Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslenskar björgunarsveitir líklega ekki til hamfarasvæða í Marokkó

Jarð­skjálft­inn mann­skæði sem reið yf­ir Mar­okkó á föstu­dag er sá stærsti sem orð­ið hef­ur í land­inu frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Von­in lif­ir enn um að finna fólk á lífi í rúst­um húsa en dofn­ar með hverri klukku­stund­inni sem líð­ur.

Íslenskar björgunarsveitir líklega ekki til hamfarasvæða í Marokkó
Í fjöllunum Þorp í og við Atlas-fjöllin urðu verst úti og þúsundir misstu heimili sín, ættingja og lífsviðurværi. Mynd: AFP

Tala látinna eftir jarðskjálftann mikla í Marokkó á föstudag, skjálfta sem var 6,8 stig, er komin yfir 2.100. Hún á eftir að hækka. Að minnsta kosti 300 þúsund manns urðu fyrir skaða í skjálftunum – týndu lífi, slösuðust, misstu ættingja, heimili sín eða lífsviðurværi. Skjálftinn reið yfir kl. 22 á föstudagskvöld að íslenskum tíma og voru upptök hans rúmlega 70 kílómetrum suðvestur af borginni Marrakesh. Hann fannst um allt landið og mun víðar, m.a. á suðurhluta Spánar.

Mörg ríki hafa boðist til að aðstoða við björgunarstarfið. Sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna eru þegar komnar til Marokkó og sömu sögu er að segja um sveitir frá Katar. Þá hafa Frakkar, gömlu nýlenduherrarnir, Spánverjar og Bretar heitið aðstoð og einhverjir á þeirra vegum eru þegar mættir til hamfarasvæðanna.  

„Eins og stendur er ekki útlit fyrir að við sendum hóp,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, spurður um hvort íslenskt björgunarfólk fari til …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár