Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina

Borg­ar­stjóri vill láta skoða hvort raun­hæft sé að koma upp Par­ís­ar­hjóli á Mið­bakk­an­um. Hug­mynd­in er að þetta væri til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára þar sem Par­ís­ar­hjól­ið stæði á sumr­in. „Sér­stök ástæða er til að setja hug­mynd um Par­ís­ar­hjól í far­veg,“ seg­ir í til­lögu sem Dag­ur B. Eggerts­son lagði fyr­ir borg­ar­ráð.

Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina
Í tillögunni segir mikilvægt að hugað verði að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu Parísarhjóls, reynist hugmyndin raunhæf. Mynd: Shutterstock

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, um að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að kanna raunhæfni hugmyndar um að Parísarhjóli verði komið fyrir í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka. 

Tillagan var lögð fram í samræmi við hugmynd í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. 

Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Parísarhjól risi við Gömlu höfnina því hér á árum áður kom farand-tívolí reglulega til landsins þar sem hægt var að fara í Parísarhjól.

Hugsað á viðskiptalegum grunni

Í minnisblaðinu koma fram ýmiss konar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið sem borgarstjóri mun fylgja eftir en „sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísarhjól í farveg,“ segir í tillögu Dags sem lögð var fyrir borgarráð.

Þá segir eðlilegt að verkefnið verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt sé mikilvægt að hugað verði að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu Parísarhjóls, reynist hugmyndin raunhæf. 

Tekið er fram í tillögunni að ljóst sé að umtalsvert flækjustig geti fylgt framkvæmdinni og útfærslu hennar og ljóst að hafa þurfi víðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. 

Fjölþætt haftengd upplifun

Starfshópur um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna var falið að skilgreina tækifæri borgarinnar til aukinnar uppbyggingar á haftengdri upplifun og útivist við strandlengjuna í Reykjavík, meðal annars í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur, Græna planið, Meirihlutasáttmála 2022-2026 og lýðheilsustefnu Reykjavíkur. 

Verkefnið fólst í að greina og kortleggja svæði sem henta fyrir ýmiss konar haftengda upplifun, hvort sem um er að ræða gufuböð, heit böð, sjósund, sjósport eða annars konar upplifun við hafið og strandlengju Reykjavíkur. 

Áhyggjur af rekstrarkostnaði og landfyllingum

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, létu bóka að þeir samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki Reykjavíkurborg né Faxaflóahafnir bæru af því nokkurn kostnað, hvorki af framkvæmdinni né rekstri Parísarhjólsins, að um einkaframkvæmd yrði að ræða og reksturinn yrði í höndum einkaaðila. 

„Parísarhjól er skemmtileg hugmynd en er nauðsynlegt að fara í fyllingar til að finna því stað?“
Kolbrún Baldursdóttir, borgarráðsfulltrúi Flokks fólksins

Fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, Kolbrún Baldursdóttir, lét hins vegar bóka áhyggjur sínar af landfyllingu. „Parísarhjól er skemmtileg hugmynd en er nauðsynlegt að fara í fyllingar til að finna því stað? Nóg er komið af eyðileggingu á fjörum. Með landfyllingu þar sem setja á afþreyingartæki mun verða að malbika stíga og gera gönguleiðir til að hafa aðgengi fyrir alla,“ segir í bókuninni. 

Risaróla sem rólar í átt að hafi

Fjölmargar aðrar hugmyndir er að finna í minnisblaðinu. Þar kom fram að niðurstöður gerlarannsóknar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur heimili sjóböð norðan Hörpu sunnan við flotbryggjurnar. Því er lagt til að koma upp bryggjuböðum með útsýni yfir haf og fjöll, fljótandi gufubaði og risarólu sem rólar í átt að hafi. 

Við Suðurbugt og Steinhúsvör við Gömlu Höfnina er lagt til að setja göngu- og dvalarpall meðfram bryggju „sem eykur aðgengi allra og skapar góðar aðstæður til félagslegra samskipta, íhugunar og hvíldar“ með möguleikum á fljótandi útiveitingasvæði og fljótandi kaffihúsi. 

Þegar kemur að Grandanum er viðruð sú hugmynd, meðal annarra, að byggja sundlaug/spa sem er opið að hafi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Af hverju er þetta kallað Parísarhjól ?
    En ekki Ferrishjól og eða Chicagohjól ?
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ferris_wheel
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ferris_Wheel_(1893)
    The original Ferris Wheel, sometimes also referred to as the Chicago Wheel, was designed and built by George Washington Gale Ferris Jr. as the centerpiece of the Midway at the 1893 World's Columbian Exposition in Chicago, Illinois.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
7
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu