Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Neitar að fljúga heim úr rannsóknarleiðangri á loftslagsneyð

Vís­inda­mað­ur sem unn­ið hef­ur að lofts­lags­rann­sókn­um á Salómons-eyj­um í hálft ár neit­ar að fljúga heim til Þýska­lands. Hann ætl­ar þess í stað að fá far með flutn­inga­skipi, allt í þágu um­hverf­is­ins. En yf­ir­mað­ur­inn er ekki par sátt­ur og hót­ar að reka hann.

Neitar að fljúga heim úr rannsóknarleiðangri á loftslagsneyð
Sökkvandi Salómons-eyjar eru að sökkva í sæ vegna hækkunar yfirborðs sjávar.

Ef þú verður ekki mættur við skrifborðið þitt á mánudag þá missir þú starfið.

Á þennan veg hljóðuðu skilaboð sem þýski vísindamaðurinn Gianluca Grimalda segist hafa fengið frá yfirmanni sínum eftir að hafa tilkynnt að hann ætli að sigla heim úr rannsóknarleiðangri í Kyrrahafinu en ekki fljúga. Sem vissulega tekur mun lengri tíma. Að fá far með flutningaskipi til Evrópu stóð alltaf til en veruleg seinkun varð á heimför og tilkynnti hann yfirmanni sínum hjá Kiel-stofnuninni í alþjóðaviðskiptum um þær með skömmum fyrirvara. Og fékk vægast sagt litlar undirtektir. Yfirmaðurinn svaraði honum á föstudegi og eina leiðin til að komast að skrifborðinu á mánudegi hefði verið með flugi. En það kemur ekki til greina í huga vísindamannsins staðfasta.

Grimalda hefur síðasta hálfa árið stundað rannsóknir á áhrifum alþjóðavæðingar og loftslagsbreytinga af mannavöldum á samfélög Salómons-eyja. Líkt og fleiri eyjar í Kyrrahafi eru þær hægt og bítandi að sökkva í sæ vegna hækkunar yfirborðs sjávar og eru auk þess orðnar mjög viðkvæmar fyrir náttúruhamförum á borð við fellibylji. Hann kom þangað með sama hætti og hann stefnir á að ferðast til baka.

„Flugferðir eru hraðasta aðferðin við að brenna jarðefnaeldsneyti svo þau eru líka hraðasta leið okkar í átt að hamförum.“

Nú bíður Grimalda eftir flutningaskipinu í bænum Buka. Hann ætlar sér aðeins að ferðast á landi og á sjó til Þýskalands – um 22 þúsund kílómetra leið. Til að komast heim ætlar hann að ferðast með flutningaskipum, ferjum, lestum og rútum og mun ferðalagið, að því er Grimalda hefur sjálfur sagt, taka tvo mánuði. Það er auðvitað mun lengri tími en tekur að fljúga til Þýskalands en Grimalda vill minnka kolefnisspor sitt og hefur reiknað út að með því að ferðast með þessum hætti muni hann losa 3,6 færri tonn af gróðurhúsalofttegundum en með því að fljúga.

Valdi rétt

„Ég hef skrifað forseta stofnunarinnar sem ég vinn hjá og sagt honum að ég muni ekki mæta í dag [mánudag] og að ég ætli að ferðast til baka með skipi og á landi,“ sagði Grimalda um áform sín í færslum á samfélagsmiðlinum X. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða þar sem hann hafi alls ekki átt von á þeim viðbrögðum sem hann fékk frá yfirmönnum sínum. „Ég tel mig samt hafa valið rétt,“ segir hann og heldur áfram: „Flugferðir eru hraðasta aðferðin við að brenna jarðefnaeldsneyti svo þau eru líka hraðasta leið okkar í átt að hamförum.“ Þetta sé ástæðan fyrir því að hann ætli sér ekki að fljúga aftur.  

HjálparkallDickson Panakitasi Mua, ráðherra umhverfismála á Salómons-eyjum hélt erindi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í fyrra. Við erum að sökkva, sagði hann.

Í sex mánuði hefur Grimalda farið um Bougainville, stærstu eyju Salómons-eyja, til að rannsaka hvaða áhrif loftslagsneyðin er farin að hafa á eyjaskeggja.

Salómon-eyjar eru það ríki veraldar sem er hvað viðkvæmast fyrir áhrifum hlýnandi loftslags. Í rannsóknum sínum komst Grimalda m.a. að því að íbúar heilu þorpanna hafa orðið að flytja heimili sín vegna hækkandi sjávarborðs. Eyjaskeggar eru að reyna sitt til að draga úr áhrifunum, m.a. með því að planta leiruvið (e. mangroves) við strendur en slíkar plöntur eru náttúrulegar flóðvarnir á mörgum stöðum í heiminum. Þær mega sín þó lítils gegn hinum hröðu breytingum sem eru að verða á loftslaginu.

Grimalda hélt fjölda fyrirlestra í tengslum við vinnu sína og minnti eyjaskeggja m.a. á að losun gróðurhúsalofttegunda í hinum vestræna heimi væri ein helsta ástæða þess að loftslagið væri að breytast. Við honum blasti hans eigin tvískinnungur og hann hóf að lofa þeim sem á hann hlýddu að minnka eigið kolefnisspor, m.a. með því að fljúga ekki heim til Þýskalands. Þannig vildi hann sýna fólkinu þann vilja sinn í verki.

 Vill ekki vera svindlari

„Oft eru hvítir menn kallaðir hér giaman sem þýðir lygari eða svindlari á tungu heimamanna,“ skrifaði Grimalda í ítarlegri færslu sinni. „Ég vil ekki vera giaman.“

Hann viðurkennir að hann hafi ekki sagt yfirmönnum sínum frá breyttum ferðaplönum sínum með löngum fyrirvara. Í raun hafi starfi hans á eyjunum átt að ljúka í júlí og hann átti að vera mættur við skrifborðið í Þýskalandi um miðjan september. Sagan verður enn snúnari við útskýringar hans á töfunum. Hann segist hafa verið hnepptur í hald glæpamanna sem ætluðu að stela öllu hans hafurtaski. Helsta áskorunin hafi þó verið að fá eyjaskeggja til að opna sig, tala við „hvíta manninn“ og treysta honum. Það hafi reynst tímafrekara en hann ráðgerði.

Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian um málið er haft eftir stuðningsmönnum Grimalda að yfirmenn hans virðist vera að leita hefnda vegna þátttöku hans í loftslagsmótmælum. Julia Steinberger, prófessor í félagslegum áhrifum loftslagsbreytinga við Háskólann í Lausanne, segir það „óvenjulegt“ að rannsóknarstofnun hóti að reka vísindamann fyrir að vinna sín störf af alúð og fyrir að bregðast við því sem hann komst að með því að fljúga ekki til baka. Steinberger er einn aðalhöfundur loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. „Við höfum ekki mikinn tíma til stefnu,“ sagði hún m.a. þegar skýrsla ársins 2022 var kynnt.  Hún telur að Kiel-stofnunin sé að refsa Grimalda fyrir að taka þátt í mótmælum vísindamanna, hóps fólks sem starfar að margvíslegum rannsóknum á umhverfinu og áhrifum loftslagsbreytinga og telja yfirvöld ekki leggja við hlustir.

Fleiri þekktir vísindamenn á þessu sviði hafa lýst yfir stuðningi við Grimalda og sagt að ákvörðun hans að létta sitt kolefnisspor með þessum hætti lýsi kjarki og sé til fyrirmyndar.

The Guardian leitaði viðbragða Kiel-stofnunarinnar við ásökunum Grimalda. Talsmaður hennar sagði að stofnunin tjáði sig ekki um einstök starfsmannamál en bætti við: „Í vinnuferðum þá styður stofnunin starfsmenn sína í því að ferðast með loftslagsvænum hætti.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár