Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skortur á heildarsýn galli á Kársnesmódelinu

Fyrr­ver­andi for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar tel­ur að Kópa­vogs­bær hafi ekki unn­ið nægi­lega grunn­vinnu í að­drag­anda þess að reit­ir á Kárs­nesi fóru á deili­skipu­lags­stig. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, aðjunkt í skipu­lags­fræði við HÍ, seg­ir að bær­inn hafi ekki ver­ið í stöðu til að setja skýra um­gjörð um þær for­send­ur sem gilt hafi á hverj­um og ein­um upp­bygg­ing­ar­reit. „Við vilj­um ekki að bygg­inga­geir­inn bara valsi frjáls,“ seg­ir hún við Heim­ild­ina.

Skortur á heildarsýn galli á Kársnesmódelinu
Skipulagsmál Ásdís Hlökk Theódórsdóttir fékk deilur um reit 13 inn á sitt borð er hún var forstjóri Skipulagsstofnunar. Í áliti stofnunarinnar var skortur á formfestu í afgreiðslum Kópavogsbæjar um málið gagnrýndur. Mynd: Golli

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að þær deilur og mál sem komið hafa upp í tengslum við reit 13 séu bein og óbein afleiðing af því hvernig Kópavogsbær hefur haldið utan um það verkefni að umbreyta Kársnesinu úr atvinnusvæði yfir í íbúðabyggð.

„Það sem ég á við er að á sínum tíma er kynntur ásetningur bæjaryfirvalda um að taka þetta svæði yst á Kársnesi heildstætt til skoðunar. Það er farið í lýsingu fyrir gerð deiliskipulags og eitthvert samráð við íbúa, sem maður sér að fólk vísar til eins og það hafi upplifað raunverulegt samráð og samtal og greiningu á svæðinu og hugmyndir um framtíðina. En svo er eins og það verði ekkert framhald á því verkefni,“ segir Ásdís Hlökk í samtali við Heimildina. 

Hún segir það mikilvægt skref í skipulagsgerð að fara af stað með skipulagslýsingu, …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    það er greinilega farið illa með mínar æskustöðvar í Kópavogi
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reitur 13

Hafnar því að Vinabyggð hafi fengið að vera í bílstjórasætinu
ViðtalReitur 13

Hafn­ar því að Vina­byggð hafi feng­ið að vera í bíl­stjóra­sæt­inu

Ann­ar eig­enda Vina­byggð­ar ræð­ir skipu­lags­ferl­ið á reit 13 í sam­tali við Heim­ild­ina. Þór­ir Kjart­ans­son seg­ir alrangt að skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi hafi leg­ið flöt fyr­ir vilja fjár­festa, í and­stöðu við hags­muni íbúa. Þvert á móti hafi sam­ráð ver­ið meira en geng­ur og ger­ist. Þór­ir seg­ir að þrjá­tíu ára vinátta hans við Ár­mann Kr. Ólafs­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra, hafi ekki haft áhrif á fram­gang máls­ins.
„Markaðurinn getur ekki skipulagt samfélag“
VettvangurReitur 13

„Mark­að­ur­inn get­ur ekki skipu­lagt sam­fé­lag“

Reit­ur 13 á Kárs­nes­inu hef­ur ver­ið um­deild­ur ár­um sam­an. Íbú­ar í grennd­inni telja geng­ið á hags­muni sína og hið sama telja sum­ir bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Kópa­vogi. Fjár­fest­ar eru sagð­ir hafa ver­ið við stýr­ið í deili­skipu­lags­gerð þrátt fyr­ir að eiga ein­ung­is hluta reits­ins. Í fyrra seldi fé­lag­ið Vina­byggð reit­inn og fyr­ir­hug­að­ar upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir á hon­um á 1,5 millj­arða króna, til fé­lags í eigu Mata-systkin­anna, sem hafa nú feng­ið bygg­ing­ar­rétt á allri lóð­inni án aug­lýs­ing­ar með sam­komu­lagi við Kópa­vogs­bæ.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár