Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina

Borg­ar­stjóri vill láta skoða hvort raun­hæft sé að koma upp Par­ís­ar­hjóli á Mið­bakk­an­um. Hug­mynd­in er að þetta væri til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára þar sem Par­ís­ar­hjól­ið stæði á sumr­in. „Sér­stök ástæða er til að setja hug­mynd um Par­ís­ar­hjól í far­veg,“ seg­ir í til­lögu sem Dag­ur B. Eggerts­son lagði fyr­ir borg­ar­ráð.

Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina
Í tillögunni segir mikilvægt að hugað verði að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu Parísarhjóls, reynist hugmyndin raunhæf. Mynd: Shutterstock

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, um að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að kanna raunhæfni hugmyndar um að Parísarhjóli verði komið fyrir í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka. 

Tillagan var lögð fram í samræmi við hugmynd í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. 

Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Parísarhjól risi við Gömlu höfnina því hér á árum áður kom farand-tívolí reglulega til landsins þar sem hægt var að fara í Parísarhjól.

Hugsað á viðskiptalegum grunni

Í minnisblaðinu koma fram ýmiss konar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið sem borgarstjóri mun fylgja eftir en „sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísarhjól í farveg,“ segir í tillögu Dags sem lögð var fyrir borgarráð.

Þá segir eðlilegt að verkefnið verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt sé mikilvægt að hugað verði að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu Parísarhjóls, reynist hugmyndin raunhæf. 

Tekið er fram í tillögunni að ljóst sé að umtalsvert flækjustig geti fylgt framkvæmdinni og útfærslu hennar og ljóst að hafa þurfi víðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. 

Fjölþætt haftengd upplifun

Starfshópur um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna var falið að skilgreina tækifæri borgarinnar til aukinnar uppbyggingar á haftengdri upplifun og útivist við strandlengjuna í Reykjavík, meðal annars í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur, Græna planið, Meirihlutasáttmála 2022-2026 og lýðheilsustefnu Reykjavíkur. 

Verkefnið fólst í að greina og kortleggja svæði sem henta fyrir ýmiss konar haftengda upplifun, hvort sem um er að ræða gufuböð, heit böð, sjósund, sjósport eða annars konar upplifun við hafið og strandlengju Reykjavíkur. 

Áhyggjur af rekstrarkostnaði og landfyllingum

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, létu bóka að þeir samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki Reykjavíkurborg né Faxaflóahafnir bæru af því nokkurn kostnað, hvorki af framkvæmdinni né rekstri Parísarhjólsins, að um einkaframkvæmd yrði að ræða og reksturinn yrði í höndum einkaaðila. 

„Parísarhjól er skemmtileg hugmynd en er nauðsynlegt að fara í fyllingar til að finna því stað?“
Kolbrún Baldursdóttir, borgarráðsfulltrúi Flokks fólksins

Fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, Kolbrún Baldursdóttir, lét hins vegar bóka áhyggjur sínar af landfyllingu. „Parísarhjól er skemmtileg hugmynd en er nauðsynlegt að fara í fyllingar til að finna því stað? Nóg er komið af eyðileggingu á fjörum. Með landfyllingu þar sem setja á afþreyingartæki mun verða að malbika stíga og gera gönguleiðir til að hafa aðgengi fyrir alla,“ segir í bókuninni. 

Risaróla sem rólar í átt að hafi

Fjölmargar aðrar hugmyndir er að finna í minnisblaðinu. Þar kom fram að niðurstöður gerlarannsóknar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur heimili sjóböð norðan Hörpu sunnan við flotbryggjurnar. Því er lagt til að koma upp bryggjuböðum með útsýni yfir haf og fjöll, fljótandi gufubaði og risarólu sem rólar í átt að hafi. 

Við Suðurbugt og Steinhúsvör við Gömlu Höfnina er lagt til að setja göngu- og dvalarpall meðfram bryggju „sem eykur aðgengi allra og skapar góðar aðstæður til félagslegra samskipta, íhugunar og hvíldar“ með möguleikum á fljótandi útiveitingasvæði og fljótandi kaffihúsi. 

Þegar kemur að Grandanum er viðruð sú hugmynd, meðal annarra, að byggja sundlaug/spa sem er opið að hafi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Af hverju er þetta kallað Parísarhjól ?
    En ekki Ferrishjól og eða Chicagohjól ?
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ferris_wheel
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ferris_Wheel_(1893)
    The original Ferris Wheel, sometimes also referred to as the Chicago Wheel, was designed and built by George Washington Gale Ferris Jr. as the centerpiece of the Midway at the 1893 World's Columbian Exposition in Chicago, Illinois.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár