Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, hefur áður varið sig gegn spurningum fjölmiðla á þeim forsendum að hann sé ekki kjörinn fulltrúi eða „pólitíkus“, eins og hann orðar það, og þurfi þar af leiðandi ekki að svara fyrir tiltekin mál eða leggja fram gögn um þau. Þetta gerði Elliði í mars síðastliðnum þegar Heimildin spurði hann spurninga um samskipti hans við undirmann sinn hjá sveitarfélaginu.
Það mál varð ekki opinbert, þrátt fyrir að vera umtalað í sveitarfélaginu, en minnihlutinn í bæjarstjórn Ölfuss reyndi að fá fund með meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi til að ræða það sérstaklega en án árangurs, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Minnihlutinn íhugaði einnig að senda málið til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga en hætti við það á endanum. Þá var einnig haldinn starfsmannafundur á bæjarskrifstofunni um málið hjá Ölfusi, samkvæmt heimildum.
Elliði var ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi af meirihluta Sjálfstæðisflokksins árið 2018 og var ráðningarsamningurinn við hann endurnýjaður í fyrra. …
Athugasemdir (3)