Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“

Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
Grindavíkurhöfn Veiðigjöld þurfa að standa undir þjónustu sem ríkið veitir sjávarútveginum en einnig að vera sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar, segir stjórn Landverndar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Umhverfið og almenningur er ekki sett í öndvegi í niðurstöðum starfshópa Auðlindarinnar okkar sem áformað er að nýta við smíði nýrra heildarlaga á sviði fiskveiðistjórnunar. Þess í stað eru hagsmunir stórra útgerða „heilt yfir“ í fyrirrúmi, segir í ítarlegri umsögn stjórnar Landverndar um niðurstöðurnar sem matvælaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar í Samráðsgátt.

Landvernd segir „sterkar réttlætingar“ að finna í tillögunum um óbreytt aflamarkskerfi og að veiðigjöld séu sanngjörn óbreytt. Jafnframt skorti á umfjöllun um skattaskjól, arðrán í Namibíu og mútumál sem upp hafi komið á síðustu árum sem hafa orðið til þess að almenningur er tortrygginn í garð sjávarútvegsfyrirtækja. Þá eru að mati samtakanna aðgerðir og umfjöllun um raunverulega sjálfbærni og verndun hafsins í miklum minnihluta. Gagnrýnt er að starfshóparnir ræddu ekki við umhverfisverndarfólk í vinnu sinni „í ljósi þess að stóru áskoranir mannkyns á næstu árum og áratugum eru á sviði umhverfismála og að vistspor sjávarútvegsins er vissulega stórt“. Setur Landvernd að auki stórt spurningarmerki við að tillögur um umhverfismál séu hlutfallslega fáar en að fjölmargar þeirra fjalli hins vegar um markaðssetningu fiskafurða.

„Til dæmis hefði verið eðlilegt að fjalla um notkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á skattaskjólum og skúffufyrirtækjum á erlendri grund sem eru siðlaus, ganga gegn sjálfbærnimarkmiðum og ýta undir vantraust almennings á fyrirtækjunum“
Stjórn Landverndar

Landvernd kallar í umsögn sinni m.a. eftir hærri mengunargjöldum á sjávarútveginn, að botnvörpuveiðar verði að mestu bannaðar innan fiskveiðilögsögunnar og sjávarútvegurinn hætti að hafa eftirlit með sjálfum sér í úrgangsmálum.

Hefur eftirlit með sjálfum sér

Í tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar kemur m.a. fram að ekki sé talin ástæða til átaks stjórnvalda varðandi úrgang sem fellur til í sjávarútvegi þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sjái um skráningu og söfnun á úrgangi. Þetta er ekki ásættanlegt að mati Landverndar sem gagnrýnir þá ráðstöfun að útvegurinn sjái um eftirlit með sjálfum sér að þessu leyti. Það stuðli ekki að betri umgengni við hafið. „Stór hluti þess úrgangs sem finnst í hafinu og rekur á strandir kemur frá skipum þannig að mörg sjávarútvegsfyrirtæki virðast ekki sýna þá ábyrgð sem er forsenda fyrir því að fela þeim umsjón með þessum málum.“

Landvernd styður að öll botnvörpuveiði verði bönnuð innan 12 mílna landhelgi líkt og lagt er til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Slík veiðarfæri valdi mikilli eyðileggingu á einstöku lífríki á hafsbotni sem bindi mikið kolefni og sé auk þess mikilvæg uppeldisstöð fiskistofna. Landvernd vill þó ganga mun lengra og að nú þegar verði sett fram tímaáætlun um að botnvörpuveiðar verði bannaðar með öllu í íslenskri lögsögu, a.m.k. fyrir veiðar á þeim tegundum sem hægt er að veiða á annan hátt.

Fyrirtæki þurfa hvata og gjöld

OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa gefið út að kolefnisgjald verði að hækka til að ná markmiðum Parísarsáttmálans. Í umsögninni rifjar Landvernd upp að hækkun kolefnisgjalds, t.d. í Svíþjóð, hafi haft mjög jákvæð áhrif á samdrátt í losun án þess að hafa neikvæð áhrif á efnahaginn.

Þá telur stjórn Landverndar nauðsynlegt að koma á skýrri áætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi – burtséð frá áformum um orkuskipti. „Reynsla er ólygnust um það að fyrirtæki draga ekki sjálfviljug úr losun“, benda samtökin á og að hvatar, gjöld og reglur séu forsendur þess að árangur náist.

Landvernd styður að stofnaður verði sjóður í þessum tilgangi en telur tillögur um samfjármögnun ekki nógu lýsandi. „Þótt  slíkur sjóður ætti að vera í umsjón ríkisins telur Landvernd óeðlilegt að ríkið leggi fjármagn inn í svo stóra og umdeilda atvinnugrein.“

Sérstæður samningurSamkvæmt samningi við Úrvinnslusjóð sér sjávarútvegurinn sjálfur, í gegnum Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, um gagnasöfnun og eftirlit með úrgangi, m.a. töpuðum veiðarfærum. Þetta segir Landvernd óásættanlegt. Eftirlitið verði að vera í höndum annarra.

Fjármagna ætti sjóðinn í gegnum mengunargjöld á sjávarútveginn sjálfan „þannig að þeir sem losa mest borgi mest“. Ef gjaldinu yrði dreift aftur til greinarinnar í loftslagsvænar aðgerðir sé líklegt að atvinnuvegurinn sjálfur tæki það í sátt.

Það skýtur að mati Landverndar skökku við að þrátt fyrir að almenningur telji að veruleg spilling og skortur á heiðarleika sé viðvarandi í sjávarútvegi sé ekki að finna tillögur í lokaniðurstöðum starfshópa sem taki á slíku. „Til dæmis hefði verið eðlilegt að fjalla um notkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á skattaskjólum og skúffufyrirtækjum á erlendri grund sem eru siðlaus, ganga gegn sjálfbærnimarkmiðum og ýta undir vantraust almennings á fyrirtækjunum“, segir í umsögninni. Þá rýri það lokaniðurstöðurnar að ekki sé fjallað um meintar mútugreiðslur, möguleg lögbrot og arðrán íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum löndum. Í raun séu siðferðiskröfur til sjávarútvegsins ekki að finna í lokaniðurstöðum starfshópanna.

Tilraunir til að réttlæta óbreytt veiðigjald

„Þær deilur sem staðið hafa um sjávarútveginn kjarnast í því að kvótahafar greiði ekki nægjanlega til samfélagsins heldur hagnist sjálfir ævintýralega“, segir stjórn Landverndar. Veiðigjöld þurfi að standa undir þjónustu sem ríkið veitir greininni en einnig að vera sanngjarnt gjald fyrir nýtingu auðlindarinnar.

 Alls 83% aðspurðra í nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar telja að veiðigjaldið eigi að vera hærra. „Þrátt fyrir þetta eru gerðar tilraunir í lokaniðurstöðu hópanna til að réttlæta óbreytt veiðigjald og óbreytt kvótakerfi. Þá er því haldið fram að vegna sölu á kvóta hafi auðlindarentu þegar verið komið í verð og hún greidd til einkaaðila og ekki hægt að sækja hana til núverandi kvótahafa.“ Þessi fullyrðing veikir að mati Landverndar mjög trúverðugleika vinnu við Auðlindina okkar „og benda því miður til þess að stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu um lokaniðurstöður starfshópa“.

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Arnar Guðmundsson skrifaði
  Mikið er gott að Landvernd tjái sig, því togveiðar SPILLA LÍFRIKI HAFSINS, togveiðar hraða SÚRNUN SJÁVAR og hafa HÁTT KOLEFNISSPOR. Einnig hefði Landvernd mátt minnast á dragnótaveiðar. Það verkfæri er notað langt inn á firði og verkfærið skefur niður “sjávarhlíðar” með sínum botndrægu verkfærum.
  3
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Úbs !
  2
 • Kristjana Magnusdottir skrifaði
  ALLT KOSTAR PENINGA NÚ TIL DAGA AMMA GAMLA
  1
 • TLS
  Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
  Gleymum ekki að kvótakerfið var sett á til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi. Í starfshópnum ,, Auðlindin okkar" er áréttað að virðiskeðjakeðja á einni hendi, öðru nafni einokun, gefur vel af sér. Svo er talað um sátt.
  3
 • Kári Jónsson skrifaði
  DJÓK-DJÓK og meira DJÓK
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
1
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Útlendingamál eina sem kemst fyrir í umræðunni: „Þetta er umræða sem sogar allt súrefni til sín“
8
FréttirPressa

Út­lend­inga­mál eina sem kemst fyr­ir í um­ræð­unni: „Þetta er um­ræða sem sog­ar allt súr­efni til sín“

„Þetta er bara elsta smjörklípa ver­ald­ar, að taka jað­ar­sett­ann minni­hluta hóp og skrímslavæða hann í sam­fé­lag­inu,“ sagði Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata. Um­ræðu­efni Pressu var út­lend­inga­mál og það væri ekki út­lend­ing­un­um að kenna að inn­við­ir séu sprungn­ir.
„Við erum ekki að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum“
9
Allt af létta

„Við er­um ekki að taka upp stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í út­lend­inga­mál­um“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það bull að um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd ógni inn­við­um á Ís­landi. Sam­fylk­ing­in hafi sína stefnu sem sé sam­þykkt á lands­fundi og hafi ekki breyst í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­manns í hlað­varp­inu Ein pæl­ing á dög­un­um.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
10
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Magnús beið eftir langvarandi meðferð þegar hann dó
3
FréttirPressa

Magnús beið eft­ir langvar­andi með­ferð þeg­ar hann dó

Móð­ir 19 ára drengs og syst­ir konu sem lét­ust í fyrra af völd­um lyfja­eitr­ana segja að hugs­an­lega hefði ver­ið hægt að bjarga þeim ef hér hefði ver­ið starf­rækt bráða­þjón­usta fyr­ir fíkni­sjúk­linga. Þau hafi bæði ver­ið að bíða eft­ir að fá lækn­is­hjálp þeg­ar þau dóu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir alltof mörg dæmi um það á Ís­landi að fólk deyi með­an það bíði eft­ir að fá hjálp.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
5
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.
„Það er svo sjúkt að þetta snúist um peninga“
10
ViðtalFöst á Gaza

„Það er svo sjúkt að þetta snú­ist um pen­inga“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Al­ex­and­er Jarl stefn­ir á að fara út til Egypta­lands til þess að koma ömmu sinni, barn­ung­um frænd­systkin­um og for­eldr­um þeirra út af Gaza­svæð­inu. En það er kostn­að­ar­samt og því þarf hann fyrst að safna nokkr­um millj­ón­um króna. Til þess hef­ur Al­ex­and­er hóað sam­an nokkr­um af vin­sæl­ustu hipp hopp tón­list­ar­mönn­um lands­ins og munu þeir halda tón­leika í Iðnó á laug­ar­dag­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
4
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
9
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu