Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að þær deilur og mál sem komið hafa upp í tengslum við reit 13 séu bein og óbein afleiðing af því hvernig Kópavogsbær hefur haldið utan um það verkefni að umbreyta Kársnesinu úr atvinnusvæði yfir í íbúðabyggð.
„Það sem ég á við er að á sínum tíma er kynntur ásetningur bæjaryfirvalda um að taka þetta svæði yst á Kársnesi heildstætt til skoðunar. Það er farið í lýsingu fyrir gerð deiliskipulags og eitthvert samráð við íbúa, sem maður sér að fólk vísar til eins og það hafi upplifað raunverulegt samráð og samtal og greiningu á svæðinu og hugmyndir um framtíðina. En svo er eins og það verði ekkert framhald á því verkefni,“ segir Ásdís Hlökk í samtali við Heimildina.
Hún segir það mikilvægt skref í skipulagsgerð að fara af stað með skipulagslýsingu, …
Athugasemdir (1)