Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimurinn er ekki að klofna í tvennt

Nýtt kalt stríð á milli tveggja risa­blokka er ekki að bresta á. Fyr­ir því eru bæði ein­fald­ar og flókn­ar ástæð­ur. Með­al ann­ars þær að op­in og frjáls sam­fé­lög heilla millj­arða manna, einkum yngra fólk.

Heimurinn er ekki að klofna í tvennt
Ekki á leið í kalt stríð Pólitískar breytingar krefjast þess að sameiginlegir hagsmunir viðkomandi svæðis ráði ferðinni frekar en rök hnattrænna stórveldaátaka, annars vegar undir stjórn Xi Jiping og Kína og hinsvegar undir stjórn Joe Biden og Bandaríkjanna. Mynd: AFP

Stærsta saga síðustu þrjátíu ára er um milljarða manna sem losnuðu úr hryllingi örbirgðar. Stór hluti þessa fólks býr í Asíu, sem er líka heimili nær 60% mannkyns, og þriðjungur þeirra býr í Kína sem lyfti mesta Grettistakinu.

Annar veruleiki fylgir með. Hann er sá að sífellt þyngri straumar flytja nú áhrif og völd í heiminum frá vestri til austurs og frá norðri til suðurs. Jafnvel nú þegar hart kreppir að í kínversku efnahagslífi er 70% af hagvexti heimsins í Asíu. Efnahagsbyltingar í suðri og austri og gífurleg mannfjölgun utan Vesturlanda hafa breytt öllum hlutföllum. Heimurinn er gjörbreyttur frá því sem hann var við lok kalda stríðsins. 

Tvær blokkir?

Síðustu misseri hafa margir spáð nýju köldu stríði. Öðrum megin yrðu þá Vesturlönd og bandamenn þeirra undir forystu og leiðsögn Bandaríkjanna.

Hins vegar stæði hið nýja heimsveldi Kína með Rússland sér við hlið og að auki fjölda ríkja sem áður voru …

Kjósa
51
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Allt blessuðum kapítalismanum að þakka, sama hvort hann er til hægri eða vinstri, hann krefst bara peningaræðis. Mammon sér um sína.
    -1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Alltaf þess virði að lesa það sem Jón Ormur skrifar.
    2
  • Arni Jonsson skrifaði
    Flott grein hjá Jóni Ormi. Það er eftirspurn eftir fleiri svona yfirveguðum greinum
    2
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    Frábært að fá þetta sjónarhorn, sem sjaldan heyrist hér á landi. Greinin vekur margar spurninar, sem henni er eflaust ætlað að gera: Hvernig lítur nýtt valdakerfi í miðausturlöndum út? Munu áhrif Bandaríkjanna þar minnka? Munu einræði skjóta upp kollinum í fleiri ríkjum á næstunni? Hvað um þróunina í Afríku og Rússlandi?
    1
  • Stefán Ólafsson skrifaði
    Góð grein hjá Jóni Ormi!
    2
  • ÆK
    Ævar Kjartansson skrifaði
    Gott að heyra frá Jóni Ormi, hans yfirsýn og yfirvegun.
    2
  • Arnljótur Sigurjónsson skrifaði
    Snjöll hugleiðing !
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár