika á tímum efnahagslegrar óvissu og efnahagslegs óstöðugleika.“

„Til þess að vera trúr þeirri sannfæringu og þeim skilaboðum mat ég það einfaldlega þannig að ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið og þá í nýju embætti. Það er það sem ég er að gera.“ 

Muntu þá ekki koma að áframhaldandi sölu á Íslandsbanka að neinu leyti, ég meina, þú ert enn þá í ríkisstjórn? 

„Já, já – ég er ennþá í ríkisstjórn, ég er áfram þingmaður og ég er með minn atkvæðisrétt en það verður þá á ábyrgð annars ráðherra að bera málin fram.“

Þú munt þá ekki aðstoða Þórdísi Kolbrúnu við sölu á hlutum ríkisins?

„Það er skýrt að ábyrgðarskilin verða með þessu.“ 

Fordæmisleysi víða?

Það er nánast fordæmalaust að ráðherra segi af sér og fari svo bara í annan stól…

„Ég þekki ekki öll fordæmin en ég held að það séu líka fá fordæmi fyrir því að ráðherra hafi ákveðið í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis að stíga til hliðar.“

Bjarni telur að snúið hefði verið að skapa pólitískan stöðugleika, sem hann segir forsendu þess efnahagslega, með því að stíga til hliðar. 

Skaparðu ekki ákveðinn óstöðugleika með því að vera áfram í ríkisstjórn eftir þetta álit umboðsmanns?

„Nei, ég met það ekki þannig.“

Maskínukönnunin kemur ekki á óvart

Maskína birti í gær niðurstöður úr könnun sem benti til þess að 70% Íslendinga vildu að Bjarni hætti alfarið sem ráðherra. Bjarni gefur lítið fyrir niðurstöður könnunarinnar. 

„Þegar hringt er í Samfylkingarfólk og spurt hvort þau vilji að ég hætti, það kemur mér ekki á óvart hvernig því er svarað.“

Heldurðu ekki að það verði erfiðara samstarf við stjórnarandstöðuna núna eftir að þú ákvaðst að halda áfram? 

„Það er ekki síður undir þeim komið en mér.“

Aðspurður segist Bjarni ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann muni hætta í pólitík eftir þetta kjörtímabil. 

„Það er langbest að vera ekki alltaf að velta því fyrir sér, sérstaklega inni á miðju kjörtímabili hvað framtíðin ber í skauti sér. Þú getur klárað þig á áhyggjum af því. Ég hef ýtt öllu slíku til hliðar á meðan ég er með þessa ábyrgð.“ 

Bjarni léttari en vant er

Og Bjarni segist finna til léttis, að honum líði betur nú en honum hafi gert um nokkurt skeið. 

„Það er ákveðin hreinsun af því að setjast niður og ræða með þeim hætti sem við gerðum um vandamálin sem við höfum verið að glíma við,“ segir Bjarni um fundi ríkisstjórnarflokkanna þriggja undanfarna daga en gustað hefur um samstarfið. 

„Það var hreinsandi og ákveðnum áhyggjum af manni létt og ég sannfærðist um að við getum náð góðum árangri á þessum þingvetri og á kjörtímabilinu þrátt fyrir að það hafi ýmislegt komið upp á til þessa,“ segir Bjarni og segir að þegar síðasta þing endaði hafi ekki allt verið með felldu innan ríkisstjórnarinnar. 

Eruð þið þá búin að lofta út? 

„Ágætlega.“

Engin fýla lengur? 

„Ég bið ekkert um að þetta sé auðvelt og þetta verður auðvitað áfram krefjandi en ég er á margan hátt bjartsýnni núna en ég var til dæmis eftir þingslitin í vor,“ segir Bjarni.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Þetta reyndist ekki flókið, þegar upp var staðið. Á daginn kom, að ríkisstjórnin hverfist um Bjarna. Brotthvarf hans hefði þýtt endalok stjórnarsamstarfsins.
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    ÚFF DA!
    Öll bál reið núna ?
    Það sárgrætilegasta við þetta allt saman, er að þegar næsta bankaráni verður skellt á almenning, hið svokallaða „hrun“2.
    Þá fer hér allt í bál og brand (í smá tíma), stjórnarandstaðan fær lykklavöldin en munu svo ekki ráða við þann risa bálköst sem hrunverjarnir (ÞJÓFARNIR), tendruðu.
    ☻g hvað skeður þá ?
    Nú sagan endurtekur sig enn og aftur og nýju stjórninni verður kennt um (þjófnaðinn), og allar ófarirnar.
    Þá koma brennuvargarnir (þjófarnir), aftur eins og riddarar á hvítum hestum sem segjast að þeir séu þeir einu sem geti bjargað þjóðinni frá þessum rumpulýð sem fer nú með lykklavöldin.
    ☻g GARGA SKILIÐ ÞIÐ LYKKLUNUM!
    Og þjóðin kok gleypir svo við eins og hrafnsunginn. AFTUR!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.
Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár