„Þetta er ákveðinn vendipunktur í íslenskri stjórnmálasögu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra. „Hér stígur ráðherrann fram og segir að völdum fylgi ábyrgð og að hann ætli að sýna það.“
Inga segir það virðingarvert að Bjarni fari sjálfur, því hingað til hafi stjórnarandstaðan þurft að ýta ráðherrum fram af brúninni; „hamagangur og hasar og þvingað þá í afsögn.“
En lifir ríkisstjórnin þetta brotthvarf?
„Ég veit ekki hvort hann hverfur á brott. Hann er enn þá formaður Sjálfstæðisflokksins og er enn þá í þríeykinu sem slíkur. Hvort hann líti á utanríkisráðuneytið, ég yrði ekki hissa, en ég veit það ekki. Það kæmi ekki á óvart. En ég yrði hissa ef hann ætlaði að verða almennur þingmaður. Það kæmi á óvart. Ég held að hann myndi bara segja af sér öllu frekar,“ segir hún.
Ekki öfundsvert að verða fjármálaráðherra
Inga bendir þó á …
Athugasemdir