Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Á von á að sjá Bjarna í nýjum ráðherrastól

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ir að Bjarni Bene­dikts­son sé enn hluti af „þríeyk­inu“ svo lengi sem hann er formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún seg­ir af­sögn hans vendipunkt í ís­lensk­um stjórn­mál­um en á síð­ur von á því að Bjarni sé á leið úr rík­is­stjórn.

Á von á að sjá Bjarna í nýjum ráðherrastól
Virðingarvert Inga Sæland segir það virðingarvert af Bjarna að segja af sér. Venjulega þurfi að ýta ráðherrum fram af brúninni. Mynd: Bára Huld Beck

„Þetta er ákveðinn vendipunktur í íslenskri stjórnmálasögu,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra. „Hér stígur ráðherrann fram og segir að völdum fylgi ábyrgð og að hann ætli að sýna það.“

Inga segir það virðingarvert að Bjarni fari sjálfur, því hingað til hafi stjórnarandstaðan þurft að ýta ráðherrum fram af brúninni; „hamagangur og hasar og þvingað þá í afsögn.“ 

En lifir ríkisstjórnin þetta brotthvarf?

„Ég veit ekki hvort hann hverfur á brott. Hann er enn þá formaður Sjálfstæðisflokksins og er enn þá í þríeykinu sem slíkur. Hvort hann líti á utanríkisráðuneytið, ég yrði ekki hissa, en ég veit það ekki. Það kæmi ekki á óvart. En ég yrði hissa ef hann ætlaði að verða almennur þingmaður. Það kæmi á óvart. Ég held að hann myndi bara segja af sér öllu frekar,“ segir hún. 

Ekki öfundsvert að verða fjármálaráðherra

Inga bendir þó á …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu