Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“

Claudia Gold­in hlaut í dag Nó­bels­verð­laun­in í hag­fræði fyr­ir rann­sókn­ir á launam­is­rétti kynj­anna. Rann­sókn­ir henn­ar sýna hvernig þró­un­in hef­ur ver­ið í gegn um ald­irn­ar og ástæð­ur þess launa­bils sem enn er við lýði. Gold­in er þriðja kon­an til að hljóta verð­laun­in og sú fyrsta til að hljóta þau ein síns liðs.

77 ára kona hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði: „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara“

Claudia Goldin hlaut í dag Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir rannsóknir sínar sem hafa varpað ljósi á kynjamisrétti, sér í lagi þegar kemur að launamismun kynjanna. Rannsóknir hennar sýna hvernig þróunin hefur verið í gegnum aldirnar og ástæður þess launabils sem enn er við lýði.

Goldin er þriðja konan til að hljóta Nóbelsverðlaun í hagfræði en sú fyrsta sem vinnur til þeirra ein og án þess að hafa verið í samstarfi við karla. Hún var árið 1989 fyrst kvenna til að hljóta fastráðningu við hagfræðideild Harvard háskóla. Í viðtali við BBC árið 2018 sagði hún að hagfræðin ætti enn við ímyndarvandamál þegar kemur að konum. 

Bað eiginmanninn um að fara út með hundinn

Starfsmaður á kynningarsíðu Nóbelsverðlaunanna hringdi í Goldin og spurði hvað hefði verið það fyrsta sem hún gerði eftir að hún frétti að hún sjálf væri handhafi verðlaunanna. Goldin sagði: „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég heyrði fréttirnar var að segja manninum mínum frá þessu, en hann hafði augljóslega einhverja hugmynd um hvað var í gangi. Hann brosti og sagði; „Það er frábært. Segðu mér bara hvað ég á að gera.“ Ég sagði honum að fara út með hundinn og búa til te, og að ég þyrfti að búa mig fyrir blaðamannafund, sem ég væri samt ekki hluti af.“ 

Pika þegar hann var tólf ára

Starfsmaðurinn sagðist þá glaður að hundurinn Pika hafi ratað í samtalið þeirra en hann er stór hluti af fjölskyldu Goldin og er sérstök bloggsíða á vef Goldin hjá Harvard tileinkaður daglegu lífi Pika sem er orðinn þrettán ára gamall.

Iðnbyltingin og getnaðarvarnarpillan

„Verðlaunahafinn í hagfræði í ár, Claudia Goldin, lagði fram fyrstu heildarskýrsluna um tekjur kvenna og vinnumarkaðsþátttöku þeirra í gegnum aldirnar,“ segir í tilkyningu frá akademíunni. 

Rannsóknir hennar sýndu að giftar konur fóru að vinna minna eftir iðnbyltinguna í upphafi 19. aldar en atvinnuþátttaka þeirra jókst aftur snemma á 20. öld þegar störfum í þjónustu fjölgaði. Golding útskýrði þetta sem afleiðingu skipulagsbreytinga og þróun félagslegra viðmiða þegar kemur að ábyrgð kvenna á heimili og fjölskyldu. 

Á tuttugustu öldinni jókst menntunarstig kvenna stöðugt og í flestum hátekjulöndum er það nú talsvert hærra en karla. Goldin sýndi fram á að aðgangur að getnaðarvarnarpillunni gegndi mikilvægu hlutverki í að flýta þessari byltingu með því að bjóða upp á ný tækifæri til að skipuleggja starfsferilinn. 

Fæðing fyrsta barns

Sögulega hefur verið talað um að launamunur kynjanna skýrist af því að konur og karlar hafi á unga aldri valið ákveðnar námsleiðir sem síðan leiði til ákveðinna starfa sem eru misvel launuð. Goldin komst hins vegar að því að það launabil sem nú er enn við lýði skýrist að stærstum hluta af áhrifum barneigna. Þannig sé nú mikill munur milli kvenna í sama geira, og kemur hann til við fæðingu fyrsta barns. 

„Það er samfélagslega mikilvægt að við skiljum hlutverk kvenna á vinnumarkaði. Þökk sé tímamótarannsóknum Claudiu Goldin vitum við nú miklu meira um undirliggjandi þætti og hvaða hindrunum við þurfum að bregðast við í framtíðinni,“ sagði Jakob Svensson, formaður hagfræðinefndar Nóbelsverðlaunanna, við afhendingu þeirra. 

Hefur alltaf verið spæjari

Í samtali við starfsmann nobelprize.org segir Goldin að henni finnist hugmyndin um akademískan rannsakanda sem einkaspæjara vera skemmtileg „Ég hef alltaf litið á mig sem einkaspæjara. Fyrir meira en tuttugu árum skrifaði ég verk sem heitir Hagfræðingurinn sem einkaspæjari. Ég hef verið einkaspæjari síðan ég var lítil. Mig langaði fyrir löngu að verða sýklafræðingur og sinna minni rannsóknarvinnu undir smásjá, en í staðinn vinn ég rannsóknarvinnuna í dag með skjölum, miklu magni af gögnum.“ 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Til hamingju Claudia Goldin. Það er mikil kaldhæðni örlaganna að önnur eins karlrembu samtök skuli velja konu, eina af fáum í fyrsta sinn vegna þess sem hún er og gerir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár