Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 15. september 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 15. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 15. september 2023

Fyrri myndaspurning:

Hvað heitir þessi ungi piltur? Hann er nú orðinn töluvert eldri en hann er á myndinni.

Seinni myndaspurning:

Þetta dýr nefnist Tremarctos ornatus á fræðimáli. En hvað kallast það á íslensku?

***

1.  Hver skoraði sigurmark Íslands gegn Bosníu í landsleik á Laugardalsvelli á mánudaginn var?

2.  Hvaða rithöfundur skrifaði þrjár bækur á árunum 1946-1953 um „meistaraspæjarann“ Karl Blómkvist?

3.  New York-borg samanstendur af nokkrum hverfum og þar af standa tvö þeirra á eyjum sem eru að öllu leyti innan borgarmarkanna. Hvað heita þær eyjar? Nefna þarf báðar.

4.  Dýr eitt sem nefnt er Haliaeetus albicilla á fræðimáli var talið í mikilli útrýmingarhættu á Íslandi. Með markvissum verndaraðgerðum í áratugi hefur tekist að snúa þróuninni við. Stofn dýrsins er talinn þokkalega á sig kominn. Hvaða dýr er þetta?

5.  Guðbergur Bergsson rithöfundur lést á dögunum. Hann fæddist í tilteknu plássi hér á landi. Hvaða pláss er það?

6.  Fyrir tveim áratugum eða svo komst Guðbergur í fréttirnar af mjög óvæntum ástæðum þegar honum hlotnaðist heilmikill arfur eftir sambýlismann sinn á Spáni, og meðal arfsins var að sögn mannvirki eitt mikið, sem Guðbergur mun þó fljótlega hafa losað sig við. Hvers konar mannvirki var þetta?

7.  Hversu há er Hallgrímskirkja? Hér má muna þrem metrum til eða frá.

8.  Haraldur Johannessen heitir ritstjóri einn. Hvað heitir félagi hans á ritstjórastól ákveðins fjölmiðils?

9.  Daisy heitir þolinmóð stúlka sem aldrei virðist ætla að gifta sig þótt frændur tveir gangi sífellt á eftir henni með grasið í skónum. Þeir frændur eiga misjöfnu gengi að fagna í lífinu, annars er óttalegur hrakfallabálkur en hinn þvert á móti svo ljónheppinn að það er varla einleikið. En í marga áratugi hefur Daisy ekki getað gert upp við hvorn þeirra hún ætti heldur að smella á kossi. Hvað er Daisy nefnd á íslensku?

10.  „Ég er að gera það sama og áður,“ sagði kona ein í viðtali við Vísi.is á dögunum. Hún rak á sínum tíma vændisstarfsemi hér. Hvað heitir hún? Fornafn dugar.

11.  Í fréttum hafa verið aðgerðir lögreglu gegn ökumönnum sem taka lyf við ... hverju?

12.  Á 18. öld varð Ólafur nokkur fyrsti stiftamtmaður Dana á Íslandi. Afkomendur Ólafs tóku föðurnafn hans upp sem ættarnafn, og var sú ætt síðan alltumlykjandi í íslensku valda- og stjórnkerfi í nærri öld. Hvað var ættarnafnið?

13.  Tónlistarkona ein hefur vakið gríðarlega athygli að undanförnu fyrir jazz-plötu sína. Hvað heitir konan?

14.  En hvað heitir platan?

15.  Í hvaða Afríkuríki heitir höfuðborgin Abuja?

***

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Elon Musk á barnsaldri. Á seinni myndinni er gleraugnabjörn.
Svör við almennum spurningum:
1.  Alfreð Finnbogason.  —  2.  Astrid Lindgren.  —  3.  Manhattan og Staten Island.  —  4.  Haförn.  —  5.  Grindavík.  —  6.  Flugvöllur.  —  7.  73 metrar, svo rétt er 70-76.  —  8.  Davíð Oddsson.  —  9.  Andrésína Önd.  —  10.  Catalina.  —  11.  ADHD.  —  12.  Stephensen.  —  13.  Laufey.   —  14.  Bewitched.  —  15.  Nígeríu.
Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár