Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum

Pat­rick Job ek­ur mjólk­ur­bíl í Reykja­vík en býr í Hvera­gerði. Hann seg­ir líf­ið oft­ast ljúft og skemmti­legt.

Hvergerðingur keyrir mjólkurbíl í miðbænum

„Nú þegar veturinn nálgast er ég að hugsa um hvað það getur verið erfitt að keyra mjólkurbílinn gegnum miðbæinn þegar það hefur kyngt niður snjó og það er mikil ófærð. Snjórinn hægir á okkur bílstjórunum en vörurnar sem eru í bílnum þurfa að komast á hótelin, á veitingastaðina og kaffihúsin fyrir hádegi. Á móti kemur að það er færra fólk í bænum á veturna. Það getur verið snúið að finna leið gegnum mannmergðina í miðbænum á sólardögum. Nú styttist í að flestir túristarnir fari og þá er auðveldara fyrir mig að komast um. En þetta er tvíeggja sverð því ég vil auðvitað að það sé nóg að gera á veitingastöðum og á hótelum því þá panta þau meira af mjólkurvörum og það er jákvætt fyrir vinnustaðinn minn.

„Lífið er auðvitað stundum erfitt en miklu oftar ljúft og skemmtilegt“

Ég fylgi stífu tímaprógrammi í keyrslunni því ég þarf að skila af mér vörum áður en umferðin fer af stað. Við bílstjórarnir byrjum því að vinna klukkan 6 á morgnana. Ég er búin að vinna hjá MS í rúm þrjú ár og hef allan þann tíma búið í Hveragerði. Ég legg af stað í vinnuna fyrir klukkan 5 á morgnana.
Mér finnst þetta fínn vinnutími þó að það geti verið erfitt að komast yfir Hellisheiðina á veturna.

Mér líður mjög vel í Hveragerði. Ég, konan mín og börnin okkar höfum búið á Íslandi í fimm ár. Hún vinnur í Hveragerði og börnin ganga þar í skóla. Við bjuggum í Þýskalandi og þar er ég er alinn upp. Ég fæddist í Biafra en þegar ég var smábarn var borgarastríð þar og mamma og pabbi flúðu með mig þaðan. Við fórum fyrst til Frakklands en síðan til Þýskalands. Mér líður betur hér en í Þýskalandi. Lífið er auðvitað stundum erfitt en miklu oftar ljúft og skemmtilegt.“

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár