Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Framkvæmdastjóri Vinstri grænna verður framkvæmdastjóri Landverndar

Björg Eva Er­lends­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Hún hef­ur störf í októ­ber. Björg Eva hef­ur ver­ið fram­kvæmda­stjóri Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs síð­an ár­ið 2016. Hún fet­ar hér í fót­spor Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar, vara­for­manns VG, sem yf­ir­gaf stöðu sína sem fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar ár­ið 2017 til að verða um­hverf­is­ráð­herra ut­an þings.

Framkvæmdastjóri Vinstri grænna verður framkvæmdastjóri Landverndar
Björg Eva hættir hjá VG eftir sjö ár sem framkvæmdastjóri hreyfingarinnar. Mynd: Aðsend

Björg Eva Erlendsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landverndar. Hún hefur störf í október. Björg Eva hefur verið framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs síðan árið 2016.

Hún hefur verið afkastamikill framkvæmdastjóri flokksins og afar áberandi í starfi hans síðustu árin, og sinnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum innan flokksins.

Í tilkynningu frá Landsvernd segir að stjórnin hafi samið við Björgu Evu, eftir að Auður Önnu- Magnúsdóttir sagði starfi sínu lausu í vor.

Björg Eva fetar hér í fótspor Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG, sem yfirgaf stöðu sína sem framkvæmdastjóri Landverndar árið 2017 til að verða umhverfisráðherra utan þings. 

„Stjórn Landverndar horfði til þess að Björg Eva hefur víðtæka reynslu af rekstri félagasamtaka, reynslu úr fjölmiðlum og úr alþjóðastarfi á norrænum vettvangi. Nú síðast starfaði hún sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Stjórnin metur einnig mikils að í ráðningaferlinu sýndi Björg Eva eldmóð fyrir málefnum náttúru og umhverfisverndar, enda hefur hún tekið þátt í náttúruverndarbaráttu lengst af ævinnar,“ segir þar.

Björg Eva á fjöl­breyttan feril að baki sem frétta­maður og stjórn­andi í tveimur lönd­um. Lengst af  vann hún hjá Rík­is­út­varp­in­u.  Hún hefur lokið háskóla­prófi í íslensku, norsku og blaða­mennsku og stefnir að útskrift sem meist­ari í Norð­ur­landa­fræðum frá Háskóla Íslands.  Björg Eva hefur verið virk í umhverf­is­bar­áttu og félags­lífi.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Hallsson skrifaði
    Björg Eva er afburðakona. Til hamingju Landvernd og náttúruvernd á Íslandi.
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað hlaupa þeir burtu VG liðarnir , því þeir vita að engum dettur lengur í hug að eyða atkvæði sínu á VG.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár