Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
Hamskipti samstæðu Samherja Samstæða útgerðarrisans Samherja, sem Þorsteinn Már Baldvinsson stýrir, hefur tekið hamskiptum á síðustu árum. Breytt eignarhald á útgerðinni og uppskipting eigna yfir á nokkur mismunandi félög og einstaklinga eru meðal þeirra. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Hluthafar útgerðarfélagsins Samherja, sem aðallega eru börn stofnendanna Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, greiða sér út rúmlega einn milljarð króna í arð á þessu ári. Arðgreiðslan er annars vegar út úr Samherja hf., félaginu utan um útgerðarrekstur Samherja á Íslandi og í Færeyjum, og hins vegar út úr nýstofnuðu eignarhaldsfélagi, Látrafjöllum ehf., sem heldur utan um fjárfestingarstarfsemi Samherja eftir breytingar á uppbyggingu útgerðarfélagsins í fyrra.

Arðgreiðslan út úr Samherja nemur 558 milljónum króna á meðan arðgreiðslan úr Látrafjöllum nemur 507 milljónum. Samtals er því um að ræða arðgreiðslur til hluthafa Samherja upp á 1.065 milljónir króna.

„Skipting þessi er hluti af skipulagsbreytingum Samherja hf. þar sem rekstri í sjávarútvegi verður að mestu haldið aðskildum frá öðrum þáttum“
Úr greinargerð stjórnar Samherja

Útgerðarrekstri haldið frá öðrum rekstri 

Stofnun Látrafjalla, og flutningur á eignum úr Samherja yfir til þess, snýst um að aðskilja enn frekar útgerðarrekstur félagsins og aðra starfsemi. Meðal …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ekkert af þessum fjármála-gjörningum væri að eiga sér stað, ef réttarkerfi Sjálfstæðisflokksinns hefði fryst eignasölur og bankareikninga í upphafi Samherja/Namibíu-svindlsins, sem snýst um mútugreiðslur/peningþvott og skattsvik. Fyrir 2-vikum síðan seldi Samherji-Holding sem hélt utan um rekstur og starfsemi í Namibíu/Kýpur sölu-fyrirtækið Ice-fresh til Síldarvinnslunnar þar sem Samherja-forstjórinn (Þorsteinn Már) er stjórnarformaður, tilgangurinn er augljós sem er að HOLA Samherja-Holding að innan, þannig að þangað verði ekkert að sækja þegar dómur fellur í Namibíu yfir mútuþegunum, sú niðurstaða mun hafa afgerandi áhrif á niðurstöðu dómstóla (réttarkerfi Sjálfstæðisflokksinns) á Íslandi yfir starfsfólki Samherja sem hefur réttarstöðu sakborninga vegna Samherja/Namibíu-svindlsins hér heima.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Bjóst Heimildin við að fá einhver svör frá Græðginni?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Skattrannsókn á Samherja snýst um hundruð milljóna króna
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Skatt­rann­sókn á Sam­herja snýst um hundruð millj­óna króna

Skatt­rann­sókn, sem hófst í kjöl­far upp­ljóstr­ana um starfs­hætti Sam­herja í Namib­íu, hef­ur stað­ið frá árs­lok­um 2019. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar telja skatta­yf­ir­völd að fyr­ir­tæk­ið hafi kom­ið sér und­an því að greiða skatta í stór­um stíl; svo nem­ur hundruð­um millj­óna króna. Skúffu­fé­lag á Má­ritíus sem stofn­að var fyr­ir milli­göngu ís­lensks lög­manns og fé­lag á Mars­hall-eyj­um, sem for­stjóri Sam­herja þver­tók fyr­ir að til­heyrði Sam­herja, eru í skotlínu skatts­ins.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Félag Samherja sem átti útgerðina í Namibíu seldi kvóta sinn á Íslandi
FréttirSamherjamálið

Fé­lag Sam­herja sem átti út­gerð­ina í Namib­íu seldi kvóta sinn á Ís­landi

Eign­ar­halds­fé­lag­ið sem Sam­herji not­aði til að halda ut­an um rekst­ur sinn í Namib­íu seldi fisk­veiðikvóta sinn á Ís­landi til ís­lensks dótt­ur­fé­lags Sam­herja ár­ið 2020. Þetta fyr­ir­tæki, Sæ­ból fjár­fest­ing­ar­fé­lag, var í 28. sæti yf­ir stærstu kvóta­eig­end­ur á Ís­landi um vor­ið 2019. Í árs­reikn­ingi fé­lags­ins kem­ur fram hvernig reynt hef­ur ver­ið að skera á tengsl þess við Ís­land í kjöl­far Namib­íu­máls­ins.
Þorsteinn Már segir ný gögn og vitni til staðar í Seðlabankamálinu
FréttirSamherjamálið

Þor­steinn Már seg­ir ný gögn og vitni til stað­ar í Seðla­banka­mál­inu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir ný gögn liggja fyr­ir í skaða­bóta­máli sínu gegn Seðla­bank­an­um. Áfrýj­un Seðla­banka Ís­lands í máli hans var tek­in til með­ferð­ar í Lands­rétti dag en for­stjór­inn hafði bet­ur í hér­aði. „Ég held að þú hljót­ir að gera þér grein fyr­ir því að ég vil ekki tala við þig,“ sagði hann við Stund­ina í Lands­rétti í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár