Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrsta langreyðurin skotin tveimur skotum

Af mynd­um af dæma sem Heim­ild­in hef­ur feng­ið af fyrstu lang­reyð­inni sem var dreg­in dauð á land í hval­stöð­inni í morg­un þurfti tvö skot til að drepa hana.

Fyrsta langreyðurin skotin tveimur skotum
Tvö skot Að því best verður séð af þessari mynd sem tekin var í morgun voru tveir sprengiskutlar notaðir til að drepa langreyðina, þá fyrstu sem veidd var á vertíð ársins. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Einn skutull í höfuð. Annar í síðuna. Langreyður sem Hvalur 8 kom með að landi í hvalstöðinni í Hvalfirði fyrir birtingu í morgun var skotin með tveimur sprengjuskutlum.

Þannig má gera ráð fyrir því að fyrsta skotið hafi geigað, ekki drepið dýrið og að endurskot hafi verið nauðsynlegt.

 

Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndunarsamtakanna Hard to Port, samtaka sem annað sumarið í röð fylgjast náið með veiðunum, segir við Heimildina að hann telji að um kvendýr sé að ræða. „Á myndunum sést að annar skutullinn hæfði höfuð dýrsins.“

Þegar skutull hæfir bein springur hann ekki inni í dýrinu, líkt og hann er hannaður til að gera þegar hann kemst í snertingu við hold.

TilbúnirStarfsmenn Hvals hf. stóðu tilbúnir á hvalskurðarplaninu er langreyðurin var dregin á land.

„Það hefur því þegar komið í ljós, sem er ekki óvænt í mínum huga, að veiðiaðferðir Hvals hf. hafa ekki batnað að neinu leyti,“ segir Arne.

Báðir bátar Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða í fyrradag. Samkvæmt fréttum veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina um hádegisbil í gær. Hvalur 9 veiddi tvær í gær og er sá bátur væntanlegur að hvalstöðinni í Hvalfirði.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimilaði hvalveiðar á ný um mánaðamótin og setti nýja reglugerð sem hafði það hlutverk að „bæta umgjörð veiða á langreyðum“ líkt og sagði í fyrstu grein hennar. Skilyrði til veiðanna voru þrengd á ýmsa lund, m.a. má ekki veiða nema í dagsbirtu, aðeins af innan við 25 metra færi og skulu ytri skilyrði vera með þeim hætti að líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis. Skal í því tilliti líta til ölduhæðar, veðurskilyrða og skyggnis.

NærmyndGulu línurnar eru fastar í skutlunum. Sá fremri, dreginn fram með gulum kassa til útskýringar, virðist hafa hæft höfuð dýrsins og þá mögulega bein.

Skotvinkill skal vera á bilinu 45-135° miðað við lengdaröxul dýrs en víkja má frá færi og skotvinkli „þegar skjóta þarf sært dýr fleiri en einu skoti til að tryggja sem skjótasta aflífun,“ segir í ennfremur í reglugerðinni. „Verklag skal vera til þess fallið að tryggja að langreyðar séu aflífaðar á þann hátt að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og taki sem skemmstan tíma og séu ekki veiddar á þann hátt að valdi þeim óþarfa limlestingum eða kvölum.“

Eftirlitsaðilar, þ.e. Fiskistofa og Matvælastofnun, geta samkvæmt reglugerðinni krafist úrbóta á verklagi „sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði“.

Hvalur hf. hefur heimild til veiða á 161 langreyði í ár. Í fyrra stóð vertíðin í hundrað daga og lauk 28. September. Á henni voru veidd 148 dýr. Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við veiðarnar, m.a. að mörg dýr hafi verið skotin margsinnis, að sprengiskutlar hafi ekki sprungið og að sum dýranna hafi þurft að þola langt dauðastríð og miklar kvalir.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
5
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár