Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.

Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Hættur Egill byrjaði með Silfur Egils, síðar Silfrið, árið 1999. Nú, 24 árum síðar, er hann hættur að stýra þjóðmálaumræðuþættinum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Egill Helgason byrjaði með Silfur Egils á Skjá einum árið 1999. Sex árum síðar, 2005, færðist þátturinn yfir á Stöð 2. „Þá höfðu harðsvíraðir flokksmenn úr Sjálfstæðisflokknum tekið yfir og þeir losuðu sig við mig út af pólitík. Það mátti ekkert. Ef ég talaði við Ingibjörgu Sólrúnu urðu þeir bara reiðir og móðgaðir. Þá bauð Sigurður G. Guðjónsson mér að koma á Stöð 2 og þar var ég í fjögur ár.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í forsíðuviðtali við Egil í nýjustu útgáfu Heimildarinnar. 

Þar segir hann móralinn á Stöð 2 hafa verið skrýtinn þegar hann kom þangað yfir. „Það var svona verið að benda manni á eitt og annað sem þótti ekki í lagi. Það var leiðindamórall og augljóst að það var verið að beita þessum fjölmiðlum í ákveðnu stríði.“ 

Þarna var miðillinn í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem hefur verið sagður beita miðlum sínum á ákveðinn hátt. Egill segist þó aldrei hafa fengið athugasemdir frá honum. „En ég var auðvitað að taka viðtöl við Jón Gerald, Jónínu Ben, Jóhönnu Sigurðardóttur og Björn Bjarnason. Mér fannst fjölmiðillinn ekki mega vera sjálfstæður. Ég hef alveg verið frekur til fjörsins og hef getað ýtt frá mér ef menn eru að pota í mig. En þarna voru sumsé ákveðin mál sem voru að þvælast fyrir. Mér fannst gott að losna þaðan og ég held að þeir hafi verið frekar fegnir að sjá að baki mér á Stöð 2.“

Þaðan fór Egill á RÚV þar sem hann hefur verið með Silfrið þar sem hann segist aldrei hafa fundið neitt nema fullan stuðning. Þar naut ég frelsis. Síðan kom þetta blessaða hrun og um tíma var Silfrið mikill brennipunktur fyrir alla umræðu því tengdu. Þetta var aðalþátturinn á þessum tíma og alls konar fólk sem síðar átti eftir að springa út í pólitík kom þarna. Allir voru til í að koma. Það var líka stöðugur straumur af erlendum álitsgjöfum, Nóbelsverðlaunahöfum og ég veit ekki hvað.“

Nú er hann hættur í þættinum, 24 árum eftir að Silfur Egils var fyrst sett á dagskrá. 

Áskrifendur geta lesið viðtalið við Egil í heild sinni hér. 

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GG
    Guðmundur Guðmundsson skrifaði
    Mig grunar að þeir sem aðeins lesa fyrirsögn þessarar umfjöllunar haldi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nýverið þvingað Egil til þess að hætta með Silfrið. Það þarf að lesa áfram til þess að sjá að fyrirsögnin vísar til bolabragða sem áttu sér stað árið 2005.
    0
  • EK
    Egill Kolbeinsson skrifaði
    Sá silfrið á þriðjudagskvöldið. Ekki svipur hjá sjón. Algjörlega ónýtt.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Mikill söknuður er að Agli. Hann á það sameiginlegt með Sigurði G. Tómassyni að íhaldsöflunum þykja góðir fjölmiðlamenn ógna hagsmunum sínum. Er ekki kominn tími að snua við þessari skelfilegu þróun? Íhaldsöm sjónarmið byggjast oft á einrætingu og þröngsýni sem stundum leiðir inn í blindgötu einræðis. Heimurinn hefur skelfilegar minningar um slíkt.
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Fasisminn herjar á hér á ´landi.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár