Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 2 árum.

Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, mætti á fund fjár­laga­nefnd­ar í morg­un til að svara fyr­ir banka­söl­una. Þar var hann með­al ann­ars spurð­ur út í kaup föð­urs síns á hlut í bank­an­um. Bjarni sagði að fram­setn­ing spyrj­anda stæð­ist ekki skoð­un.

Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun. Mynd: Mynd: Skjáskot/Alþingi

„Heldur þú í alvöru að það sé hollt fyrir íslenskt samfélag almennt sé að það komist upp að fjármálaráðherra sé að selja pabba sínum banka?“ Þannig spurði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun til að ræða sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum mánuði. 

Bjarni svaraði því til að þetta væri „bara áróður sem þú ert að flytja hér. Þetta er framsetning sem stenst ekki skoðun.“ 

Á meðal kaup­enda á hlut ríkisins í Íslandsbanka var félagið Haf­silf­ur, í eigu Bene­dikts Sveins­son­ar. Félagið keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna af þeim 52,65 milljörðum króna sem 22,5 prósent hlutur ríkisins var seldur fyrir. Bene­dikt er faðir Bjarna sem kom fram fyrir hönd rík­is­ins í tengslum við söl­una á hlutnum í Íslands­banka.

Í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi fjárlaganefnd í byrjun viku sagði að engar sér­stakar reglur hefðu gilt um við­skipti ráð­herra eða fjöl­skyldu­með­lima hans í tengslum við sölu rík­is­sjóðs á eign­ar­hlutum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Bjarni sagði í svörum sínum til Björns Leví að ef „þingmaðurinn er svo sannfærður um að hér hafi stjórnsýslulög verið brotin, að hér hafi lög um peningaþvætti verið brotin, hér hafi margar aðrar lagagreinar verið brotnar, þá hlýtur hann bara að vera rólegur vegna þess að allt er þetta til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun.“

Enginn með fleiri atkvæði á bakvið sig

Björn Leví spurði Bjarna einnig hvort hann haldi „í alvöru að þú komist upp með að selja „pabba þínum banka eftir allt sem hefur gengið á á undan“.

Svo taldi hann upp mörg mál tengd Bjarna sem ratað hafa í umræðu, svo sem Vafningsmálið, viðskipti tengd sjóði 9, skýrslumálið svokallaða og eignarhald Bjarna á aflandsfélaginu Falson, sem var opinberað í Panamaskjölunum og sagði að allstaðar annarsstaðar í siðmenntuðum samfélögum hefði öllum þessum málum fylgt afsögn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á fundinum í dag.

Bjarni svaraði því til að þetta væri áróður. „Ég hef aldrei átt í vandræðum að mæta kjósendum í þessu landi, ganga í gegnum kosningar, mæta þér og öðrum mótframbjóðendum, svara fyrir mig og mín mál. Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður. Nú gengum við til kosninga í september síðastliðinn. Þar var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar. Og það er sá sem þú ert að tala við núna.“

Pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar

Á fundinum var meðal annars rætt um þær áhyggjur sem Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, hefur sagst hafa viðrað í aðdraganda sölunnar en hún hefur sagst hafa verið á móti því að hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur í lokuðu útboði. Þeim skoðunum hafi hún komið fram við aðra ráðherra, en hún situr meðal annars í ráðherranefnd um efnahagsmál með forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.  

Þegar Lilja mætti í fyrsta sinn í gær fyrir Alþingi til að svara fyrir þessi ummæli, sem hún lét fyrst falla í viðtali við Morgunblaðið 11. apríl, sagði hún að allir þrír ráðherrarnir í ráðherranefnd um efnahagsmál hefði haft áhygglur af söluferlinu. 

Bjarni var spurður út í þessar yfirlýsingar Lilju á fundinum í morgun. Bjarni svaraði því til að hann telji að Lilja hafi verið að viðra pólitískar áhyggjur af sölunni en ekki lagalegar. „Póli­tísk­ar á­hyggj­ur af því hvernig menn geti við­haldið góðum stuðningi meðal þjóðar­inn­ar eft­ir því hvaða leið er far­in. Og kannski er það það sem ráð­herra er að vísa til að það hef­ur skap­ast mikið upp­­­nám og mold­viðri út af þess­ari fram­­kvæmd, að það hafi ræst sem hún hafði á­hyggj­ur af, að það væri erfiðara að við­halda póli­tísk­um stuðningi þegar að all­ur ís­­lensk­ur al­­menn­ing­ur ætti ekki aðild að fram­­kvæmd út­boðsins.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
3
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
6
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár