Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin

Fé­lög Sam­herja og Ey­þórs Arn­alds sem áttu í við­skipt­um með hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017 halda áfram að gera við­skipt­in upp í bók­um sín­um. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja á enn eft­ir að af­skrifa lán­ið í bók­um sín­um.

Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin
Tapaði 24 milljónum Eignarhaldsfélag sem Eyþór Arnalds stofnaði til að halda utan um hlutabréf í Morgunblaðinu sem keypt voru af Samherja, með seljendaláni frá Samherja, tapaði 24 milljónum króna í fyrra. Búið er að afskrifa lánið frá Samherja í bókum félagsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eignarhaldsfélagið sem fjárfestirinn og fyrrverandi borgarfulltrúinn í Reykjavík, Eyþór Arnalds, stofnaði til að kaupa hlutabréf í Morgunblaðinu af Samherja árið 2017 tapaði rúmlega 24 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, Ramses II ehf., sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra þann 29. september síðastliðinn. Félagið keypti hlutabréfin með rúmlega 370 milljóna króna láni frá dótturfélagi fjárfestingarfélagsins Kaldbaks, Kattarnefs ehf. Kaldbakur er í eigu Samherja. Þetta lán var loks afskrifað í fyrra.

Eini tilgangur Ramses II var að halda utan um Moggabréfin og eini tilgangur Kattarnefs var að halda utan um lánið til félags Eyþórs.  

Ramses II ehf. er ennþá einn stærsti hluthafi Þórsmerkur, eignarhaldsfélags sem á nær allt hlutafé í Árvakri sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. Félagið á 10,2 prósent í Þórsmörk ehf. en átti til að byrja með rúmlega 20 prósenta hluta. Hlutur félags Eyþórs í Morgunblaðinu hefur hins vegar þynnst út í gegnum árin þar sem hann hefur ekki tekið þátt í hlutafjáraukningum félagsins. Þetta bendir til þess að hann hafi ekki viljað setja eigin fjármuni inn í Morgunblaðið. Eina sem félag Eyþórs hefur gert er að taka við hlutabréfum, og þar með fjármögnun, Samherja í Morgunblaðinu

Ástæðan fyrir því að Ramses II ehf. skilaði bókfærðu tapi í fyrra er vegna þess að Þórsmörk ehf. tapaði 244 milljónum króna og stendur félag Eyþórs fyrir ríflega 10 prósent af því tapi. 

„Ég vil ekki fara út í það í smáatriðum hvernig ég fjármagna þetta en Ramses er með góða eiginfjárstöðu og það stendur á bak við þessa fjárfestingu“
Eyþór Arnalds árið 2018

„Alvöru viðskipti“ sagði Eyþór

Eyþór hefur í gegnum árin alltaf reynt að halda því fram að viðskiptin með hlutabréfin í Samherja hafi verið eðlileg viðskipti á viðskiptalegum forsendum. Þegar Eyþór keypti hlutabréfin í Morgunblaðinu árið 2018 hafði hins vegar verið botnlaust tap á félaginu og ekkert benti til að þetta væri að fara að breytast. Samherji hafði þá átt Moggabréfin í tæpan áratug og ákvað að fara út úr fyrirtækinu, eins og félagið greindi frá í tilkynningu. 

Í viðtali við Stundina, annan af fyrirrennurum Heimildarinnar árið 2018, sagði Eyþór aðspurður um viðskiptin að hann vildi ekki greina frá því hvernig hann fjármagnaði kaupin á hlutabréfunum: „Þetta eru alvöru, sjálfstæð viðskipti og verðið er trúnaðarmál. Samherji seldi þessi hlutabréf og ég er ekki skuldbundinn þeim með nokkrum hætti í kjölfarið.  Ég er engum háður […]Ég er með alls konar fjárfestingar í gangi og reyni að fjármagna þær með eins skynsamlegum hætti og ég get. Ég er með þetta í sérstöku félagi til að dreifa áhættunni. Ég vil ekki fara út í það í smáatriðum hvernig ég fjármagna þetta en Ramses er með góða eiginfjárstöðu og það stendur á bak við þessa fjárfestingu.“ 

Þegar Eyþór sagði að Ramses væri með góða eiginfjárstöðu og „stæði á bak við viðskiptin“ var það ekki alveg rétt. Það var í raun Samherji sem stóð á bak við viðskiptin.  

Kaldbakur hefur ekki afskrifað lán Kattarnefs

Það er talsverður munur á rekstrarniðurstöðu Ramses II ehf. árið 2022 en 2021  þegar félagið skilaði rúmlega 388 milljóna króna hagnaði. Ástæðan fyrir því var sú að lánið frá Kattarnefi, félagi Samherja, til Ramses II ehf., var afskrifað árið 2021. Þegar lán eru afskrifuð í bókhaldi eignarhaldsfélaga eru þau innfærð sem hagnaður þar sem fyrirtækið greiddi ekkert fyrir þau. Samtímis þá fer lánið úr bókum félagsins, skuldin þurrkast út. 

Í ársreikningi Kattarnefs ehf. fyrir síðasta ár kemur fram að þó að félagið hafi afskrifað kröfuna á hendur félagi Eyþórs þá hefur Kaldbakur ekki enn afskrifað lánið til Kattarnefs. Í ársreikningnum kemur fram að félagið skuldi Kaldbaki enn tæplega 286 milljónir króna. 

Sá hluti viðskiptanna, að Kaldbakur niðurfæri lánið til Kattarnefs er því eftir. Þegar þetta verður búið þá verður búið að afskrifa öll lán í viðskiptunum. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Eftir bankahrunið leitaðist Vilhjálmur Bjarnason að safna nægu fé til að kapa Morgunblaðið. Því miður gekk það ekki upp og útgerðarmenn með Samherja í forystu gerðu þessar vonir að engu. Fyrir vikið sagði þriðjungur áskrifenda Morgunblaðsins upp þegar núverandi ritstjóri var valinn umfram Ólaf Stephensen sem ritstjóri. Ólafur var farsæll í sínu starfi sem ritstjóri bæði Morgunblaðsins sem Fréttablaðsins sáluga. Mjög er minnisstætt hvernig hann fékk sérfræðinga að skoða aðild að Evrópusambandinu með því að meta kosti og ókosti aðildar. Unnu blaðamenn með sérfræðingum að mjög merku og mikilvægu starfi.
    Flest rök hnigu að því að aðild yrði mjög hagstæð þorra þjóðarinnar.
    Nú þyrfti að taka þetta aftur upp og skoða hvort eitthvað hafi breyst á þessum tæpa hálfa annan áratug. Við gætum auðveldað margt í okkar samfélagi t.d. hvað eigum við að gera við Seðlabanka sem væri vitaóþarfur með aðild að Evrópusambandinu. Seðlabankinn með um 300 starfsmenn eða um 1 prómill af skattgreiðendum landsins? Gæti góð menntun og reynsla ekki nýst betur í atvinnulífi landsmanna en að naga blýanta frá morgni til kvölds?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eyþór Arnalds og Moggabréfin

Lánið frá Samherja sem sýndi „eitraða þræði“ stórútgerðar og stjórnmála
GreiningEyþór Arnalds og Moggabréfin

Lán­ið frá Sam­herja sem sýndi „eitr­aða þræði“ stór­út­gerð­ar og stjórn­mála

Eft­ir fjöl­miðlaum­ræðu og spurn­ing­ar í nærri fimm ár hef­ur eign­ar­halds­fé­lag Ey­þórs Arn­alds loks­ins af­skrif­að að fullu selj­andalán sem fyr­ir­tæk­ið fékk frá Sam­herja­fé­lagi til að kaupa hluta­bréf út­gerð­ar­inn­ar í Morg­un­blað­inu. Ey­þór þrætti alltaf fyr­ir það á með­an hann var borg­ar­full­trúi að við­skipt­in með hluta­bréf­in væru sýnd­ar­við­skipti.
Viðskipti Eyþórs og Samherja: Gögn benda til að kaupverðið hafi verið ekkert
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Við­skipti Ey­þórs og Sam­herja: Gögn benda til að kaup­verð­ið hafi ver­ið ekk­ert

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill ekki svara því hvernig hann gerði upp nærri 390 millj­óna króna við­skipti með kröf­ur á hend­ur fé­lagi hans sem Sam­herji átti. Sam­herji af­skrif­aði lán­ið til fé­lags Ey­þórs ár­ið 2019. Ey­þór sagði við Stund­ina ár­ið 2018 að við­skipti hans og Sam­herja værui mögu­leg vegna sterk­ar eig­in­fjár­stöðu eign­ar­halds­fé­lags í hans eigu.
Eyþór eignaðist hluti Þorsteins Más í orkufyrirtæki samhliða Moggaviðskiptunum
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Ey­þór eign­að­ist hluti Þor­steins Más í orku­fyr­ir­tæki sam­hliða Mogga­við­skipt­un­um

Ey­þór Arn­alds, fjár­fest­ir og borg­ar­full­trúi, eign­að­ist helm­ing hluta­bréfa sem áð­ur voru í eigu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar um svip­að leyti og hann tók við hluta­bréf­um Sam­herja í Mogg­an­um með selj­endaláni frá út­gerð­inni. Ey­þór hef­ur aldei feng­ist til að svara spurn­ing­um um þessi við­skipti.
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Sam­herji af­skrif­ar stór­an hluta 225 millj­óna láns Ey­þórs Arn­alds

Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja hef­ur fært nið­ur lán­veit­ingu til dótt­ur­fé­lags síns sem svo lán­aði Ey­þóri Arn­alds borg­ar­full­trúa fyr­ir hluta­bréf­um í Morg­un­blað­inu. Fé­lag Ey­þórs fékk 225 millj­óna kúlúlán fyr­ir hluta­bréf­un­um og stend­ur það svo illa að end­ur­skoð­andi þess kem­ur með ábend­ingu um rekstr­ar­hæfi þess.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár