Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Vinstri grænna verður framkvæmdastjóri Landverndar

Björg Eva Er­lends­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Hún hef­ur störf í októ­ber. Björg Eva hef­ur ver­ið fram­kvæmda­stjóri Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs síð­an ár­ið 2016. Hún fet­ar hér í fót­spor Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar, vara­for­manns VG, sem yf­ir­gaf stöðu sína sem fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar ár­ið 2017 til að verða um­hverf­is­ráð­herra ut­an þings.

Framkvæmdastjóri Vinstri grænna verður framkvæmdastjóri Landverndar
Björg Eva hættir hjá VG eftir sjö ár sem framkvæmdastjóri hreyfingarinnar. Mynd: Aðsend

Björg Eva Erlendsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar. Hún hefur störf í október. Björg Eva hefur verið framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs síðan árið 2016.

Hún hefur verið afkastamikill framkvæmdastjóri flokksins og afar áberandi í starfi hans síðustu árin, og sinnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum innan flokksins.

Í tilkynningu frá Landsvernd segir að stjórnin hafi samið við Björgu Evu, eftir að Auður Önnu- Magnúsdóttir sagði starfi sínu lausu í vor.

Björg Eva fetar hér í fótspor Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG, sem yfirgaf stöðu sína sem framkvæmdastjóri Landverndar árið 2017 til að verða umhverfisráðherra utan þings. 

„Stjórn Landverndar horfði til þess að Björg Eva hefur víðtæka reynslu af rekstri félagasamtaka, reynslu úr fjölmiðlum og úr alþjóðastarfi á norrænum vettvangi. Nú síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Stjórnin metur einnig mikils að í ráðningaferlinu sýndi Björg Eva eldmóð fyrir málefnum náttúru og umhverfisverndar, enda hefur hún tekið þátt í náttúruverndarbaráttu lengst af ævinnar,“ segir þar.

Björg Eva á fjöl­breyttan feril að baki sem frétta­maður og stjórn­andi í tveimur lönd­um. Lengst af  vann hún hjá Rík­is­út­varp­in­u.  Hún hefur lokið háskóla­prófi í íslensku, norsku og blaða­mennsku og stefnir að útskrift sem meist­ari í Norð­ur­landa­fræðum frá Háskóla Íslands.  Björg Eva hefur verið virk í umhverf­is­bar­áttu og félags­lífi.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Björg Eva er afburðakona. Til hamingju Landvernd og náttúruvernd á Íslandi.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað hlaupa þeir burtu VG liðarnir , því þeir vita að engum dettur lengur í hug að eyða atkvæði sínu á VG.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár