Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lífið breyttist þegar þau hittu hvort annað

Í vest­ur­bæn­um býr fjög­urra manna fjöl­skylda, Magnea og Ár­mann og dæt­ur þeirra tvær, Arna og Ellý. Þau hjón­in hugsa um dæt­ur sín­ar frá morgni til kvölds, og á nótt­inni líka og fátt ann­að kemst að enda er Arna þriggja og Ellý frek­ar nýtil­kom­in, ekki orð­in eins árs. Líf þeirra beggja, for­eldr­anna þá, breytt­ist þeg­ar þau hittu hvort ann­að.

Lífið breyttist þegar þau hittu hvort annað
Fjölskyldan. Arna er í fangi Magneu í bleikum náttfötum með uppáhalds dótið sitt, stóru flugeðluna. Ármann heldur á nýjustu viðbót fjölskyldunnar, Ellýju sem hefur enga skoðun á því hvað sé það merkilegasta sem hefur komið fyrir hana, enda ekki orðin eins árs. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Við erum á heimili Magneu, Ármanns, Örnu og Ellýjar í vesturbænum. Fjölskyldan situr við eldhúsborðið og foreldrarnir, Magnea og Ármann, fá sér morgunbollann, enda klukkan rétt rúmlega níu að morgni.

„Við erum að hugsa um börnin okkar frá morgni til kvölds og á nóttunni, það er aðallega það sem er mér efst á huga,“ segir Magnea og Ármann kinkar kolli. „Það tekur 90 prósent af mínum vakandi tíma að hugsa um börnin okkar.“ Varðandi hin 10 prósentin sem eftir eru handa þeim sjálfum reynir Magnea að nýta þau í að fara á „æfingu einu sinni á dag“ á meðan Ármann „fer stundum niður í kjallara að mála. Og á sunnudögum fer ég í bumbubolta.“ 

Það er ekki alltaf auðvelt að viðhalda þessum tíu prósentum fyrir þau sjálf, það þekkir Magnea. „Ég átti einn þannig dag um daginn. Ellý var á brjósti í 20 tíma þann sólarhringinn. Ég var frekar þreytt eftir þann dag. En þar sem hún er barn númer tvö þá vissi ég að svona mjólkurdagar myndu koma og að þeir væru ekki varanlegt tímabil. Þegar ég átti svona dag með Örnu hugsaði ég: guð minn góður, ég get þetta ekki.“

Magnea eyðir ekki miklum tíma í að hugleiða „hver hún er“ og spyr sig jafnvel hvort einhver viti það. Arna, sem er þriggja ára, spyr hvort hún megi „vera með“ og Magnea útskýrir að umræðuefnið sé hvernig maður veit hver maður er. Aðspurð um það hvort hún viti það segir Arna einfaldlega: „Nei.“

Arna veit samt að uppáhaldsliturinn hennar er „gulur“ og þegar hún er spurð hvernig hún viti það segir hún: „Ég bara vissi það þegar ég var pínulítil.“ Uppáhaldsmaturinn hennar er „Píta, lasanja, kartöflur með olíu og salti, Heinz bakaðar baunir og avocado með lime og salti,“ og uppáhaldsdótið hennar er „stóra flugeðlan mín“.

Aðspurð hvað sé það merkilegasta sem hefur komið fyrir hana, hugsar Arna málið dálitla stund áður en hún svarar: „Það hefur eitt merkilegt komið fyrir pabba. Ég skal segja þér það.“ Ármann hlær og segist ekki vita hvað hún eigi við en gefur henni leyfi til að segja frá því. „Einu sinni rakst pabbi næstum því í. En það merkilegasta sem hefur komið fyrir mig, ég málaði eina mynd. Handafar og fótafar!“ 

„Allt hefur breyst síðan ég kynntist Magneu, eiginkonu minni“

Ármann og Magnea eru sammála um að farvegur lífs þeirra hafi breyst við það að hitta hvort annað. „Allt hefur breyst síðan ég kynntist Magneu, eiginkonu minni. Hún er mjög klár og það er gott að tala við hana og ég hef náð að spegla rosa mikið í lífi mínu í samtali við hana.“

Ármann segir að við að hitta hana hafi hann „fundið meiri vilja eða kjark til að breyta hlutum í lífi mínu“. Magnea útskýrir að þegar þau kynntust ákvað hún að hlusta frekar á innsæið en á reglur um hvað má og má ekki í samskiptum við þá sem „maður er skotinn í“. Hún hafði lengi vel fengið ráð frá vinkonu sinni um slíkar samskiptareglur. „Það mátti til dæmis ekki svara skilaboðum fyrr en í fyrsta lagi eftir tólf og hálfa mínútu og það átti að bíða í þrjá daga með að hitta þá ef þeir höfðu haft samband.“ Magnea reyndi fyrst um sinn að framfylgja slíkum reglum í samskiptum sínum við Ármann. Hún gerðist svo kjörkuð eitt kvöldið að senda honum „sms“ um það hvort hann væri laus sama kvöld til að hitta hana. Hún var  búin að ákveða þá reglu, út frá reglum vinkonu hennar, að ef hann væri ekki búinn að svara innan ákveðins tíma myndi hún ekki hitta hann. Þegar tímafresturinn leið svo og Ármann svaraði of seint ákvað hún að þessar reglur væru ekki fyrir hana. 

„Ég vildi bara vera einlæg og hreinskilin. Ég var geggjað skotin í honum og vildi vera með honum. Ég hlustaði á það á þessu augnabliki og restin er, history.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár