Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina

Borg­ar­stjóri vill láta skoða hvort raun­hæft sé að koma upp Par­ís­ar­hjóli á Mið­bakk­an­um. Hug­mynd­in er að þetta væri til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára þar sem Par­ís­ar­hjól­ið stæði á sumr­in. „Sér­stök ástæða er til að setja hug­mynd um Par­ís­ar­hjól í far­veg,“ seg­ir í til­lögu sem Dag­ur B. Eggerts­son lagði fyr­ir borg­ar­ráð.

Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina
Í tillögunni segir mikilvægt að hugað verði að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu Parísarhjóls, reynist hugmyndin raunhæf. Mynd: Shutterstock

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, um að borgar- og atvinnuþróunarteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara verði falið að kanna raunhæfni hugmyndar um að Parísarhjóli verði komið fyrir í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka. 

Tillagan var lögð fram í samræmi við hugmynd í minnisblaði starfshóps um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna. 

Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Parísarhjól risi við Gömlu höfnina því hér á árum áður kom farand-tívolí reglulega til landsins þar sem hægt var að fara í Parísarhjól.

Hugsað á viðskiptalegum grunni

Í minnisblaðinu koma fram ýmiss konar hugmyndir að haftengdri upplifun og útivist við hafnarsvæðið sem borgarstjóri mun fylgja eftir en „sérstök ástæða er til að setja hugmynd um Parísarhjól í farveg,“ segir í tillögu Dags sem lögð var fyrir borgarráð.

Þá segir eðlilegt að verkefnið verði hugsað á viðskiptalegum grunni, án fjárútláta borgarinnar eða hafnarinnar. Jafnframt sé mikilvægt að hugað verði að útfærslu almennings- og leiksvæða á Miðbakka samhliða uppsetningu Parísarhjóls, reynist hugmyndin raunhæf. 

Tekið er fram í tillögunni að ljóst sé að umtalsvert flækjustig geti fylgt framkvæmdinni og útfærslu hennar og ljóst að hafa þurfi víðtækt samráð um það og vinna nauðsynlega greiningu og vinnu sameiginlega af Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. 

Fjölþætt haftengd upplifun

Starfshópur um haftengda upplifun og útivist við útisvæði Faxaflóahafna var falið að skilgreina tækifæri borgarinnar til aukinnar uppbyggingar á haftengdri upplifun og útivist við strandlengjuna í Reykjavík, meðal annars í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur, Græna planið, Meirihlutasáttmála 2022-2026 og lýðheilsustefnu Reykjavíkur. 

Verkefnið fólst í að greina og kortleggja svæði sem henta fyrir ýmiss konar haftengda upplifun, hvort sem um er að ræða gufuböð, heit böð, sjósund, sjósport eða annars konar upplifun við hafið og strandlengju Reykjavíkur. 

Áhyggjur af rekstrarkostnaði og landfyllingum

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, létu bóka að þeir samþykktu málið á þeirri forsendu að hvorki Reykjavíkurborg né Faxaflóahafnir bæru af því nokkurn kostnað, hvorki af framkvæmdinni né rekstri Parísarhjólsins, að um einkaframkvæmd yrði að ræða og reksturinn yrði í höndum einkaaðila. 

„Parísarhjól er skemmtileg hugmynd en er nauðsynlegt að fara í fyllingar til að finna því stað?“
Kolbrún Baldursdóttir, borgarráðsfulltrúi Flokks fólksins

Fulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, Kolbrún Baldursdóttir, lét hins vegar bóka áhyggjur sínar af landfyllingu. „Parísarhjól er skemmtileg hugmynd en er nauðsynlegt að fara í fyllingar til að finna því stað? Nóg er komið af eyðileggingu á fjörum. Með landfyllingu þar sem setja á afþreyingartæki mun verða að malbika stíga og gera gönguleiðir til að hafa aðgengi fyrir alla,“ segir í bókuninni. 

Risaróla sem rólar í átt að hafi

Fjölmargar aðrar hugmyndir er að finna í minnisblaðinu. Þar kom fram að niðurstöður gerlarannsóknar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur heimili sjóböð norðan Hörpu sunnan við flotbryggjurnar. Því er lagt til að koma upp bryggjuböðum með útsýni yfir haf og fjöll, fljótandi gufubaði og risarólu sem rólar í átt að hafi. 

Við Suðurbugt og Steinhúsvör við Gömlu Höfnina er lagt til að setja göngu- og dvalarpall meðfram bryggju „sem eykur aðgengi allra og skapar góðar aðstæður til félagslegra samskipta, íhugunar og hvíldar“ með möguleikum á fljótandi útiveitingasvæði og fljótandi kaffihúsi. 

Þegar kemur að Grandanum er viðruð sú hugmynd, meðal annarra, að byggja sundlaug/spa sem er opið að hafi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Af hverju er þetta kallað Parísarhjól ?
    En ekki Ferrishjól og eða Chicagohjól ?
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ferris_wheel
    https://en.wikipedia.org/wiki/Ferris_Wheel_(1893)
    The original Ferris Wheel, sometimes also referred to as the Chicago Wheel, was designed and built by George Washington Gale Ferris Jr. as the centerpiece of the Midway at the 1893 World's Columbian Exposition in Chicago, Illinois.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár