Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð arftaki hans ræddust við daglega síðastliðna viku. Þau tóku þó ekki endanlega ákvörðun um sætaskiptin fyrr en í gær.
Spurður hvort hann hafi verið búinn að taka ákvörðun um að skipta við sæti við Þórdísi, sem er þá fráfarandi utanríkisráðherra, áður en hann sagði af sér síðastliðinn þriðjudag, segir Bjarni: „Nei, nei, nei.“ En Þórdís var þó fyrsti kostur hans þegar kom að skipan í embætti fjármálaráðherra.
Tilefni afsagnar Bjarna var álit umboðsmanns Alþingis um að Bjarni hafi verið vanhæfur í sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka í mars 2022 þar sem faðir Bjarna keypti hlut í lokuðu útboði.
Mun ekki aðstoða Þórdísi við að selja frekari hlut ríkisins í bankanum
Fólk auðvitað spyr sig: Er hann að taka fulla ábyrgð ef hann er bara að skipta um ráðherrastól?
„Ég hef mörgum skyldum að gegna. Ég setti í fyrsta sæti til að byrja með að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu. Ég lagði bara fyrir mitt leyti það mat á stöðuna að það yrði mjög flókið fyrir mig að sitja þar áfram meðal annars vegna þess að við erum áfram með það á prjónunum að losa um hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Að það gæti gefið andstæðingum stjórnarinnar færi á að trufla framgang mála, einfaldlega þetta álit og vera mín í ráðuneytinu. Það var í fyrsta sæti fyrir mig,“ segir Bjarni og bætir því við að ríkisstjórnin hafi viljað senda út skilaboð um að hún „standi saman og veiti pólitískan stöðugleika á tímum efnahagslegrar óvissu og efnahagslegs óstöðugleika.“
„Til þess að vera trúr þeirri sannfæringu og þeim skilaboðum mat ég það einfaldlega þannig að ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið og þá í nýju embætti. Það er það sem ég er að gera.“
Muntu þá ekki koma að áframhaldandi sölu á Íslandsbanka að neinu leyti, ég meina, þú ert enn þá í ríkisstjórn?
„Já, já – ég er ennþá í ríkisstjórn, ég er áfram þingmaður og ég er með minn atkvæðisrétt en það verður þá á ábyrgð annars ráðherra að bera málin fram.“
Þú munt þá ekki aðstoða Þórdísi Kolbrúnu við sölu á hlutum ríkisins?
„Það er skýrt að ábyrgðarskilin verða með þessu.“
Fordæmisleysi víða?
Það er nánast fordæmalaust að ráðherra segi af sér og fari svo bara í annan stól…
„Ég þekki ekki öll fordæmin en ég held að það séu líka fá fordæmi fyrir því að ráðherra hafi ákveðið í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis að stíga til hliðar.“
Bjarni telur að snúið hefði verið að skapa pólitískan stöðugleika, sem hann segir forsendu þess efnahagslega, með því að stíga til hliðar.
Skaparðu ekki ákveðinn óstöðugleika með því að vera áfram í ríkisstjórn eftir þetta álit umboðsmanns?
„Nei, ég met það ekki þannig.“
Maskínukönnunin kemur ekki á óvart
Maskína birti í gær niðurstöður úr könnun sem benti til þess að 70% Íslendinga vildu að Bjarni hætti alfarið sem ráðherra. Bjarni gefur lítið fyrir niðurstöður könnunarinnar.
„Þegar hringt er í Samfylkingarfólk og spurt hvort þau vilji að ég hætti, það kemur mér ekki á óvart hvernig því er svarað.“
Heldurðu ekki að það verði erfiðara samstarf við stjórnarandstöðuna núna eftir að þú ákvaðst að halda áfram?
„Það er ekki síður undir þeim komið en mér.“
Aðspurður segist Bjarni ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann muni hætta í pólitík eftir þetta kjörtímabil.
„Það er langbest að vera ekki alltaf að velta því fyrir sér, sérstaklega inni á miðju kjörtímabili hvað framtíðin ber í skauti sér. Þú getur klárað þig á áhyggjum af því. Ég hef ýtt öllu slíku til hliðar á meðan ég er með þessa ábyrgð.“
Bjarni léttari en vant er
Og Bjarni segist finna til léttis, að honum líði betur nú en honum hafi gert um nokkurt skeið.
„Það er ákveðin hreinsun af því að setjast niður og ræða með þeim hætti sem við gerðum um vandamálin sem við höfum verið að glíma við,“ segir Bjarni um fundi ríkisstjórnarflokkanna þriggja undanfarna daga en gustað hefur um samstarfið.
„Það var hreinsandi og ákveðnum áhyggjum af manni létt og ég sannfærðist um að við getum náð góðum árangri á þessum þingvetri og á kjörtímabilinu þrátt fyrir að það hafi ýmislegt komið upp á til þessa,“ segir Bjarni og segir að þegar síðasta þing endaði hafi ekki allt verið með felldu innan ríkisstjórnarinnar.
Eruð þið þá búin að lofta út?
„Ágætlega.“
Engin fýla lengur?
„Ég bið ekkert um að þetta sé auðvelt og þetta verður auðvitað áfram krefjandi en ég er á margan hátt bjartsýnni núna en ég var til dæmis eftir þingslitin í vor,“ segir Bjarni.
Öll bál reið núna ?
Það sárgrætilegasta við þetta allt saman, er að þegar næsta bankaráni verður skellt á almenning, hið svokallaða „hrun“2.
Þá fer hér allt í bál og brand (í smá tíma), stjórnarandstaðan fær lykklavöldin en munu svo ekki ráða við þann risa bálköst sem hrunverjarnir (ÞJÓFARNIR), tendruðu.
☻g hvað skeður þá ?
Nú sagan endurtekur sig enn og aftur og nýju stjórninni verður kennt um (þjófnaðinn), og allar ófarirnar.
Þá koma brennuvargarnir (þjófarnir), aftur eins og riddarar á hvítum hestum sem segjast að þeir séu þeir einu sem geti bjargað þjóðinni frá þessum rumpulýð sem fer nú með lykklavöldin.
☻g GARGA SKILIÐ ÞIÐ LYKKLUNUM!
Og þjóðin kok gleypir svo við eins og hrafnsunginn. AFTUR!