Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 22. september 2023

Spurningaþraut Illuga 22. september 2023
Fyrri mynd Í hvaða geysivinsælu bandarísku sjónvarpsseríu lék hán aðal kvenrulluna fyrr á árinu?

1.  Hver er vinsælasta kvikmyndin á alþjóðavettvangi það sem af er ári?

2.  Hver leikur aðalkvenhlutverkið í þeirri mynd?

3.  Hvað selur fyrirtækið Smith & Norland hér á landi?

4.  En hvað framleiðir fyrirtækið Smith & Wesson?

5.  Hver er stærsta eyjan við Ísland?

6.  Bandarísk yfirvöld auglýstu á dögunum eftir hlut sem hvarf um helgina. Athygli vakti að hluturinn kostar alla jafna um 13 milljarða íslenskra króna. Hvað var þetta?

7.  Glódís Perla Viggósdóttir var um daginn gerð að fyrirliða með því virta fótboltaliði sem hún spilar með. Hvaða lið er það?

8.  En með hvaða fótboltaliði spilar Lionel Messi?

9.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Prag?

10.  Vömb, keppur, laki og ... hvað?

11.  Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst veitt? Var það 1891  1901  1911  1921?

12.  Í hvaða húsi við Tjörnina í Reykjavík er nú haldið úti leiksýningum?

13.  Frédéric Auguste Bartholdi var franskur myndhöggvari. Svona listrænt séð þótti hann ekki endilega í fremstu röð en ein höggmynd hans hefur þó í 150 ár verið ein sú frægasta í heimi. Hver er sú?

14.  Hvað heitir stórfljótið sem fellur um Kyiv í Úkraínu?

15.  En hvað heitir áin sem fellur um Moskvuborg?

Seinni myndÍ hvaða borg er þessi ljósmynd tekin?

Svör við myndaspurningum:

Á fyrri myndinni er Bella Ramsey sem leikur í seríunni The Last of Us. Seinni myndin er tekin í Sívalaturni í Kaupmannahöfn.

Svör við almennum spurningum:

1.  Barbie. – 2.  Margot Robbie. – 3.  Heimilistæki, rafmagnsvörur. – 4.  Byssur.  – 5.  Heimaey.  – 6.  Herþota. Flugvél dugar ekki.  – 7.  Bayern München.  – 8.  Inter Miami.  – 9.  Tékklandi. – 10.  Vinstur.  Þetta eru magahólf jórturdýra.  – 11.  1901.  – 12.  Tjarnarbíói.  – 13.  Frelsisstyttan. – 14.  Dníepr.  – 15.  Moskva. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár