Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vilja að einkaaðilar malbiki Kjalveg

Nú­ver­andi ástand Kjal­veg­ar „er óvið­un­andi og veg­ur­inn hættu­leg­ur yf­ir­ferð­ar“ segja þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks sem leggja til, enn einu sinni, að veg­ur­inn verði byggð­ur upp af einka­að­il­um og þeir sem um hann fari greiði fyr­ir.

Vilja að einkaaðilar malbiki Kjalveg
Um hálendið Umferð hefur verið um Kjöl í aldir. Núverandi vegur hefur verið bættur töluvert síðustu ár en þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja til að hann verði malbikaður. Mynd: Wikipedia

Sjö þingmenn úr Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram þingsályktunartillögu um það sem þeir kalla „endurnýjun vegarins yfir Kjöl“ svo honum megi halda opnum stóran hluta ársins. Lagt er til að um einkaframkvæmd verði að ræða og að framkvæmdin standi undir sér „að öllu leyti með notendagjöldum“. Vilja þingmennirnir að stefnt verði að því að ljúka undirbúningi fyrir lok næsta árs og að framkvæmdin geti hafist í beinu framhaldi. „Við undirbúning að endurnýjun vegarins er mikilvægt að allir fletir málsins verði vel greindir, þ.m.t. hvernig best væri að standa að fjármögnun verksins og hvort skynsamlegt væri að líta til fyrirkomulagsins við gerð Hvalfjarðarganga með aðkomu Spalar hf. sem fyrirmyndar fyrir þetta verkefni,“ segir í greinargerð.

Flutningsmenn tillögunnar eru Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason, Birgir Þórarinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Jón Gunnarsson. Í viðtali við Morgunblaðið í apríl sagði Njáll Trausti að kostnaðurinn við uppbyggingu Kjalvegar gæti „hlaupið á tíu milljörðum“. Veggjaldið sem notendur vegarins gætu átt von á að þurfa að borga yrði líklega „öðru hvorum megin við 3.000 krónur“.

Mikilvæg samgönguleið frá landnámi

Kjalvegur liggur yfir hálendi Íslands um Kjöl, frá Gullfossvegi í suðri að Svínvetningabraut í Blöndudal í norðri, alls um 168 kílómetra leið. Þingsályktunartillagan lýtur að því að vegurinn yfir Kjöl verði endurnýjaður og lagður bundnu slitlagi „svo betur megi nýta hann til að mæta aukinni umferð á svæðinu samhliða fjölgun ferðamanna sem sækja landið heim,“ líkt og það er orðað í greinargerð tillögunnar. „Kjalvegur hefur frá landnámsöld verið mikilvæg samgönguæð milli norður- og suðurhluta landsins og þrátt fyrir mikla uppbyggingu á hringveginum síðustu áratugi er mikilvægi vegarins um Kjöl enn mikið. Veginum hefur þó ekki verið haldið við eins og nauðsynlegt hefði verið.“

„Hugmyndafræðin í dag er að rafmagnið taki við sem orkugjafi í bílaleigubílunum á næstu árum og þá held ég með alla þessa dreifingu og fyrir þá er minni eyðsla að keyra á bundnu slitlagi heldur en á malarvegi. Þetta er líka umhverfismál þeim megin frá sem og loftlagsmál.“
Njáll Trausti Friðbertsson,
í viðtali við Morgunblaðið.

Núverandi ástand Kjalvegar er óviðunandi að mati þingmannanna „og vegurinn hættulegur yfirferðar og veldur miklu sliti á þeim bifreiðum sem um hann aka“.

Í umsögn Landverndar um sambærilega tillögu sem lögð var fram á Alþingi árið 2021 sagði að hugsanlega þyrfti að bæta einhverja tilgreinda vegi á hálendinu og að unnið hefði verið að ákveðnum bótum á Kjalvegi síðustu ár. Við frekari umbætur þurfi að hafa í huga að álag á viðkvæm svæði gæti aukist og að búa þyrfti vinsælustu áningarstaði við Kjalveg undir slíkt og stýra gestafjölda með ítölu eða gjaldtöku.

LagfæringarUnnið að lagfæringum á Kjalvegi sumarið 2014.

Landvernd sagði rannsóknir benda til þess að ferðamenn á hálendinu telji að takmarka þurfi fjölda ferðamanna inn á svæðið. Gera megi ráð fyrir að núverandi ástand vega dragi úr gestafjölda á hálendinu sem gæti útskýrt hvers vegna vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna hafi ekki skilað sér hlutfallslega í fjölda gesta á svæðinu. „Ef aðgengi yrði bætt er ástæða til að óttast að umferð yrði umfram afkastagetu margra staða á hálendinu og að það myndi bitna á upplifun gesta og geti valdið náttúruspjöllum.“ Á vissan hátt mætti segja að „slælegt ástand hálendisvega“ sem hindri aðgengi stuðli að náttúruvernd á hálendinu, sagði í umsögn Landverndar.

„Stjórn Landverndar telur því ekki tímabært að hefja undirbúning að endurnýjun vegarins yfir Kjöl og gera hann að vegi sem hægt er að halda opnum stóran hluta ársins með einkaframkvæmd,“ sagði þar ennfremur. „Þess í stað telur stjórnin skynsamlegt að marka skýrari stefnu um vegagerð á hálendinu almennt.“

Njáll Trausti sagði við Morgunblaðið í vor að hugsa þyrfti „virkilega“ um nýjan punkt þegar kæmi að umhverfissjónarmiðum og það væru rafmagnsbílar. „Hugmyndafræðin í dag er að rafmagnið taki við sem orkugjafi í bílaleigubílunum á næstu árum og þá held ég með alla þessa dreifingu og fyrir þá er minni eyðsla að keyra á bundnu slitlagi heldur en á malarvegi. Þetta er líka umhverfismál þeim megin frá sem og loftlagsmál.“

Fleiri fái að upplifa hálendið

Sambærilegar þingsályktunartillögur hafa verið fluttar nokkrum sinnum áður, fyrst árið 2005. Flutningsmenn tillögunnar nú segja mikið hafa runnið til sjávar á þeim tæplega tveimur áratugum frá því að tillaga um gerð heilsársvegar yfir Kjöl var fyrst flutt. Ferðamenn hafi verið 360 þúsund árið 2005 en gert sé ráð fyrir að þeir verði um 2,2 milljónir í ár. „Þessi fjölgun ferðamanna hefur ekki skilað sér í aukinni umferð um Kjalveg,“ segir í greinargerð tillögunnar.

„Ef aðgengi yrði bætt er ástæða til að óttast að umferð yrði umfram afkastagetu margra staða á hálendinu og að það myndi bitna á upplifun gesta og geti valdið náttúruspjöllum.“
Landvernd

Með heilsársvegi yfir Kjöl væri, segir í greinargerð þingmannanna, mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir til Norðurlands og yfir hálendið og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða. „Þá veitir það fleirum tækifæri til að upplifa hálendið og náttúru þess og víðerni sem eru einstök á evrópskan mælikvarða og ljóst er að hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem koma til landsins.“

Þeir sem fari um veginn borgi

Þingmennirnir leggja til að um einkaframkvæmd yrði að ræða sem myndi þýða að einkaaðili tæki að sér fjármögnun, framkvæmd og rekstur vegarins í umboði hins opinbera. „Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi undir sér að öllu leyti með notendagjöldum.“

Hér á landi hefur ekki verið ráðist í margar einkaframkvæmdir í vegakerfinu en Hvalfjarðargöng eru að mati flutningsmanna tillögunnar „skýrt dæmi“ um að slíkt getur heppnast vel.

Uppbygging heilsársvegar um Kjöl kæmi að sögn þingmannanna ekki til með að hafa áhrif á forgangsröðun samgönguáætlunar þar sem ráðgert sé að framkvæmdin og fjármögnun hennar verði í höndum einkaaðila.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Sjö þingmenn úr Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram þingsályktunartillögu um það sem þeir kalla „endurnýjun vegarins yfir Kjöl“ svo honum megi halda opnum stóran hluta ársins."

    Er þessi þingflokkur sjálfstæðisflokksins eitthvað grín ?

    Formaður sjálfstæðisflokksins er nýbúinn að leggja fram fjárlagafrumvarp , og hvað ?
    Á þetta að sýna okkur að þingflokkurinn er ,,ekki húsum hæfur" ? eða eru þeir að mómæla formanninum ?

    Eða á þetta að sýna okkur að forsætisráðherra og formaður VG ræður engu , og þeim er alveg sama ?
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár