Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Frá Hrafnistu í happdrættið

Val­geir Elías­son byrj­aði um ára­mót­in sem fram­kvæmda­stjóri Happ­drætti DAS en áð­ur var hann að vinna hjá Hrafn­istu í ell­efu ár. Það er tölu­vert ólíkt að fylgja fólki síð­ustu metr­ana í líf­inu eða hringja í fólk til að segja því að það hafi unn­ið stóra vinn­ing­inn.

„Hér á Tjarnargötu 10 er Happdrætti DAS rekið og vikulega eru dregnir út vinningar. Eftir tvo daga drögum við út stóra vinninginn í þessum mánuði, 40 milljónir króna á tvöföldum miða, sem er á við íbúð. 

Ég er framkvæmdastjóri og tek því þátt í að draga út vinninginn, en teningar eru notaðir til þess. Þetta eru ekki venjulegir spilateningar, heldur hefur hver um sig 20 hliðar. Átta teningar eru í glæru boxi, handfangi er snúið og runan birtist. Alls birtast átta tölur. Þetta er gert sex sinnum. Tölurnar eru síðan slegnar inn í forrit sem háskólinn bjó til á sínum tíma og það dregur út vinningsnúmerin. 

Ég fæ oft að hringja í fólk sem fær aðalvinninginn. Flestir verða mjög ánægðir. Sumir verða orðlausir. Aðrir eru vissir um þetta sé gabb. 

Áður vann ég í ellefu ár hjá Hrafnistu og þessar stofnanir eru nátengdar. Happdrættið var stofnað til að fjármagna byggingu Hrafnistu. Í báðum tilfellum er verið að eiga við fólk. 

Á Hrafnistu kemur inn fólk sem er orðið satt lífsdaga, búið að vera lengi á lífi og kannski orðið mjög þreytt og veikt. Reynt er að hjálpa því síðustu metrana með reisn. Hér er ég hins vegar að koma út gleðifréttum um vinninga. 

Á móti kemur að með því að tryggja hagnað af happdrættinu er verið að tryggja að gamla fólkið, sem ég vann með áður, fái betri aðbúnað. Með hagnaðinum er til dæmis hægt að uppfæra herbergin þeirra á Hrafnistu.“ 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár