Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kínverska sjálfsmarkið og draumur Sáda

Ár­ið 2011 lýsti Xi Jin­ping, þá­ver­andi vara­for­seti Kína, því yf­ir að land­ið ætti að verða stór­veldi í knatt­spyrnu á næstu ár­um og ára­tug­um. Þrátt fyr­ir há­leit markmið og skipu­lega áætlana­gerð virð­ist draum­ur­inn um knatt­spyrnu­stór­veldi langt und­an.

Kínverska sjálfsmarkið og draumur Sáda
Vildi heimsmeistaratitil Xi Jinping tók við völdum í Kína og hófst strax handa við að byggja upp fótbolta í landinu, enda mikill áhugamaður um íþróttina og stórtækur safnari minjagripa tengdum henni. Mynd: AFP

„Í Kína er knattspyrnuiðkun alvörumál“ var yfirskrift greinar sem birtist í danska dagblaðinu Politiken haustið 2014. Höfundur greinarinnar var Mads Davidsen, hann var þá aðstoðarþjálfari hjá einu af toppliðunum í kínverskum fótbolta. Í greininni sagði Mads Davidsen frá þeim aðferðum sem tíðkuðust hjá kínverskum fótboltafélögum, fótboltauppeldinu eins og hann komst að orði. Frá 7 ára aldri væru drengir settir í sérstaka fótboltaskóla, foreldrana dreymdi um að sonurinn yrði yfirburðamaður í greininni  og þess vegna voru þeir tilbúnir að eyða stórfé til að láta drauminn rætast. „Kínverjarnir taka þetta mjög alvarlega,“ sagði Mads Davidsen. Í blaðaviðtali sagði hann að líka væri lögð áhersla á stúlknaknattspyrnu, þótt hún væri ekki jafnmikil og á drengjaknattspyrnuna.

50 atriða áætlunin, 50 þúsund fótboltaskólar og 70 þúsund vellir

Árið 2013 varð Xi Jinping (iðulega bara nefndur Xi) forseti Kína. Það sama ár fór hann í opinbera heimsókn til Mexíkó. Þar greindi Xi frá knattspyrnuáhuga sínum og sagðist eiga fjölmarga minjagripi tengda þessum áhuga, áritaða bolta og treyjur o.s.frv. Á næstu árum fjölgaði mjög í minjagripadeildinni hjá kínverska forsetanum og þar ku kenna margra forvitnilegra grasa.  

Árið 2015 kynntu kínversk stjórnvöld áætlun sem þau nefndu 50 atriða áætlunina. Í stuttu máli innihélt áætlunin þrjú markmið sem stefnt skyldi að. Í fyrsta lagi að Kína haldi Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og í öðru lagi að Kína vinni sér rétt til að taka þátt í Heimsmeistarakeppninni og síðast en ekki síst verði Kínverjar heimsmeistarar í fótbolta. Þessum markmiðum skyldi náð eigi síðar en árið 2050, það voru sem sé 35 ár til stefnu. Og strax var hafist handa.

Fótbolti var settur á námskrá kínverskra grunnskóla og auk þess voru stofnaðir 50 þúsund knattspyrnuskólar til að þjálfa ungmenni sem talin voru efnileg á þessu sviði. Jafnframt voru útbúnir rúmlega 70 þúsund fótboltavellir víða um land. 

„Alla dreymdi um að Kína yrði stórveldi á knattspyrnusviðinu.“

Mark Dreyer, stofnandi fréttamiðilsins China Sports Insider og höfundur bókar um kínverska knattspyrnu, hefur verið búsettur í Kína frá árinu 2007. Hann sagði í viðtali við danska dagblaðið Berlingske fyrir nokkru að hugmyndirnar um að gera Kína að stórveldi í knattspyrnu hefðu verið háleitar. „Ef hægt er að fá 30 milljónir barna til að æfa knattspyrnu liggur í augum uppi að í þeim hópi leynast margir efnilegir framtíðarleikmenn. Áðurnefndur Mads Davidsen tók í sama streng og benti á að kínversk stjórnvöld hefðu varið miklum fjármunum í knattspyrnuuppbygginguna,og stór fyrirtæki í landinu hefðu beinlínis staðið í biðröð til að styrkja 50 atriða áætlunina. Alla dreymdi um að Kína yrði stórveldi á knattspyrnusviðinu.

Erlendir leikmenn keyptir fyrir stórfé

Kínversk stjórnvöld létu ekki nægja að stofna fótboltaskóla til að ala upp leikmenn framtíðarinnar. Þau drógu upp budduna og fjölmargir erlendir leikmenn, einkum frá Evrópu, fluttu til Kína. Launin sem þeim buðust voru margfalt hærri en þeir höfðu áður séð. Með þessu var ætlunin að lyfta kínverskri knattspyrnu á hærra plan, eins og Mark Dreyer, sem áður var nefndur, komst að orði. Kínversk stjórnvöld buðu mörgum hinna erlendu leikmanna kínverskan ríkisborgararétt „með hraði“ til þess að þeir gætu tekið þátt í leikjum kínverska landsliðsins. Sumir gengust inn á þetta en aðrir voru hikandi, vitandi að stigu þeir þetta skref yrðu þeir jafnframt búnir að útiloka að spila fyrir „gamla landið“.  

Hvað fór úrskeiðis?

Ekki þarf að hafa mörg orð um að ekki rætast allar áætlanir og fögur fyrirheit hrökkva stundum skammt. Þannig virðist það vera með kínverska knattspyrnuævintýrið. Engu er líkara en það hafi beinlínis gufað upp og vindurinn sé að mestu farinn úr fótboltaseglunum.

Kínverska leiðinStofnaðir voru 50 þúsund knattspyrnuskólar í Kína til að ná markmiðum 50 atriða áætlunarinnar.

Mads Davidsen og Mark Dreyer eru sammála um að ástæður þess að kínverska fótboltaævintýrið steytti á skeri séu einkum fjórar; óþolinmæði, kórónaveiran ásamt kunnáttuleysi og spillingu embættismanna. 

„Að ala upp knattspyrnusnillinga tekur tíma. Manneskjur eru ekki verksmiðjuvélar þar sem hægt er að auka hraðann ef þörf krefur og eftirspurn eykst. Börn sem voru sjö ára þegar 50 atriða áætluninni var hrundið úr vör árið 2015 eru einungis 15 ára í dag en Kínverjum liggur á,“ sagði Mark Dreyer í viðtali við dagblaðið Berlingske. „Vilja sjá árangur, núna.“   

Kína var í hópi þeirra landa sem fyrst skelltu beinlínis í lás þegar heimsfaraldurinn dundi á. Mörg þeirra fótboltaliða sem voru stofnuð í upphafi 50 atriða áætlunarinnar lögðu upp laupana og rótgróin félög komust sömuleiðis í þrot þegar tekjuhliðin (aðsóknin) hrundi. Erlendu leikmennirnir fengu ekki borgað og fóru úr landi. Fótboltaskólarnir neyddust til að loka og margir þeirra hafa ekki náð sér á strik aftur. 

Flestir þeirra sem falið var að hafa yfirumsjón með 50 atriða áætluninni voru embættismenn flokksins. „Mörgum þeirra var meira umhugað um eigin frama en það sem sneri að knattspyrnunni,“ sagði Mark Dreyer. Síðast en ekki síst var svo spillingin. Fjölmargir sem tengdust 50 atriða áætluninni hafa verið handteknir, þar á meðal Wang Dengfeng, fyrrverandi menntamálaráðherra, Chen Xuyuan, fyrrverandi forseti kínverska knattspyrnusambandsins, og Li Tie, fyrrverandi landsliðsþjálfari. 

Hægt að vinna leikinn þótt hann byrji með sjálfsmarki

Bæði Mads Davidsen og Mark Dreyer, sem komið hafa við sögu í þessum pistli, hafa látið í ljós þá skoðun að knattspyrnan eigi framtíð fyrir sér í Kína, þótt 50 atriða áætlunin hafi byrjað með „sjálfsmarki“. Enn sé langt til ársins 2050 og verði rétt á málum haldið geti Kína komist í fremstu röð meðal knattspyrnuþjóða. Tvímenningarnir sögðu líka athyglisvert að kínverska kvennalandsliðinu hafi, öfugt við karlaliðið, vegnað vel á undanförnum árum. Kvennalandsliðið er í fjórtánda sæti heimslistans í kvennaknattspyrnu en karlaliðið má sætta sig við áttugasta sæti karlalistans. Í nýlegri umfjöllun BBC um kínverska knattspyrnu lýsti Simon Chadwick, prófessor við SKEMA-viðskiptaháskólann í París, skoðun  sinni á ástæðum þess að kvennaliðinu vegni langtum betur en körlunum. „Þær hafa að mestu fengið að vera í friði fyrir misvitrum og afskiptasömum embættismönnum og vonandi verður svo áfram.“

Sádarnir, stjörnurnar og Meistaradeild Evrópu

Fyrir skömmu kom fram í fréttum að knattspyrnusamband Sádi-Arabíu og þarlend stjórnvöld sýni því mikinn áhuga að lið þaðan fái að taka þátt í Meistaradeild Evrópu, Champions League. Það var ítalski miðillinn Calcio Finanza sem fyrst greindi frá þessu. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, skipuleggur Meistaradeildina, sem hefur fram til þessa einskorðast við Evrópu. 

Að undanförnu hafa allmargir þekktir knattspyrnumenn gengið til liðs við klúbba í Sádi-Arabíu enda sannkölluð ofurlaun í boði. Kaupin hafa farið í gegnum fjárfestingasjóð sádi- arabíska ríkisins og sjóðurinn sá þarf ekki að horfa í hvern eyri, ástæðan er olían sem streymir úr iðrum jarðar í landinu. 

Hvað eru Sádar og UEFA að pæla?

Að margra mati er Meistaradeild Evrópu flottasti og eftirsóknarverðasti félagsskapur (ef hægt er að nota það orð) í heimi knattspyrnunnar. Og þar af leiðandi eftirsóknarvert að komast þar inn fyrir dyr. 

Þótt mörgum kunni að þykja fjarstæðukennt að lið frá Sádi- Arabíu taki þátt í evrópskri knattspyrnukeppni er slíkt ekki útilokað. Nicklas Degn, sem er helsti sérfræðingur dönsku útvarpsstöðvarinnar Radio4 í málefnum er varða fjármál og pólitík evrópskrar knattspyrnu segir Sádana stefna hátt. Kannski sjái UEFA ákveðna kosti í því að vera í samvinnu við Sádana, þótt mörgum finnist það kannski fjarstæðukennt, og bætti við: „Í heimi knattspyrnunnar er ekkert svo heilagt að því sé ekki hægt að breyta.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár