Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“

Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
Grindavíkurhöfn Veiðigjöld þurfa að standa undir þjónustu sem ríkið veitir sjávarútveginum en einnig að vera sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar, segir stjórn Landverndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Umhverfið og almenningur er ekki sett í öndvegi í niðurstöðum starfshópa Auðlindarinnar okkar sem áformað er að nýta við smíði nýrra heildarlaga á sviði fiskveiðistjórnunar. Þess í stað eru hagsmunir stórra útgerða „heilt yfir“ í fyrirrúmi, segir í ítarlegri umsögn stjórnar Landverndar um niðurstöðurnar sem matvælaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar í Samráðsgátt.

Landvernd segir „sterkar réttlætingar“ að finna í tillögunum um óbreytt aflamarkskerfi og að veiðigjöld séu sanngjörn óbreytt. Jafnframt skorti á umfjöllun um skattaskjól, arðrán í Namibíu og mútumál sem upp hafi komið á síðustu árum sem hafa orðið til þess að almenningur er tortrygginn í garð sjávarútvegsfyrirtækja. Þá eru að mati samtakanna aðgerðir og umfjöllun um raunverulega sjálfbærni og verndun hafsins í miklum minnihluta. Gagnrýnt er að starfshóparnir ræddu ekki við umhverfisverndarfólk í vinnu sinni „í ljósi þess að stóru áskoranir mannkyns á næstu árum og áratugum eru á sviði umhverfismála og að vistspor sjávarútvegsins er vissulega stórt“. Setur Landvernd að auki stórt spurningarmerki við að tillögur um umhverfismál séu hlutfallslega fáar en að fjölmargar þeirra fjalli hins vegar um markaðssetningu fiskafurða.

„Til dæmis hefði verið eðlilegt að fjalla um notkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á skattaskjólum og skúffufyrirtækjum á erlendri grund sem eru siðlaus, ganga gegn sjálfbærnimarkmiðum og ýta undir vantraust almennings á fyrirtækjunum“
Stjórn Landverndar

Landvernd kallar í umsögn sinni m.a. eftir hærri mengunargjöldum á sjávarútveginn, að botnvörpuveiðar verði að mestu bannaðar innan fiskveiðilögsögunnar og sjávarútvegurinn hætti að hafa eftirlit með sjálfum sér í úrgangsmálum.

Hefur eftirlit með sjálfum sér

Í tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar kemur m.a. fram að ekki sé talin ástæða til átaks stjórnvalda varðandi úrgang sem fellur til í sjávarútvegi þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sjái um skráningu og söfnun á úrgangi. Þetta er ekki ásættanlegt að mati Landverndar sem gagnrýnir þá ráðstöfun að útvegurinn sjái um eftirlit með sjálfum sér að þessu leyti. Það stuðli ekki að betri umgengni við hafið. „Stór hluti þess úrgangs sem finnst í hafinu og rekur á strandir kemur frá skipum þannig að mörg sjávarútvegsfyrirtæki virðast ekki sýna þá ábyrgð sem er forsenda fyrir því að fela þeim umsjón með þessum málum.“

Landvernd styður að öll botnvörpuveiði verði bönnuð innan 12 mílna landhelgi líkt og lagt er til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Slík veiðarfæri valdi mikilli eyðileggingu á einstöku lífríki á hafsbotni sem bindi mikið kolefni og sé auk þess mikilvæg uppeldisstöð fiskistofna. Landvernd vill þó ganga mun lengra og að nú þegar verði sett fram tímaáætlun um að botnvörpuveiðar verði bannaðar með öllu í íslenskri lögsögu, a.m.k. fyrir veiðar á þeim tegundum sem hægt er að veiða á annan hátt.

Fyrirtæki þurfa hvata og gjöld

OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa gefið út að kolefnisgjald verði að hækka til að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Í umsögninni rifjar Landvernd upp að hækkun kolefnisgjalds, t.d. í Svíþjóð, hafi haft mjög jákvæð áhrif á samdrátt í losun án þess að hafa neikvæð áhrif á efnahaginn.

Þá telur stjórn Landverndar nauðsynlegt að koma á skýrri áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi – burtséð frá áformum um orkuskipti. „Reynsla er ólygnust um það að fyrirtæki draga ekki sjálfviljug úr losun“, benda samtökin á og að hvatar, gjöld og reglur séu forsendur þess að árangur náist.

Landvernd styður að stofnaður verði sjóður í þessum tilgangi en telur tillögur um samfjármögnun ekki nógu lýsandi. „Þótt  slíkur sjóður ætti að vera í umsjón ríkisins telur Landvernd óeðlilegt að ríkið leggi fjármagn inn í svo stóra og umdeilda atvinnugrein.“

Sérstæður samningurSamkvæmt samningi við Úrvinnslusjóð sér sjávarútvegurinn sjálfur, í gegnum Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, um gagnasöfnun og eftirlit með úrgangi, m.a. töpuðum veiðarfærum. Þetta segir Landvernd óásættanlegt. Eftirlitið verði að vera í höndum annarra.

Fjármagna ætti sjóðinn í gegnum mengunargjöld á sjávarútveginn sjálfan „þannig að þeir sem losa mest borgi mest“. Ef gjaldinu yrði dreift aftur til greinarinnar í loftslagsvænar aðgerðir sé líklegt að atvinnuvegurinn sjálfur tæki það í sátt.

Það skýtur að mati Landverndar skökku við að þrátt fyrir að almenningur telji að veruleg spilling og skortur á heiðarleika sé viðvarandi í sjávarútvegi sé ekki að finna tillögur í lokaniðurstöðum starfshópa sem taki á slíku. „Til dæmis hefði verið eðlilegt að fjalla um notkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á skattaskjólum og skúffufyrirtækjum á erlendri grund sem eru siðlaus, ganga gegn sjálfbærnimarkmiðum og ýta undir vantraust almennings á fyrirtækjunum“, segir í umsögninni. Þá rýri það lokaniðurstöðurnar að ekki sé fjallað um meintar mútugreiðslur, möguleg lögbrot og arðrán íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum löndum. Í raun séu siðferðiskröfur til sjávarútvegsins ekki að finna í lokaniðurstöðum starfshópanna.

Tilraunir til að réttlæta óbreytt veiðigjald

„Þær deilur sem staðið hafa um sjávarútveginn kjarnast í því að kvótahafar greiði ekki nægjanlega til samfélagsins heldur hagnist sjálfir ævintýralega“, segir stjórn Landverndar. Veiðigjöld þurfi að standa undir þjónustu sem ríkið veitir greininni en einnig að vera sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar.

 Alls 83% aðspurðra í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar telja að veiðigjaldið eigi að vera hærra. „Þrátt fyrir þetta eru gerðar tilraunir í lokaniðurstöðu hópanna til að réttlæta óbreytt veiðigjald og óbreytt kvótakerfi. Þá er því haldið fram að vegna sölu á kvóta hafi auðlindarentu þegar verið komið í verð og hún greidd til einkaaðila og ekki hægt að sækja hana til núverandi kvótahafa.“ Þessi fullyrðing veikir að mati Landverndar mjög trúverðugleika vinnu við Auðlindina okkar „og benda því miður til þess að stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu um lokaniðurstöður starfshópa“.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arnar Guðmundsson skrifaði
    Mikið er gott að Landvernd tjái sig, því togveiðar SPILLA LÍFRIKI HAFSINS, togveiðar hraða SÚRNUN SJÁVAR og hafa HÁTT KOLEFNISSPOR. Einnig hefði Landvernd mátt minnast á dragnótaveiðar. Það verkfæri er notað langt inn á firði og verkfærið skefur niður “sjávarhlíðar” með sínum botndrægu verkfærum.
    3
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Úbs !
    2
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    ALLT KOSTAR PENINGA NÚ TIL DAGA AMMA GAMLA
    1
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Gleymum ekki að kvótakerfið var sett á til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi. Í starfshópnum ,, Auðlindin okkar" er áréttað að virðiskeðjakeðja á einni hendi, öðru nafni einokun, gefur vel af sér. Svo er talað um sátt.
    3
  • Kári Jónsson skrifaði
    DJÓK-DJÓK og meira DJÓK
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár