Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra áformar enn frekari breytingar á lögum um útlendinga. Lögunum var síðast breytt í fyrravetur, m.a. ákvæðum sem lutu að niðurfellingu réttinda fólks sem fengið hefur synjun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. Það þýddi, líkt og margsinnis hefur komið fram í fréttum, að tugir einstaklinga áttu þegar í júlí ekki rétt á þjónustu, s.s. húsnæði. Við því hefur nú loks verið brugðist með því að fela Rauða krossinum að veita fólkinu skjól.
Nú vill dómsmálaráðherra ganga enn lengra í breytingum sem eiga, að því er fram kemur í samantekt um áformin í Samráðsgátt stjórnvalda, „að samræma löggjöf og framkvæmd þessara mála við umgjörð annarra Evrópuríkja, einkum hinna Norðurlandanna, og tryggja hagræðingu við nýtingu fjármagns og auka skilvirkni og gagnsæi stjórnvalda við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd“.
Það er einkum þrennt sem ráðherrann vill …
Athugasemdir