Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 15. september 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 15. sept­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 15. september 2023

Fyrri myndaspurning:

Hvað heitir þessi ungi piltur? Hann er nú orðinn töluvert eldri en hann er á myndinni.

Seinni myndaspurning:

Þetta dýr nefnist Tremarctos ornatus á fræðimáli. En hvað kallast það á íslensku?

***

1.  Hver skoraði sigurmark Íslands gegn Bosníu í landsleik á Laugardalsvelli á mánudaginn var?

2.  Hvaða rithöfundur skrifaði þrjár bækur á árunum 1946-1953 um „meistaraspæjarann“ Karl Blómkvist?

3.  New York-borg samanstendur af nokkrum hverfum og þar af standa tvö þeirra á eyjum sem eru að öllu leyti innan borgarmarkanna. Hvað heita þær eyjar? Nefna þarf báðar.

4.  Dýr eitt sem nefnt er Haliaeetus albicilla á fræðimáli var talið í mikilli útrýmingarhættu á Íslandi. Með markvissum verndaraðgerðum í áratugi hefur tekist að snúa þróuninni við. Stofn dýrsins er talinn þokkalega á sig kominn. Hvaða dýr er þetta?

5.  Guðbergur Bergsson rithöfundur lést á dögunum. Hann fæddist í tilteknu plássi hér á landi. Hvaða pláss er það?

6.  Fyrir tveim áratugum eða svo komst Guðbergur í fréttirnar af mjög óvæntum ástæðum þegar honum hlotnaðist heilmikill arfur eftir sambýlismann sinn á Spáni, og meðal arfsins var að sögn mannvirki eitt mikið, sem Guðbergur mun þó fljótlega hafa losað sig við. Hvers konar mannvirki var þetta?

7.  Hversu há er Hallgrímskirkja? Hér má muna þrem metrum til eða frá.

8.  Haraldur Johannessen heitir ritstjóri einn. Hvað heitir félagi hans á ritstjórastól ákveðins fjölmiðils?

9.  Daisy heitir þolinmóð stúlka sem aldrei virðist ætla að gifta sig þótt frændur tveir gangi sífellt á eftir henni með grasið í skónum. Þeir frændur eiga misjöfnu gengi að fagna í lífinu, annars er óttalegur hrakfallabálkur en hinn þvert á móti svo ljónheppinn að það er varla einleikið. En í marga áratugi hefur Daisy ekki getað gert upp við hvorn þeirra hún ætti heldur að smella á kossi. Hvað er Daisy nefnd á íslensku?

10.  „Ég er að gera það sama og áður,“ sagði kona ein í viðtali við Vísi.is á dögunum. Hún rak á sínum tíma vændisstarfsemi hér. Hvað heitir hún? Fornafn dugar.

11.  Í fréttum hafa verið aðgerðir lögreglu gegn ökumönnum sem taka lyf við ... hverju?

12.  Á 18. öld varð Ólafur nokkur fyrsti stiftamtmaður Dana á Íslandi. Afkomendur Ólafs tóku föðurnafn hans upp sem ættarnafn, og var sú ætt síðan alltumlykjandi í íslensku valda- og stjórnkerfi í nærri öld. Hvað var ættarnafnið?

13.  Tónlistarkona ein hefur vakið gríðarlega athygli að undanförnu fyrir jazz-plötu sína. Hvað heitir konan?

14.  En hvað heitir platan?

15.  Í hvaða Afríkuríki heitir höfuðborgin Abuja?

***

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Elon Musk á barnsaldri. Á seinni myndinni er gleraugnabjörn.
Svör við almennum spurningum:
1.  Alfreð Finnbogason.  —  2.  Astrid Lindgren.  —  3.  Manhattan og Staten Island.  —  4.  Haförn.  —  5.  Grindavík.  —  6.  Flugvöllur.  —  7.  73 metrar, svo rétt er 70-76.  —  8.  Davíð Oddsson.  —  9.  Andrésína Önd.  —  10.  Catalina.  —  11.  ADHD.  —  12.  Stephensen.  —  13.  Laufey.   —  14.  Bewitched.  —  15.  Nígeríu.
Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár