Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Verkir Egill segir að hann hefði aldrei trúað því hvað hægt sé að verða líkamlega veikur af því að vera þunglyndur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Egill Helgason hefur háð glímu við kvíða og þunglyndi, og finnst mikilvægt að ræða geðrænan vanda jafn opinskátt og annars konar þrautir. „Ég hef tekið dýfur. Síðustu tvö, þrjú árin hef ég reyndar verið mjög góður. En á tímanum fyrir Covid tók ég slíka dýfu að ég var eiginlega ekki mönnum sinnandi. Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast. Mér fannst ég vakna í einhverri klemmu, í einhverju skrúfstykki. Það er mjög andstyggileg tilfinning. Ég hef notað lyf gegn þessu. Stundum er verið að segja að maður eigi ekki að nota þessi lyf en þau hafa hjálpað mér. Kvíði, þunglyndi, eftirsjá. Þetta losar mig pínulítið undan þeirri áþján.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í forsíðuviðtali Heimildarinnar við Egil. 

Hans alversta tímabil var í kring um 2016–2017. En hvað gerðist þá?  „Trump var kosinn. Þetta byrjaði um það leyti sem Trump var kosinn. Ég veit ekki hvort það triggeraði það en ég var sjálfsagt ekki í góðu formi þegar það gerðist. Þá fór ég að hafa svo miklar áhyggjur af sjálfum mér og fjölskyldunni minni. Ég hafði peningaáhyggjur, heilsufarsáhyggjur, og þetta varð að einhvers konar þráhyggju. Í rauninni var ég ekki að hafa áhyggjur af neinu sérstöku, þetta varð einhvern veginn einn stór vöndull sem maður heldur áfram að vefja upp á sig. Það er síðan mjög merkilegt hvernig þetta fer að hafa áhrif á líkamann, hvað maður getur orðið líkamlega veikur af því að vera þunglyndur. Ég hefði aldrei trúað því.“

Hjá Agli lýsti þetta sér í verkjum. „Ég var allur í verkjum. Líkaminn verður svo strekktur, hugsunin er svo sterk að hún getur búið til verki. Þessi períóða, 2016–17, var langerfiðasti kaflinn sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur. Ég var eiginlega ófær til allra hluta um tíma.“

Eins og hjá svo mörgum þá er þessi vandi þekktur í fjölskyldu hans. „Ég er ekki einn. Þetta er alveg þekkt fenómen. Þetta liggur dálítið í fjölskyldunni, einhver viðkvæmni. Það hefur enginn farist úr þessu en við höfum sum átt í erfiðleikum með svona.“ Hann segist hafa leitað sér sálfræðiaðstoðar en fannst það ekki hjálpa sér mikið, að tala. „Fjölskyldan mín er það sem hefur reynst mér best, ástúð þeirra. Og svo göngutúrar, góðir göngutúrar. Ég geng með sjónum, úti á Gróttu, úti á Nesi. Það er heilnæmast.“

Áskrifendur geta lesið viðtalið við Egil í heild sinni hér. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár