Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja sitja nú á fundi og ráða ráðum sínum eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í morgun. Það gerði hann eftir að álit Umboðsmanns Alþingis var birt en þar kom meðal annars fram að hann hefði verið vanhæfur til að selja föður sínum hluti ríkisins í Íslandsbanka.
„Þetta er ekki ríkisstjórnarfundur heldur eru formenn ríkisstjórnarflokkanna að funda núna, bara þau þrjú,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins í samtali við Heimildina.
Þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman fyrir hádegi og segir Ingibjörg að þar hafi verið farið yfir stöðuna en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi.
Álit umboðsmanns Alþingis og afsögn Bjarna Benediktssonar var til umræðu á þingfundi sem hófst klukkan 13.30.
Uppfært:
Fundi formanna ríkisstjórnarflokkanna er lokið.
Athugasemdir