Svo til um leið og Bjarni Benediktsson sagðist „miður sín“ yfir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis þess efnis að hann hafi brostið hæfi með því að selja föður sínum hlut í Íslandsbanka á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun, bætti hann við:
„Ég hef algjörlega hreina samvisku í þessu máli. Algjörlega hreina samvisku.“
Þessi afstaða birtist aftur og aftur í svörum Bjarna og fjármálaráðuneytisins til umboðsmanns á meðan sá síðastnefndi hafði málið til skoðunar. „Hreina samviskan“ var byggð á því að þegar Bjarni skrifaði undir söluna vissi hann ekki að faðir hans óskaði eftir að kaupa hlut í bankanum, hvað þá að með því að samþykkja söluna væri hann í raun og veru að samþykkja tilboð föður síns og selja honum hlut í bankanum.
Bjarni „vissi ekki“ og var því ekki vanhæfur og þannig „saklaus“.
Hugtakið „armslengd“ kom margítrekað við sögu í málflutningi Bjarna; hvort heldur sem var í svörum hans til umboðsmanns eða …
Athugasemdir (3)