Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Verkir Egill segir að hann hefði aldrei trúað því hvað hægt sé að verða líkamlega veikur af því að vera þunglyndur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Egill Helgason hefur háð glímu við kvíða og þunglyndi, og finnst mikilvægt að ræða geðrænan vanda jafn opinskátt og annars konar þrautir. „Ég hef tekið dýfur. Síðustu tvö, þrjú árin hef ég reyndar verið mjög góður. En á tímanum fyrir Covid tók ég slíka dýfu að ég var eiginlega ekki mönnum sinnandi. Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast. Mér fannst ég vakna í einhverri klemmu, í einhverju skrúfstykki. Það er mjög andstyggileg tilfinning. Ég hef notað lyf gegn þessu. Stundum er verið að segja að maður eigi ekki að nota þessi lyf en þau hafa hjálpað mér. Kvíði, þunglyndi, eftirsjá. Þetta losar mig pínulítið undan þeirri áþján.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsíðuviðtali Heimildarinnar við Egil. 

Hans alversta tímabil var í kring um 2016–2017. En hvað gerðist þá?  „Trump var kosinn. Þetta byrjaði um það leyti sem Trump var kosinn. Ég veit ekki hvort það triggeraði það en ég var sjálfsagt ekki í góðu formi þegar það gerðist. Þá fór ég að hafa svo miklar áhyggjur af sjálfum mér og fjölskyldunni minni. Ég hafði peningaáhyggjur, heilsufarsáhyggjur, og þetta varð að einhvers konar þráhyggju. Í rauninni var ég ekki að hafa áhyggjur af neinu sérstöku, þetta varð einhvern veginn einn stór vöndull sem maður heldur áfram að vefja upp á sig. Það er síðan mjög merkilegt hvernig þetta fer að hafa áhrif á líkamann, hvað maður getur orðið líkamlega veikur af því að vera þunglyndur. Ég hefði aldrei trúað því.“

Hjá Agli lýsti þetta sér í verkjum. „Ég var allur í verkjum. Líkaminn verður svo strekktur, hugsunin er svo sterk að hún getur búið til verki. Þessi períóða, 2016–17, var langerfiðasti kaflinn sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur. Ég var eiginlega ófær til allra hluta um tíma.“

Eins og hjá svo mörgum þá er þessi vandi þekktur í fjölskyldu hans. „Ég er ekki einn. Þetta er alveg þekkt fenómen. Þetta liggur dálítið í fjölskyldunni, einhver viðkvæmni. Það hefur enginn farist úr þessu en við höfum sum átt í erfiðleikum með svona.“ Hann segist hafa leitað sér sálfræðiaðstoðar en fannst það ekki hjálpa sér mikið, að tala. „Fjölskyldan mín er það sem hefur reynst mér best, ástúð þeirra. Og svo göngutúrar, góðir göngutúrar. Ég geng með sjónum, úti á Gróttu, úti á Nesi. Það er heilnæmast.“

Áskrifendur geta lesið viðtalið við Egil í heild sinni hér. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár