Þegar þolendur kynferðisofbeldis ræða ofbeldið við gerendurna er algengt að þeir bregðist við með því að kenna þolandanum um ofbeldið eða hafna því alfarið að þeir hafi brotið af sér. Sjaldgæft er að þeir gangist fyllilega við ofbeldinu og biðjist afsökunar.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Stígamóta um ofbeldismenn á Íslandi sem kynnt var á ráðstefnu samtakanna á fimmtudag. Hún er byggð á svörum þolenda kynferðisofbeldis sem leituðu til Stígamóta á árunum 2013 til 2021.
Tæp 20% þolendanna sem svöruðu spurningalistanum höfðu rætt ofbeldið við þann sem beitti ofbeldinu. Í langflestum tilvikum, um 50 prósent, brugðust ofbeldismennirnir við með því að kenna þolandanum um ofbeldið eða hafna því alfarið. Í um 33 prósent tilvika viðurkenndi ofbeldismaðurinn verknaðinn og í þeim tilvikum drógu sumir gerendanna samt úr frásögn þolandans eða tóku viðurkenninguna seinna til baka. …
Athugasemdir (1)